fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


þriðjudagur, október 31, 2006

 
það er allt of mikið að gera, engilbarnið lasnaðist og hefur þurft mikillar aðhlynningar við svo ég hef orðið að segja mig úr samneyti við einleikendur hjá benna og charlottu. er það miður. náði með herkjum að klára gerfanámskeiðið um helgina og hugsa mér gott til glóðarinnar við hárskallagerð með dillu.
hef setið við lestur á leikritum þeim er okkur standa til boða sem vorverkefni, víst að stjórnarmeðlimir eiga erfitt verk fyrir höndum í kvöld. við erum með eitt ágætis verk, tvö feiknagóð og tvö sem þarfnast frekari úrvinnslu af hendi höfunda. sem er bara frábært, enginn skortur á verkefnum framundan.
mest lítið annað til tíðinda.

|



föstudagur, október 27, 2006

 
glúbb. jg þarf að vinna á morgun og mig vantar einhvern til að koma með okkur úlfhildi á námskeið og leika við hana meðan ég læri. viðkomandi þarf líka að labba með hana í vagninum í ca 2. tíma eftir hádegið eða fylgjast með henni á meðan hún sefur úti. í þessu líka fína veðri. geplúnk! alveg getur þetta verið vesen. svo er líka leiklestur. aaargh! eins og ég hef getað haldið mér uppi á því að mig langi í rauninni ekkert til að eiga mér félagslíf síðasta árið þykir mér ósanngjarnt í meira lagi að þurfa að missa af hlutum sem ég var búin að skipuleggja með fyrirvara. akkúrat núna. en svo verður mér sjálfsagt sama eftir helgina. eins og venjulega. *andvörp*

stundum skil ég líka ósköp vel
hvernig þessum líður . qxedk!

|

 
spennandi tímar. gaman að lesa leikrit, tvö námskeið á morgun; ungbarnasund hjá úlfhildi og leikhúsförðun II hjá mér. er að berjast við að klára sængur/skírnargjöfina hennar iðunnar aspar. það mjakast. skrifum vonandi undir sölusamninginn á íbúðinni okkar á morgun og getum borgað skuldir. sem er gott. þá get ég nefnilega borgað þessi námskeið sem við mægðurnar erum að fara á. og hætt að skulda kbbanka aleiguna. skulda öðrum hana í staðin en finnst það þægilegri tilfinning. sérstaklega eftir að ég sá nýja apple-eftirlíkinga útibúið í kringlunni, gott að þeir eyða peningunum mínum í eitthvað þarft.

eyði dágóðum tíma í að keyra um á nýja bílnum okkar. hann er æði. hefði einhver sagt mér fyrir ári síðan að ég ætti eftir að eiga raðhús og upphækkaðan jeppa að ári liðnu hefði ég dáið úr hlátri. allir sem þekkja mig líka. en einhvernvegin laumaðist ferköntunin aftan að mér. mér þykir það fínt :Þ

|



þriðjudagur, október 24, 2006

 
hugleikur leiklas framboð til vorverkefnis í kvöld, það sem ég heyrði leist mér vel á. langar strax til að leikstýra amk. öðru þeirra í samráði við góðan aðila. enn á samt eftir að lesa eitt verk og enn annað hefur borist stjórn svo nóg er eftir enn. ég er líka spennt fyrir öðru þeirra að því ólesnu. alls kyns skemmtilegir hlutir í boði og víst að verkefnaskortur mun ekki há hugleik neitt á næstunni.

viðjóður vikunnar er án efa þessi nauðgunarmál sem hafa komið upp í miðbænum síðustu daga. vonandi nást þessir menn sem fyrst. ég vona reyndar að aðstandendur stúlknanna sem urðu fyrir árásunum nái skíthælunum fyrst í dimmu húsasundi. síðan geta lögregla og dómskerfi tekið við að refsa þeim sem minnst eins og þeirra er siður.
við þurfum öll að vera vakandi og passa hvert upp á annað. enginn einn heim og svo framvegis. ef okkur grunar að einhver sem við þekkjum eigi hlut að svona máli, hversu óþægileg tilhugsun sem það kann að vera ekki þegja yfir því svo fólk komist upp með glæpinn. þögnin hjálpar engum og særir fleiri.

gleðifregnir vikunnar hljóta að vera íbúðakaup nákonunnar neðan norðurstígs. óska siggu og árna til hamingju með nýju íbúðina.

|



föstudagur, október 20, 2006

 
bleeergh!

