fangor hefur snúið aftur til landsins. spánn er gott land. góður matur, gott rauðvín og agalega hressandi ávaxtasafinn á spáni. ferðasagan verður að koma seinna, það gefst ekki tími til hangss í vinnunni þessa dagana og tölvuskriflið á heimili mínu er óstarfhæft, og af einhverjum ástæðum ekki hægt að koma ofurmakkanum hans bróður míns í tenginu við háhraðatenginu heimilisins. susmé, hrikalega fínar græjur, fín nettenging en virkar ekki saman með nokkru móti. í staðinn mun ég liggja fyrir framan sjónvarpið og leika við nýja ofur harmon-cardon magnarann og surround kerfið okkar jóns geirs. jibbí!!!
og fyrir þá sem ætla að spyrja: nei, mér líður ekkert öðruvísi þó ég sé gift.:þ | fangor 17:10
þriðjudagur, ágúst 19, 2003
jæja, þá er það bara eins og guðjón orðaði það: game over. fangor orðin frú. stórmerkilegt alveg.
takk fyrir mig, þið frábæra fólk.
við hjónakornin höldum til spánar í fyrramálið, snúum aftur á klakann 29.ágúst.
fiskidagurinn mikli fór ágætlega fram, 30 stiga hiti og gaman hjá sýnum. það er ekki laust við að bokki hafi fellt nokkur tár á heimleiðinni yfir því að yfirgefa leikfélagana. það verður að segjast að ég hef ekki áður unnið sýningu með jafnfínum hóp. það þekkja þeir sem leika að í hópnum er yfirleitt einhver einn-2 leiðinlegir eða með óþarfa vesen. hér hefur ekki verið neitt slíkt á ferð, allir dásamlegir og frábær stemming í hópnum. til ykkar flinka og fallega fólk:
hafið þökk fyrir að leyfa mér að vera með. gengi ég alla jafna með hatt tæki ég ofan fyrir ykkur öllum. *sakn*
ferðalagi fangors og félaga var hrein ekki lokið eftir dag fiskanna. við brunuðum á heimaslóðirnar og hvíldum lúin bein í vinaminni.-, sem tók vel á móti okkur að vanda. hvergi betra að sofa en þar.
höfum við þá afrekað að keyra "hringinn" okkur til skemmtunar. þetta ferðalag hefði aldrei orðið jafn frábært og varð hefði ekki uppáhaldið mitt hann steini verið með í för. eða öllu heldur við með honum, hann var jú að keyra..:þ. takk fyrir allt og allt tisi minn, en og aftur hefir sannast að við erum gott team.
brúðkaupsundirbúningur tekur mestan tíma minn það sem eftir er viku. á laugardaginn er blásið til dansleiks í versölum, start um :
11:30, þið sem þekkið okkur jón geir og hafið ekki fengið formlegt boð í veislu, ykkur er boðið á ball ! ég mun reyna að hringja í flesta í vikunni, sver ekki fyrir að ég gleymi einhverjum en látið boð út ganga.
það er fátt í fréttum í dag. æfingar byrja aftur í kvöld, keyrt upp fyrir dalvíkurferðina miklu. ég byrja í sumarfríi í dag, klukkan 18:00 að staðartíma geng ég út (skríð væntanlega, ég er að senda 3 tonn af bókum á akureyri ) í sólina og fer í 2 vikna sumarfrí....jibbí!!
sem kannski verður ekki svo mikið frí miðað við hvað ég á eftir að gera..:þ | fangor 14:35
þriðjudagur, ágúst 05, 2003
...hmmmmm ég get ekki hreyft á mér hálsinn í dag. soltið stíf alls staðar í líkamanum. ekki alveg með fulla heilastarfsemi. hvernig ætli standi á því? | fangor 11:38
mánudagur, ágúst 04, 2003
...af inhverjum dularfullum ástæðum ákváðum við steini minn að rokka í 2 sólararhinga. sumpart vorum við auðvitað að fagna afmælinu hans eins og stærstur hluti þjóðarinnar gerir um þessa helgi. sumpart held ég að við höfum ætlað að leysa þann misskilning að við séum að verða gömul. annanpart....becauce we can, that's why!
helgin hófst á stórkostlegu vondumyndakvöldi á vesturgötunni, þar sem við jg og steini klárðuðum 3 lítra af rauðvíni án þess að taka eftir því. á laugardeginum var farið í sund, setið í grasagarðinum með geitungunum og reynt að láta renna af sér á notalegan hátt. klukkan fimm fórum við jón geir í vínskökkun kl. 17:00 að staðartíma. þaðan var haldið beint á útihátíðina " mosarimi 2003" sem stóð til klukkan 5 á sunnudaginn. við steini vorum ein um rokkið og sváfum ekki neitt, frekar en maður gerir á öðrum útihátíðum. við fylgdumst með grafarvogsbúum skríða á fætur upp úr 7. við lágum svo í garðinum þar til ég þurfti koma steina undan í smástund, undirbúningnefndin að surpræsammlinu hans steina mætti nebblega alltof seint á svæðið. ég nýtti því leikhæfileikana til að hlaupa út með steina undir því yfirskyni að við þyrftum að leiðbeina snorra litla um óravíddir grafarvogsins. ég gleymdi að athuga að steini var á sokkunum. úbbs. ekki að hann hafi ekki arkað um eins og hetja. ég ákvað bara að fara úr skónum honum til samlætis:þ sokkalaust ammælisbarnið var svo dregið aftur inn í mosarimann þar sem beið hans full-blown barnaammæli með lúðrum, höttum og köku með kertum sem var ekki hægt að slökkva á. jibbí! ( eini gallinn á þessu vel heppnaða sörpræsi var sá að steini borðar alls ekki köku. minniháttar mistök af háflu undirbúningsnefndar. ) ég hef því ákveðið að á næsta ári lauma ég nautinu guttormi inn í svefnherbergið hans steina. ó já. bíðiði bara...:þ.
2 daga streit-out djammið okkar steina varð að veruleika, aðrir djömmuðu með en við fengum engu að síður öll rokkstigin. nenennenene...:þ | fangor 04:15