fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


laugardagur, desember 31, 2005

 
ég nenni ekki að skrifa áramótablogg í dag.

spáin fyrir 2006 hljóðar svo:

ég spái því að við sigga lára eignumst börn á árinu. íslenska ríkisstjórnin mun halda áfram að taka heimskulegar ákvarðanir. r-listanum verður sparkað úr ráðhúsinu og ég mund dansa vikivaka á gröf skipulagsnefndar. þó að það kosti það að ég þurfi að kjósa sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn, ég er búin að fá nóg af þessum fíflum.
herra runni og ríkisstjórn hans reyna að klóra í bakkann með gerð klúður og koma sér upp nýjum vandræðum. öllum að óvörum halda hryðjuverkamenn áfram að myrða saklaust fólk víðs vegar um heiminn. íslensk fyrirtæki munu halda áfram að leggja undir sig heiminn á kostnað íslenskra skattborgara, allt greitt með bankavöxtum og háu verði neysluvara. forsetinn fer í fleiri skíðaferðir. jón geir fær ekki íslensku tónlistarverðlaunin. ekki ég heldur. upp kemst um spillingarmál í þjóðfélaginu. starfsfólk dv fær heiftarlega iðrakveisu þegar eitthvert fórnarlamb þeirra laumar laxerolíu í kaffið á skrifstofunum. ampop munu njóta vinsælda á erlendum vettvangi. ég kemst loksins aftur til færeyja í heimsókn, verði það með leikfélögum eða tónlistartengt. þing kemur saman að nýju. ég drekk rauðvín í júní. mikið verður það nú gaman.

það gerist auðvitað sitthvað fleira en ég vil nú ekki spilla spennunni fyrir neinum.

|



þriðjudagur, desember 27, 2005

 
það er dásamlegt að vera í fríi. yfirlýst stefna næstu daga að gera ekki neitt af viti annað en heimsækja fólk sem ég hef ekki hitt allt of lengi, spila, éta smákökur og fylgjast með appelsínuhúðunum vaxa eins og nákonan neðan norðurstígs orðar það.

martini er í örum vexti þessa dagana, búningurinn hans tommalitla verður væntanlega orðinn þrengri á næstu sýningu. ég kenni honum auðvitað alfarið um alla stækkun á mér. afneita algerlega öllu samhengi milli þess að éta of mikinn sykur og þess að fitna. það bara getur ekki verið...satt.

ætti kannski að íhuga fyrirhugað uppeldi hans betur. ekki viljum við að hann endi svona. mér finnst reyndar eitthvað afskaplega krúttlegt við það að vera svona reitt ungmenni, ég var einusinni svoleiðis líka. svo varð maður bara feitur og latur, hætti að nenna að ergja sig á því að stærstur hluti fólks væri fífl og heimurinn distópískur í eðli sínu.
og finnur hjá sér sterka löngun til að klappa drengnum á kollinn og segja honum að þetta verði allt í lagi, svona á endanum.

|



föstudagur, desember 23, 2005

 
kæru vinir.

við jón geir óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum ykkur samfylgdina á árinu. sérstaklega viljum við þakka ykkur fyrir að standa við bakið á okkur gegnum erfitt veikindatímabil og sýna okkur fram á hvers konar gersemar við eigum að vinum. einhversstaðar segir að til að meta manneskjuna skuli skoða þá vini sem að henni standa. við höfum svo sannarlega engu að kvíða með slíkt gullasafn sem þið eruð.

megi nýtt ár verða ykkur gæfuríkt, óskum ykkur öllum hamingju, heilsu, árs og friðar við hlökkum til að fá að eyða með ykkur fleiri ánægjustundum.

nanna og jón geir.

|



fimmtudagur, desember 22, 2005

 
minni á jólatónleikana á rósenberg í kvöld. þeir sem vilja fá sæti eru hvattir til að mæta í fyrra fallinu, stefnt er að upphafi um tíuleytið svo gestir ættu að mæta fyrir þann tíma.