ég fékk ælupest dauðans í gær. var hin hressasta fram undir hádegi en um tvöleytið forðaði ég mér heim og hóf þaulsetur við postulínið. þegar maður heldur hvorki niðri mat eða vökva er ekki til mikils þægindaauka að vera með barn á brjósti. það hreinsar nefnilega upp síðustu örðurnar af vökva. um miðnættið var ég svo dofin að ég gat ekki talað. ég hélt að ég myndi missa mjólkina en líkaminn sér til þess að barnið fái sitt og þetta hafðist allt saman. ég lá í sófanum, saug ísmola og dreypti á gatorade í dropatali sem bjargaði því sem bjargað varð. er hætt að gubba en líður eins og ég hafi orðið undir valtara. ætla samt að rífa okkur mægður upp og fara og skoða ungbarnasundsaðstöðuna á reykjalundi hvar við hefjum nám í næstu viku. svo er verið að stofna félag um sjúkdóminn minn, fundur á lansanum í dag kl. 5 ef einhver hefur áhuga á að kynna sér málin

|



þriðjudagur, október 17, 2006

 
ekkisens vandræði á blogger, hann vill lítið þýðast mig þessa dagana. mest lítið að frétta, ég er svo upptekin af því að fantasera um það hvernig nýja húsið á að líta út að ég gleymi alveg að fyrst þarf að pakka og ganga frá hér.

engilbarnið vex og dafnar, ég er á skemmtilegu leikaranámskeiði og er að fara að lesa/velja mér þátt til að leikstýra í jólaprógramminu. í dag mætti ég manni með hatt sem tók ofan og heilsaði mér með nafni. það þótti mér ákaflega virðulegt og vildi óska að hattar kæmust aftur í tísku meðal karlmanna ásamt þeirri ágætu venju að taka ofan.

|



laugardagur, október 14, 2006

 
ég er búin að vera hálf dösuð eftir fasteignabraskið. nú er hins vegar allt að komast í samt lag aftur.

súpergrúppan sláttuvélin hélt kynningargigg fyrir forkólfa bæjar- og menningarhátíða á landinu í gær, það var allt hið áhugaverðasta og verður okkur vonandi uppspretta atvinnutækifæra vítt og breitt um landið næsta sumar. það ætti auðvtiað að vera öllu áhugafólki um bætta hrynvitund kappsmál að sjá til þess að við verðum sem víðast.

strákarnir í stundinni verða í smáralindinni í dag með ívari og ísgerði ef fólk vill mæta með börnin. þau eru á dagskrá hálffjögur.

í dag erum við að hugsa um að fá okkur annan bíl sem eyðir ekki eins og andskotinn en er samt með plássi fyrir barn og trommusett. þeir eru vandfundir en okkur hefur líklega tekist að grafa upp eintak.

hér ríkir almenn tilhlökkun með komandi flutninga og ég er byrjuð að raða niður í kassa. húrra!

|



miðvikudagur, október 11, 2006

 
það er ekki lengi gert sem lítið er, við erum búin að selja vesturgötuna. það þýðir að við hjónin eyddum samtals þremur dögum í fasteignaviðskipti og má það teljast harla gott. ég get sumsé andað léttar og farið að dunda mér við að pakka niður og henda dóti sem ég nenni ekki að flytja með.
þá er bara eitt áhyggjuefni eftir, hvað verður um unglinginn á heimilinu. einhver er með lausn á því máli, endilega láta vita.

annars er mest lítið að frétta.

|



mánudagur, október 09, 2006

 
ííííík!!!

við hjónin röltum okkur inn á fasteignasölu áðan og keyptum okkur hús. eigum eftir að fá lánið frá íbúðalánasjóði til að ganga frá endanlegum kaupum en það kemur víst fyrir helgi. og þá eigum við íbúð og hús. sem er hroðalega ógnvekjandi tilfinning. við ætlum auðvitað að selja íbúðina okkar, svo ef þið þekkið einhvern sem á um þrjátíu milljónir á lausu endilega látið viðkomandi vita. sem fyrst. því þangað til við getum selt vesturgötuna verður viðvarandi geðbólguástand á heimilinu.....*svitn*.


