fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


laugardagur, apríl 30, 2005

 
orkustraumar dagsins fara til hennar elfu minnar sem streðar við að koma kjartani karli í heiminn. hann ætlar að láta bíða eftir sér, líklega vegna þess að hann vill gleðja mömmu sína og fæðast syngjandi nallann...nú eða kannski vill hann bara fá kennitöluna 05.05.2005.

ég er að fara að leika í mynd fyrir nönnu frænku og vesturportsliða milli 3-6 á morgun, sunnudag. þeir sem hafa ekkert betra að gera eru velkomnir með, bara hafa samband við minns. og muna að syngja nallann.

|



miðvikudagur, apríl 27, 2005

 
heimildarljósmyndari texasferðarinnnar er með hluta af myndunum hér, góðar stundir.

ég neita ennþá að viðurkenna að ég sé orðin svona feit. *grunt*

|



mánudagur, apríl 25, 2005

 
satt og rétt...:





Your Inner European is Spanish!









Energetic and lively.

You bring the party with you!



|

 
ég lafi, sagði skáldið.

kemst vonandi fljótlega á lappir. hrós vikunnar fær yfirnorn ásta fyrir að dansa í magadanssýningunni í gær. án mín. *snökt*. kisi fann kisu aftur, krílfríður heitir rachel heiða og elvis eignast krílmund á fimmtudag/föstudag. skál fyrir því.

mun elta guðmund hinn góða uppi á morgun. yfirgef ekki stofuna hans án hormóna og nákvæmra dagsetninga á fyrirhuguðum bataaðgerðum. *setur hníf milli tanna og illilegan svip á smettið*

|



mánudagur, apríl 18, 2005

 
í færslunni hér að neðan má glöggt sjá áhrif svæfingar-verkja- og deyfilyfja almennt á málvitund mína og stafsetningu. athyglivert það. er farin að hallast að því að áhrif þessi séu að verða viðvarandi. það kviknar aldrei aftur á heilanum mínum. blessuð sé minning hans og ókláraðra afreka á sviðum bókmennta og lista.

í fréttum er það helst að skottan okkar allra á ammli í dag, til hamingju með það. svandís mín og jónatan hafa eignast krílfríði wilkins, fædda 17. apríl. til lukku. blessist það allt og dafni. kisi minn er búinn að týna barninu sínu, hún kemur vonandi í leitirnar. ég naga mig í handarbökin yfir því að geta ekki verið með honum að rölta um hverfið til að endurheimta kisukrílið, vona að hún skili sér heim. maðurinn minn elskulegur týndi skannanum sem hann var að nota í vörutalningunni um helgina og er í geðbólgukasti í kringlunni að endurtelja og leita að kvikindinu. gaman það. ég er að skríða saman eftir aðgerðina, farin að geta gengið nokkuð skammlaust milli herbergja en til annara hluta lítt nytsamleg, horfi hér á ryk og skítahauga safnast upp í hverju skúmaskoti. gaman að því.

|



laugardagur, apríl 16, 2005

 
oj jæja, baráttan fór á þann veg að líkaminn barðist hatrammlega á móti. 2 daga sjúkrahúsvist, uppskurður og læti. vona ég að þetta verði í síðast sinn sem ég þarf að dvelja á deild 21a. næst ætla´ég að nýta mér 21b og svo fæðingardeildina. helginni verður eitt á stofugólfinu með sjónvarpið og tölvuna til aðstoðar.

ég dansa ekki næstu vikuna, en eftir það mun ég ótrauð halda áfram að sveifla nýfrelsuðu móurlífinu mér til heilsubótar.

gestir og gangandi velkomnir mér til skemmtunar.

|



föstudagur, apríl 08, 2005

 
ég hef sagt líkama mínum stríð á hendur. ég og yfirnorn skráðum okkur í magadanshúsið hjá jósý. fyrsti tíminn var í gærkveldi og við þokkagyðjurnar stóðum okkur með prýði. ég hef ákveðið að dansa úr mér meinin, með illu skal illt út reka sagði einhvert fornaldarséníið. ekki svo að skilja að magadans sé af hinu illa, heldur skal ég dansa frá mér allt vit og líða vítiskvalir þar til meinin láta undan. hríni ég á og mæli um að það gangi eftir.