á morgun hef ég tíma til að keyra út jólaplötuna, í fyrsta sinn svo árum skipti er ég ekki að vinna alla þorláksmessu í einhverri verslunargeðveiki. húrra fyrir því! svo koma víst jólin, er mér sagt. á alveg eftir að finna það gerast.

|



þriðjudagur, desember 20, 2005

 
fann þetta á bibbabloggi og rifjuðust upp óteljandi spilalagnir og útreikningar gelgjuáranna. allir með...


fór með martini í skoðun í dag, fengum skoðunarmiða fram til 2006. sem er nú bara ágætt, svona á þessum síðustu og verstu tímum. hann er hinn sprækasti eins og heyra mátti, faðirinn byrjaði að smíða hrynverk byggt á hjartslættinum. hver veit nema það megi nýta í verkefni komandi árs sem verða enn fjölbreyttari en þess sem er að líða. vonum bara að kríli verði heilbrigt og til friðs svo það sé hægt að drösla því á alla staðina sem við þurfum að vera á.


QuizGalaxy.com!



Take this quiz at QuizGalaxy.com


kýs að túlka þetta á sama hátt og pratchett góðvinur minn gerði í small gods. sit föst í þessu hlutverki þar sem heimsbyggðin hætti að trúa á mig:þ

|



mánudagur, desember 19, 2005

 
jólasveinninn er víst til. varríus færir þau rök sem þarf fyrir því. óþarfi af dv að vera að sletta sér fram í blekkingarleikinn, börn eru jú læs. svona einhver af þeim allavega. það er öllum börnum hollt að komast að því sjálf að foreldrar þeirra eru lygamerðir hinir verstu og þeim að þykjast trúa á jólasveininn fram eftir aldri til að græða smádrasl í skóinn. heilbrigt og gott allt saman. ég geri þetta stundum sjálf. hef reyndar alveg gleymt að setja skó í gluggann þetta árið.

sammenkomst verður haldið hjá svavari á eftir þar sem jólaplatan verður sungin inn. það verður gaman.

|



laugardagur, desember 17, 2005

 
ég eyddi meirihluta gærdags og nóttinni á meðgöngudeildinni. sem betur fer tókst mér að hysja upp um mig samangróið móðurlífið og láta senda mig heim í dag. sýning í kvöld og það kemur ekki til greina að ég láti einhvern annann fara í tomma litla. ekkaðræðaða. þó að mér finnist óneitanlega svalt að vera með understudy. auglýsi hér með eftir almennilegri íslenskun á hugtakinu, finnst varaskeifa engan vegin ná merkingunni og undirlærlingur einhvernvegin ekki að gera sig. undirleikari..? frátekið. forfellingur..? er það ekki bara hið besta mál. eða væri forfellungur kannski betur við hæfi? hvað segja málfarsráðunaut um það? -ingur endingin er voða krúttleg. það mætti jafnvel bæta við þriðja l-inu og gera þetta að -lingi. forfelllingur. ekki of mörg orð í tungumáli voru sem státa af þríellum. það er þó kannski allt önnur ella. ég held að ég hafi fengið of mikið af lyfjum á þessu sjúkrahúsi. seiseijá.

|



miðvikudagur, desember 14, 2005

 
það er hvergi friður. maður er kitlaður, löðrungaður og áminntur um hina ýmsu netleiki sem ganga hringi milli fólks. ég áskil mér allan rétt til að taka þátt í þeim sem ég nenni, og hundsa hina. ég er einkar lítið gefin fyrir það að láta löðrunga mig, hvað þá að slíkt athæfi leiði til jákvæðra viðbragða af minni hálfu. sendi ástþóri kjaftshögg til baka...þ

ásgeir: ég legg ekki í nafnakommentaleikinn þinn, einfaldlega vegna þess að minni mitt er svo gloppótt að ég á það á hættu að móðga fullt af fólki. hann er reyndar einn af þeim skemmtilegustu sem ég hef séð, og ég svindlaði með því að heimta svar án þess að setja hann upp sjálf. en ég tel að það sé betra heima setið í þetta skiptið.

jg er í viðtölum hist og her, nú síðast var tekið skemmtilegt viðtal sem árni þórarins tók og verður í tímariti morgunblaðsins um helgina. eitthvað var hann að undrast hvernig drengurinn færi að því að vera í 2.hljómsveitum að gefa út og taka upp plötur, smíða trommur, leika á sviði og vera verslunarstjóri. því er auðsvarað. hann er auðvitað eins og hún kapitóla einkar vel giftur...