|

 
þvílík ládeyða. eru allir andlausir þessa dagana? ég fann tvær nýjar færslur í blogghringnum við hina daglegu yfirferð. þetta finnst mér arfaslæmt þar sem mig vantar eitthvað til að dreifa huganum meðan við bíðum eftir svari frá fólkinu sem á húsið sem okkur langar í.
það á heima í mosfellsbænum, nánar tiltekið í reykjahverfinu. ef allt gengur eftir eigum við heima þar í janúar. ef ekki, þá verðum við miðborgarrottur aðeins lengur og gerum trix til að breyta íbúðinni aðeins.
ég vona samt að það verði ekki niðurstaðan. mig langar í sveitina.

|



föstudagur, október 06, 2006

 
þegar rannveig sá fréttina um fegursta barn á íslandi langaði hana til að æla. mín viðbrögð voru hins vegar þessi: æla? ég er enn að hlæja. og bíð eftir því að einhver taki sig til og skrifi lærða grein um forheimskun mannskepnunnar og þá lágkúru sem þrífst inni á spjallvefjum þessarar síðu. ég hef líka mikið velt því fyrir mér hvað þetta fólk gerði áður en það gat opinberað fávisku sína fyrir heiminum á síðum barnalands..? hvar var þessi hópur illra upplýstra slúðurlekandi örvita áður en hann gat ælt úr sér vitleysunni á netinu? ég minnist þess nefnilega ekki að hafa hitt hóp af svona fólki fyrir neinsstaðar. vissi kannski af einum og einum, en ekki stórum hópum. hvað þá að samfélagið hefði viðurkennt einhverja ályktun sem frá slíkum einstaklingi kæmi, eins og til dæmis að velja fallegasta ungabarnið. svona í framhaldi af því; þykir fólki það virkilega eitthvað asnalegra en að velja fallegustu konuna eða fallegasta karlinn? slefaði ekki þjóðin yfir júbí og montar sig ennþá af fegðurðarsamkeppnum frá 9. áratug síðustu aldar? þetta kemur mér bara ekkert á óvart. það verður ekki langt þangað til við höldum keppnina um litlu ungfrú ísland í smáralind.

svona í framhjáhlaupi, ætlar virkilega enginn að tjá sig um þetta mánaðarlega? er athugasemdakerfið mitt bilað ? eða þarf ég að fara að leita að öndinni?

|



fimmtudagur, október 05, 2006

 
allir kátir með þetta mánaðarlega sýnist mér, amk. hefur enginn séð ástæðu til að tjá sig um annað. sem er nú eiginlega glatað, þá finnst manni eins og enginn þori að segja að eitthvað hafi ekki verið nógu gott.
seinni sýning í kvöld, húsið opnar upp úr átta.

dásamlega leikkonan mín hún annabegga er að laumublogga, svo ég ætla að fleygja henni út úr skápnum hér með.

ég er að hugsa um að leggjast með siggu láru í fasteignaskoðunarrúnk á vefnum. nema við ætlum að flytja í mosfellsbæ, burt úr menguninni og hávaðanum sem verður viðvarandi í mið/vesturborginni næstu árin og búa í sveit.
það hlýtur að teljast til tómra dásemda.

|



þriðjudagur, október 03, 2006

 
fyrsta mánaðarlega í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Þar verða fluttir 7 nýjir einþáttungur eftir Hugleikara. áhugafólk um íslenska leiklist veit auðvitað að slíkt er vitna vert og flykkist í kjallarann. ég er að leikstýra öðrum júlíuþætti og leika í þætti eftir sigguláru.það er óhætt að segja að þættirnir eru hver öðrum ólíkari. sumir áhugaverðari en aðrir eins og gengur, en þetta verður skemmtilegt kvöld. engilbarnið verður með í för sem endranær og ég vona að hún haldi uppteknum hætti og fylgist með leikurunum í ró og spekt eins og hingað til. sjö, níu, þrettán !

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com