fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


föstudagur, september 29, 2006

 
mikið var nú notalegt að hafa myrkurið í gærkveldi. alveg ótrúlegt hvað þessi fáu ljós sem eftir urðu skáru í augun. mikið hefði nú samt verið gaman ef öll fyrirtækin í miðbænum hefðu lufsast til að slökkva hjá sér þennan hálftíma . og plebbarnir hefðu sleppt því að koma allir keyrandi niður í bæ rétt fyrir tíu. á bílunum með ljósunum á krakkar...geplúnk.. hefði nú ekki verið nær að flykkjast í grafarholtið eða út í gróttu til að sjá stjörnurnar og finna myrkrið en að fylla miðbæinn af bílljósum?

svo er ég reið í dag. ég hjálpaði vinkonu minni fyrir tveimur árum með því að skrifa fyrir hana verkefni sem hún notaði í skólanum sínum og fékk mjög gott fyrir. það var alveg á tæru að ég skrifaði það fyrir hana þá, og ekkert vandamál. svo kemst ég að því að hún er búin að nota það síðan og ætlar að nota það meira og sæki um alls konar styrki fyrir það, og allt í einu er ég ekki skrifuð fyrir því lengur. ég spurði hana af hverju það væri og þá hélt hún að það skipti engu fyrst þetta var skólaverkefni. ókei, látum það liggja á milli hluta. svo spurði hún mig hvort að það skipti mig miklu máli að vera skrifuð fyrir þessu núna? já andskotinn! ég skrifaði þetta fyrir hana og það er lágmark að á mann sé minnst. og sérstaklega þegar annað fólk ætlar að vinna við það sem maður gerir fyrir það. aaaaargh!

|



miðvikudagur, september 27, 2006

 
dram! ég er að missa hárið, vini vorum varríusi til mikillar gleði. það ku víst eðlilegur fylgifiskur meðgöngu og brjóstagjafar en mér finnst það svindl. hef nú svosem ekki hikað við það hingað til að klippa það allt af en ég er bara ennþá of sílspikuð til að það fari mér vel að vera með ekkert hár. og það fer í taugarnar á mér. svo ég er að hugsa um að vera í ofurkvenlegu dramakasti yfir útliti mínu fram undir hádegi, þar sem mér hefur verið svo sléttsama um það síðasta árið árið eða svo að undarlegt má teljast ef kvenlegurnar eru ekki farnar að ryðga.

eftirhádegið fer í síðan í afspikunargöngu.

|



þriðjudagur, september 26, 2006

 
glampandi sólskin og hlýtt annan daginn í röð. eins og það er nú dásamlegt man ég allt í einu eftir þessari 14% minnkun á norðurskautsísnum. og þá er ekki lengur gott að hafa sumarveður í september.

gleðilegt verður hins vegar að teljast að við jg eigum bara 3 orð eftir af sunnudagskrossgátunni. hún skal klárast í þetta skiptið. og talandi um það, þið sem vinnið hjá morgunblaðinu á ekkert að gefa út bók með þessum krossgátum öllum ? eða er kannski hægt að nálgast þær á netinu? mig langar í maura eins og maðurinn sagði.

og nú ætla ég út að labba með engilbarnið. læt mér í réttu rúmi liggja þó hér þurfi að ryksuga, skúra og taka til. nægur tími til slíkra verka síðar.

|



mánudagur, september 25, 2006

 
allt kolbrjálað að gera, ég er að leika í og leikstýra fyrir þetta mánaðarlega sem verður sýnt í kjallaranum næsta þriðjudag 3.okt og fimmtudag 5.okt. þangað mætir auðvitað allt smekkfólk. svo eru systur enduruppteknar, aðeins fjórar sýningar í viðbót svo þeir sem misstu af þeim í vor ættu að drífa sig. þetta er dúndurgóð sýning.
. sýningarplan og miðapantanir hér

það er alveg merkilegt hvað hægt er að gera með ungabarn í farteskinu. úlfhildur stefanía skemmtir sér konunglega á leikæfingum í borðstofunni okkar, vill svo skemmtilega til að hún er af svipaðri stærð og sviðið í kjallaranum. sérdeilis heppilegt það.



|



föstudagur, september 22, 2006

 
þetta er virkilega góð bók..
hún er svo góð að mig langar bæði til að þýða hana og gera upp úr henni leikgerð. mér þykir reyndar líklegt að hún sé í þýðingu þar sem hún fékk appelsínugulu verðlaunin í fyrra, en það er örugglega enginn að gera leikgerð á íslensku.