|



þriðjudagur, desember 13, 2005

 
2.hluta pistill..
blogger hefur verið haldinn illum öndum síðan um helgi. fer að íhuga af alvöru að skipta um athvarf. við fengum nýja ungfrú heim um helgina. við eigum nýjan kandídat í sterkasta mann heims. jón páll er uppáhalds íþróttamaður fólksins. hvað verður það næst? 16. sætið í júróvisjón? er það bara ég sem fæ þessa deja vu tilfinningu? og alveg hreint öldungis fínt að maður geti farið að berja niður staðalmyndapakkann aftur á ferðum erlendis. jess, ví are the móst bjútifúl and strongest in the world jess,jess. of kors. end´ví are oll artists.

sem minnir mig á...bibbi ritaði niður hughrif sín af artíförtum. ég er honum hjartanlega sammála og birti því aftur bókarbrotið atarna:

|

 
í tilefni listahátíðar verður hér birt brot úr óútkominni bók tove janson;
múmínsnáðinn og artífartinn:

"hana nú?" sagði múmínpabbi hissa. hvers vegna hefur hann komið sér fyrir á þvottasnúrunni þinni múmínmamma? "hann segist vera að varpa nýju ljósi á veruleika okkar hér í dalnum" dæsti múmínmamma. "og nú verð ég að nota veröndina undir þvottinn." í sömu andrá kom múmínsnáðinn hlaupandi og sagði ákafur: "hlustiði bara! hann hefur tekið saumavélina hennar múmínmömmu , pípuhatt múmínpabba ásamt greiðu snorkstelpunnar og límt á snúrurnar!" "jæja" andvarpaði múmínmamma. "hlusta á hvað?"
þau litu forvitnislega í átt að þvottasnúrunum þar sem artífartinn sat ábúðarfullur á svip ofan á snúrunum með eigur múmínfjölskyldunnar límdar í kring um sig.

"druuuun,drrruuunnn, drun..blíng" tónaði artífartinn. "veruleikinn er óraunverulegur, drun,drun. ekkert hefur lengur merkingu, allt má sjá í nýju ljósi, druun,druuuun...eigur ykkar verða aldrei samar aftur, þær hafa verið helgaðar listinni og þið þar með orðin þáttakendur í gjörningi verksins, druun,drun.."


"einmitt það" sagði snúður hugsandi, dró fram flautuna sína og hóf að spila smádýrin kátu. "ssss!" urraði artífartinn. "ekkert gamaldags tónleikahald hér. hvar eru umbúðirnar? hver er tilgangurinn með þessu eiginlega? tónlist er öll löngu samin og spiluð. hlustaðu á pípuhattinn slást við saumavélina, horfðu á mig á snúrunum. hér er listin sjáðu." hrópaði hann móðgaður til snúðs


"nei nú er ég búin að fá nóg!" æpti mía litla og togaði lopahúfu artífartans langt niður fyrir augu.


ég hata strumpa. og skammast mín ekki vitund.

|



fimmtudagur, desember 08, 2005

 
orð dagsins á bibbi í athugasemd á siggubloggi; legsúrnun. í huga manneskju sem hefur tekið á móti dauðu lambi fylgir þessu orði lykt, og hún ekki geðsleg. takk bibbi minn, nú getur mig dreymt eitthvað fallegt næst þegar ég fæ einhvern ástandstremma. annars er nákonan neðan við norðurstíginn eitthvað að hóta útköstum um jólin en ég vona að heiðlaugur svan haldi sig á mottunni fram yfir áramót. aðallega vegna þess að ég held að það sé ömurlegt að eiga ammli á jólunum. allt of auðvelt að sameina gjafirnar manns :þ

fyrsta jólaæfing hrauns fór fram með ágætum, textar og útsetningar að mestu komin á hreint. sé fram á að framlag yfirnornar ástu þetta árið verði mitt uppáhalds.

|



miðvikudagur, desember 07, 2005

 
í ólíkindalandi er allt með ólíkindum. þarna er kötturinn guttormur! hvernig komst hann hingað? það er alveg með ólíkindum.

ampop fengu 3 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og er það vel. það er þó óneitanlega nokkuð skondið að fá tilnefningu sem bjartasta vonin fyrir þriðju plötuna sína. sérstaklega þar sem plata nr.tvö var tilnefnd í sama flokki fyrir nokkrum árum síðan. gullfiskar? jafnvel.

yfirlýst sakn eftir raritet, elfu og svandísi. tvær í seilingarfjarlægð en svandís mín held ég bara hafi grafið sig í fönn þarna í frakklandsrassi. vona að hún komi vel undan vetri.