einnig ætlum við stöllurnar að ástunda bollywood-danslistir. sé fram á að hér sé komið tækifæri fyrir jósa frænda og litla kút að gera fyrstu íslensku bollywood-myndina. nú eða tónlistarmyndband. best að ég ræði við hljómsveitirnar mínar. held að bollywood-atriði gæti gert snilldarhlut í ákveðnu myndbandi sem er enn á hugarfósturs-stiginu.

hvað sem því líður mun mín innri gyðja blómstra á næstu vikum, ég mun dansa inn í komandi sumar með þokkafullum mjaðmasveiflum og dulúðlegu brosi.

|



þriðjudagur, apríl 05, 2005

 
ég er löt. nenni ekki að blogga eða gera nokkurn skapaðan hlut annan. móðurlífsmeinið er að angra mig og er alveg að fara með skapið í mér.

í dag fór ég með kisa í viðgerð og fékk að sjá þegar nálum var stungið í bakið á honum inn að hryggjarliðum. sá líka vírana sem liggja úr gangráðinum hans dansa. komst að því að ég hef það sem maðurinn minn vildi kalla pervertískan áhuga á að fylgjast með læknum krukka í fólk. mér finnst gaman að horfa á aðgerðir og sjá innviði fólks á skjám. ég kippi mér ekki upp við blóð og vessa. mér finnst merkilegt hvað er hægt að gera og trixa til eð nútíma aðferðum. er ennþá svekkt yfir því að pabbi vildi ekki leyfa mér að koma með í hjartaþræðingu. reyndar hef ég líka tröllatrú á óhefðbundnum lækningum ss. nálastungum, nuddi og hómópatíu. svo ekki sé minnst á lækningarmátt einfaldrar snertingar. svona bæði betra viðhorf.

þetta hlýtur að teljast hugleiðing dagsins. ég ætti kannski að biðja um að fá að sitja á skurðstofum landspítalans, halda í hendina á fólki og fylgjast með á skjánum?

|



föstudagur, apríl 01, 2005

 
eftir magnaða ferð til heimaríkis hálvitans tók við ferðalag til ísafjarðar; icelandic rock capital, ef taka má mark á heimamönnum. hitti þar ýmsa kynlega kvisti, vini, ættingja og flesta sem halda að þeir séu eitthvað íslensku tónlistarlífi. mikið gaman og góð stemming, plokkfiskur í boði mugi. namminamm. eftir þá hátið liggur ljóst fyrir að dúndurrokkararnir í 9/11 eiga að fá að hita upp fyrir iron maiden í egilshöllinni í sumar. mínus-schmínus.

hápunktar texaxferðarinnar verða nánar útlistaðir á öðrum vettvangi, en helst má nefna: bresk/spænski umboðsmaðurinn var groundaður í chicago og lá við hjartaáfalli og flogaköstum við að koma honum niður til austin. aukaferð til san antonio til að sækja hann. spilum fyrir fullt hús af fólki við frábærar undirtektir. gestgjafinn handtekinn af lögreglunni fyrir óspektir, dúsir inni til 9 næsta morgun, hljómsveit og græjur í biðstöðu í 4-5 tíma vegna þessa og keyrt heim af fólki með of hátt áfengismagn í blóði. hitti josh homme, hann er stór. meðreiðarmeyjar og -sveinar þeirra queens of the stone age manna um 30 stykki, allir með tattú. sníkti boð í flottasta einkapartýið í austin, með þeim og bravery í flugskýli. komumst ekki sökum handtöku gestgjafa, sendi vínildrengina í staðin. zane lowe er yndi, stærri, búttaðri og vinalegri útgáfa af palla hilmars. heimsókn í the guitar center, þangað ætla ég aftur og með mér út fara nokkur hljóðfæri. gestrisni þeirra austinbúa er mikil, og þar skilur fólk hvað það þýðir að vera í þjónusustarfi. fæ hroll þegar ég kem heim aftur í freðýsuhátt íslensks afgreiðslufólks. það er fyndið að fara á fundi með plötufyrirtækjum. það er ennþá fyndnara að láta elta sig með kvikmyndatökuvél í risastórri ráðstefnuhöll og heyra " hverjir eru þetta? einhverjir frægir?" í hverju horni. breskar hljómsveitir eru svo mikið að reyna að vera "júník" að þær eru allar eins. við mættum 400 útgáfum af sama manninum. fyndið. það er gott að íslendingur, við erum minna eins

ég læt vita af nánari útlistunum.

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com