hún er svo hrikalega góð að ég get ekki beðið eftir að einhver sem ég þekki lesi hana svo við getum sest niður og rætt hana. það er laaangt síðan mig hefur langað til að setjast niður og tala um bók við einhvern svo drífið ykkur gott fólk....og varðandi leikgerð býður hún upp á áhugaverðar lausnir þar sem hún er skrifuð í bréfaformi og er upprifjun á atburðum. mig bráðvantar einhvern til að ræða það við líka. best væri náttúrulega ef fleiri en einn gæfu sér tíma.
ha, krakkar..?

|



miðvikudagur, september 20, 2006

 
ástkær sonur okkar gandalfur skuggi er látinn. hann hleypur nú frískur um hinar eilífu veiðilendur ásamt þeim persival, mystru, hcövu og hrímu. hans verður sárt saknað.

að honum gengnum hefst nýr kafli í lífi mínu, í fyrsta skipti í 15 ár á ég ekki kött.

það er undarleg tilfinning.

|



föstudagur, september 15, 2006

 
sjitt. ekki get ég sagt að þetta sé upplífgandi.
You've Experienced 92% of Life

You have an amazing amount of life experience. In fact, you've seen and done more than most people.
So congratulate yourself on what you've done so far. The future is only going to be more of the same!


mér finnst ég hafa æði mikinn tíma til að eyða í þessi 8%....

|



fimmtudagur, september 14, 2006

 
gatan mín er orðin einstefna upp að ægisgötu. núna má ekki keyra neðan úr bæ lengur. þessu ber að fagna því nú má leggja hinum megin við götuna. húrra! það bætir við ca 8 stæðum í stað þeirra 28 sem hafa verið tekin undir verktakastarfsemina í götunni. við bíðum spennt eftir frekari aðgerðum til að bæta lífsgæði okkar heiðraðra miðborgarbúa.

ég steingleymdi leikæfingunni sem ég var búin að boða til í dag. vesalings leikarinn minn lendir í aftanákeyrslu á leiðinni en mætir samt og þá er leikstjórinn bara ekki heima. fallega gert eða hitt þó heldur, hroðalegt alveg hreint og ekki til eftirbreytni. ég skammaðist mín alveg fullt.

enn hafa allar mínar áætlanir um að labba heim með úlfhildi stefaníu úr kringlunni fallið um sjálfar sig, himnarnir opnast hreinlega ef ég svo mikið sem hugsa um langan göngutúr. ég hugga mig við að það rigni ekki að eilífu.

bráðum fer að snjóa.

|

 
í dag 14.sept kl. 00:11 fæddist þeim rannveigu og kjartani dóttir, iðunn ösp.

vesturgötupakkið sendir ykkur innilegar hamingjuóskir elskurnar. vonum að mægðunum heilsist vel, hlakka til að sjá ykkur.

|



miðvikudagur, september 13, 2006

 
það liggur einhver haustlægð yfir landi og bloggum. þá er um að gera að eiga sér notalegar kvöldstundir við kertaljós og kósíheit.
hús vort fylltist góðum gestum, þær systur heiða og jódís litu við og glöddu okkur með nærveru sinni góða kvöldstund, ættingjar jóns geirs litu við, ég hélt leikæfingu í stofunni og magga frænka er nýbúin kíkja til okkar, allt saman hið besta mál.
ég heiðraði ömmur mínar með matargerð í gær og eldaði soðnar kjötbollur með hvítkáli, kartöflum og grænum baunum, kakósúpa með tvíbökum í forrétt. ég hefði eiginlega þurft að baka brúntertu til að gera þetta fullkomið en ætla að geyma það þangað til ég nenni að halda upp á þrítugsafmælið mitt. sem verður sennilega eftir áramót ef svo heldur sem horfir, ég nenni hvorteðer ekkert að verða þrítug nema ég geti drukkið þessar fínu rauðvínsflöskur sem hafa verið í geymslu hjá okkur undanfarið ár, hlustað á uppáhalds tónlistarmennina mína og verið barnlaus án þess að hafa áhyggjur. enn sem komið er get ég ekki sett engilbarnið í pössun á kvöldin svo ég er bundin við heimilð í einhvern tíma í viðbót. sem ég er nú bara merkilega alveg sátt við. ég er reyndar að fara á einleikjanámskeið í október hjá benna erlings og þá þarf nú úlfhildur eiginlega að vera orðin pössunarhæf milli sjö og tíu á kvöldin. en annars útstáelsis sakna ég ekki baun.

|



laugardagur, september 09, 2006

 
þetta er nú frekar glatað. ég bý í miðborginni, hef ekki heyrt á þetta minnst og ekki fékk ég boðsmiða. fyrir utan nú það að þessi hverfi eiga enga samleið og við eigum þennan fína Austurvöll fyrir okkar hverfahátíð takk. klambratún er bara ekkert í leiðinni.

sagði miðborgarrottan með snúð á öllum vörum..:þ

|



föstudagur, september 08, 2006

 
við úlfhildur fórum með gyðu og siggu láru í heimsókn í mosfellsbæinn í dag og það er orðið ennþá meira spennandi að komast í sundtíma með krílið.