blóðþrýstingur er enn í lágmarki og almennt orkustig fylgir sömu kúrfu. samkvæmt nýjustu upplýsingum er það fullkomlega eðlilegt að vera síþreyttur fram á 22. viku meðgöngu. síðast var mér sagt að þetta lagaðist allt upp úr þeirri fjórtándu. ég þykist því viss um að á 22. viku verði mér sagt að sumar konur séu bara svona alla meðgönguna og það sé ekkert óeðlilegt við það. ég er að verða svona nett pirruð á þessu ástandi satt best að segja. en bara svona nett. vegna þess að ef ég verð hoppandi brjáluð yfir þessu líður yfir mig. *gnístr*

|



mánudagur, desember 05, 2005

 
ég sagði "við". alveg óvart. líður eins og hálfvita fyrir vikið. lenti í að þurfa að vinna fullan vinnudag í dag. það er ekki sniðugt. akkúrat núna liður mér eins og gigtveiku gamalmenni sem auk þess þjáist af síþreytu. fuss. aumingjagangur af verstu sort.

ég sá vitnað í bloggið mitt í helgarblaði dv. það fannst mér verulega óþægileg upplifun. veit ekki almennilega hvers vegna.

hraunliðar ásamt stoðgrind hraunhersins leggjast yfir jólaplötusmíð í kvöld. allt stefnir í efnismikla og þrælskemmtilega plötu. sjáum til hvort tekst að klára hana fyrir þorláksmessu þetta árið:þ

|



sunnudagur, desember 04, 2005

 
við martini lögðum á okkur skemmtanasetu á rósenberg fram eftir nóttu og sitjum uppi syfjuð í dag. var þar í góðum félagsskap leikfélaganna, raritetar, kjartans, og tengdo úr þorlákshöfn ásamt mínum eigin foreldrum. mikið var nú gaman, og strákarnir mínir flinkastir.

það var sérdeilis ánægjulegt að sjá nokkra nýgræðinga á hraungiggum úr röðum hugleiks skemmta sér konunglega. ég var alveg búin að gleyma því hvað það er gaman að sjá fólk uppgötva bandið í fyrsta skipti og standa á öndinni yfir hæfileikum og almennu skemmtanagildi drengjanna.

setti inn hlekk á snillinginn hann bibba hér til venstre. á eftir að bæta fleirum við. ef einhverjum finnst skortur á sér í listanum sá hinn sami gjarnan rita athugasemd í þar til gert kerfi.

í dag fáum við hugleikarar að vera með í að kveikja á jólatrénu á austurvelli. sem hlýtur að þýða að við séum fræg og merkileg....:þ

*viðbót: ekki jafn fræg og merkileg og ég verð þegar ég hef náð tökum á þessari græju. alltaf grunað að þetta með að æfa sig á alvöru tæki væri tímasóun. pant halda fyrstu tónleikana!*

|



föstudagur, desember 02, 2005

 
fyrsti des kom og fór, ég fékk mér ekkert rauðvín. var það fyrsta messufall síðan tjah, nítíuogeitthvaðsnemma.

tvær sýningar um helgina, foreldrarnir í heimsókn og ég hef engan tíma til að sinna þeim þar sem ég þarf að vinna á morgun. sveiattan bara. þegar ég verð orðin forseti fæ ég jólafrí á við alþingismenn. reyndar fá allir vinir mínir og fjölskylda þessháttar frí og leiðinlega fólkið sér um vinnur almennt á þessum tíma. það finnst mér bæði réttlátt og gott. snjóa skal eftir pöntun á þorláksmessu en hin eiginlega tignarlega jólasnjókoma með stórum, hægflögrandi snjókornum hefst um kl. 4 á aðfangadag og stendur fram á jólanótt. þá skal vera fullt tungl á lofti til að lýsa upp snæviþakta jörð og allt skal vera kyrrlátt og hljótt. á annan í jólum má síðan koma stórhríð, öskrandi bylur og læti svo neyðist fólk til að dvelja inni hjá sér og halda áfram að hafa það notalegt yfir kertaljósi, spilum og jólabókunum. vel að merkja er heilög skylda hvers manns, að lesa að minnsta kosti eina bók yfir hátíðarnar. ég skal láta vera hvernig bók, bara ef hún er lesin.

dagdreymt hefir fangor jólaráðunautur

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com