það rignir eldi og brennisteini og ekki vænlegt til gönguferða. fjölskyldan á opið boð í bústað til yfirnornar og mig dauðlangar að sitja einvhersstaðar uppi í sveit og spila. gangi það ekki eftir eyði ég helginni þá bara í að endurskipuleggja skúffur í eldhúsinu og baðherberginu. og vera miðaldra :þ

|



fimmtudagur, september 07, 2006

 
nú erum við engilbarnið komnar á biðlista hjá 2. ungbarnasundkennurum og er það vel. vonandi komust við að í október. ég fékk leikara í annan júlíuþátt og get byrjað æfingar um helgina. það er öldungis prýðilegt. ég ætti kannski að fara að skima eftir júlíuþætti hinum þriðja svo ég geti kallað þetta trílógíu..?


|



miðvikudagur, september 06, 2006

 
wulffmorgenthaler er fyndinn í dag.

við sigga lára örkuðum um allann vesturbæinn í dag með barnavagna og skoðuðum hús. það var gaman.

|



þriðjudagur, september 05, 2006

 
já, margt er það sem á dagana drífur. áðan fórum við úlfhildur í strætóferð upp í kringl. á leiðinni flykktust að okkur ógæfumenn og geðsjúklingar sem ólmir vildu spjalla um daginn og veginn. eins og ég er nú lúnkin við að bíta af mér aumingja fallast konu hálfpartinn hendur þegar hún situr með engilbarn fanginu. virtust enda einstaklingar þessir líta svo á að litlar ljóshærðar konur með smábörn væru ólíklegar til að hreyta í þá ónotum og þætti jafnvel gaman að spjalla. sem betur fer slapp ég út þegar ógæfumaðurinn var byrjaður að lýsa fyrir mér dætrum sínum þremur og barnabörnum sem hann fengi nú sjaldan að sjá og það væri nú mikið sem maður hefði misst um æfina.... geðsjúklingurinn lét sér hins vegar nægja að segja barnið mitt ósköp fallegt og tjá mér glaðlega að hann byggi í asparfellinu. gott fyrir hann.
hef á bak við eyrað næst að taka ekki vagninn sem er á leiðinni í fellahverfið svona um háaumingjatímann. sem er svo pólítískt órétt hugtak að ég ætla að taka það upp.

við yfirlestur námsskrár söngskóla hér í borg lagði ég til nýtt orðtak. það fer óendanlega mikið í taugarnar á mér þegar klassískt menntaðir söngvarar misþyrma dægurlögum með sínum ýktu áherslum og uý-hljóðum. það fer minna í taugarnar á mér þegar einhver rokkar upp aríur af einhverjum ástæðum. sennliega vegna þess að þar eru oft góðar melódíur á ferðinni sem þola alls kyns meðferðir að meinalausu en hvað um það, á dagskrá var ljóðasöngur alls konar, þetta hefðbundna dót s.s nasi gras, en líka þjóðskáldið megas.

maður óperar ekki megas! .

og hafiði það.

|



laugardagur, september 02, 2006

 
ég fann skemmtilega heimasíðu. mest hissa á að hafa ekki fundið hana fyrr. ótrúlega sniðugt dót um allt, mig langar í svona í stíl við græurnar mínar. svo getur engin dama verið án þessarar hér

ég þarf að eyða hluta af deginum í ikea. er að búa mig undir þá andlegu þolraun að heyra ikeabörnin segja að allt sem mig vantar" sé væntanlegt". ohmmmm.......

|

 
er ekki komin helgi. allir úti að djamma nema nanna. hún situr heima og tekur tilgangsleysispróf:

You Are An ENFP

The Inspirer

You love being around people, and you are deeply committed to your friends.
You are also unconventional, irreverant, and unimpressed by authority and rules.
Incredibly perceptive, you can usually sense if someone has hidden motives.
You use lots of colorful language and expressions. You're qutie the storyteller!

You would make an excellent entrepreneur, politician, or journalist.


þá er náttúrulega bara að taka það á orðinu og vera innblástruð á alla kanta...

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com