fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


sunnudagur, maí 29, 2005

 
ástandið er ennþá heldur bágborið. spenna fyrir morgundeginum í kroppnum. ég er búin að safna í mig orku frá mosarimaaðlinum, vona að það dugi til.

stefnt er að spilakvöldi á vesturgötunni í kvöld til að róa taugarnar og sýna litla kút nýju viðbæturnar við carcasonne.

ég spjallaði við móður mína í gærkveldi og sagði henni frá planinu um heimafæðingu ef allt gengi að óskum. henni var ekki skemmt. ég mun því eyða næstu mánuðum í að reyna að þurrka út kynslóðabilið í viðhorfum kvenna til barnsfæðinga.það er svosem ekki það að mörgum yngri konum dettur ekki í hug að þær geti átt börn á eðlilegan hátt án þess að læknar og hjúkrunarfólk stjórni þeim. en það er sem betur fer að breytast.

þetta verður eina óléttupælingin hér í bili, ég lofa. ég tilkynni hvort hlutirnir hafi gengið og ekki orð um það meir. svo auðvitað helli ég hormónapirringi og öðru satansjúku tilfinningarugli inn eftir þörfum, lesendum til skemmtunar.

ég er farin að hlakka til utanfarar. nýja jórvík og kanadaland.

|



föstudagur, maí 27, 2005

 
ér er með feituna, ljótuna og heimskuna. oj.


á mánudaginn kl.11 verður trixað. allir að krossa putta og senda mér barnvæna strauma.

|



þriðjudagur, maí 24, 2005

 
nú er sumarið víst komið og þá sést allt rykið sem felst svo vel í vetrarrökkrinu. það er tiltektartími á heimilinu og þá er upplagt að hreinsa til á blogginu líka. ég gerði nokkrar uppfærslur á tenglalistanum hér til venstre,( dönskusletta til heiðurs norrænnar samvinnu eftir júróvisjón ) inn eru komin þau kjartan, ylfa og heiða svilkona mín. út fóru aðilar sem ekki eru lengur með virkar síður.

fréttir eru þær helstar að hormónahryllingurinn heldur áfram, næsta tékk á miðvikudagsmorgunn. með því fylgir minnkaður hreyfanleiki og tækifæri til útivistar þar sem líkaminn mótmælir hástöfum þessum aðgerðum öllum saman. næst ber að nefna að heimilinu áskotnaðist í dag viðbætur við fíkniefnið carcassonne, prinsessan og drekinn ásamt kaupmönnum og byggingarverktökum. það er því kátt í höllinni og þeir sem hætta sér í návist mína eru velkomnir til prufuleiks. fyrsta prufa var gerð í kvöld og heppnaðist með ágætum. helstan galla má nefna að stofuborðið mitt er að verða of lítið undir þetta allt saman, gæti þurft að brúka gólfið ef meira bætist í safnið. það verður því hægt að liggja yfir spilinu, í fyllstu merkingu þeirra orða.

við jg kíktum í grafarvoginn í formúl á sunndaginn, og það er skemmst frá því að segja að ég er ástfangin af kjartani karli. það er nú ekki oft sem ég fell fyrir smábörnum en hann er yndislegur og ég geri mitt besta til að reka foreldrana út úr húsi svo ég geti fengið að hafa hann. öðruvísi mér áður brá. ég vona að við verðum jafn heppin ef við fáum kríli í hendurnar, ég sé fyrir mér barnið sem er ofvirkt eins og pabbinn og frekt eins og ég. *hrollur* og svo eru líkur á að það verði tvö. *skelfing*.

við erum annars farin að undibúa utanför hina fyrstu, new york 6. júní, tónleikar 7. flug til toronto 8. og tónleikar 9. förum aftur til new york þann 13. ef einhver þekkir einhvern í new york sem gæti hýst okkur jg í 2. nætur má sá hinn sami endilega láta mig vita, þar sem við komumst ekki heim aftur fyrr en 16. því allt er fullbókað. við höfum eiginlega ekki efni á að gista 2. aukanætur í new york, og mig langar ekki sérstaklega til að sofa í central park.

|



föstudagur, maí 20, 2005

 
all out of luck

það eigum við selma sameiginlegt. hún tapaði í júróvisjón, ég er búin að tapa yfirráðunum yfir líkama mínum. ég hegða mér eins og jóðsjúk kona, og ef að líkum lætur mun ég ( og vesalings fólkið í kring um mig) eiga þessi slæmheit yfir höfði sér næstu 2-4 mánuði. jafnvel lengur. úff.

ég komst nefnilega að því í gær að hormónarnir sem ég er á virka svona svipað á sálina og fyrstu 3 mánuðir meðgöngu. stanslaus þreyta, geðssveiflur og almenn leiðindi. hormónaskammtinum mínum var breytt í vikunni og ég missti alveg stjórn á aðstæðum. ég er búin að eyða síðustu 10 árum í að reyna að ná tökum á eðlislægri frekju og tilhneigingum til að valta yfir annað fólk án þess að líta til baka. með einu klikki á sprautupenna er sú vinna farin fyrir gíg. húrra fyrir læknavísindunum.

vissulega fer meðganga misjafnlega með skapið á konum, en hjá mér lýsir þetta sér í heiftarlegum skapsveiflum, þreytu og stanslausu nöldri yfir hlutum sem engu máli skipta. sem dæmi má nefna áðurnefnt hnuss yfir litlu systur hennar rannveigar. allir sem voru fyrir mér á hellisheiðinni á leiðinni til ölla. heimskt fólk sem ég sé í hverju horni þessa dagana. mennirnir sem voguðu sér að kalla mig "kjééllingu" á rósenberg í gær og horfa á brjóstin á mér. ég tjáði mig um textatúlkun og póstmódernisma á síðunni hennar evu af því að mér fannst einhver vera með asnaleg komment. andvarp. ef plön ganga eftir og ég verð ófrísk á næstunni eiga gestir og gangandi sumsé von á hverju sem er.

ég vil bara biðja ykkur fallega fólk að láta mig vita ef ég nöldra óhóflega og missi mig yfir einhverju sem skiptir engu máli, það má alveg pota í mig og biðja mig að draga andann rólega. bliðlega samt, ég get ekki garanterað að bíta ekki puttann af í skyndilegu bræðiskasti. en ég mun hinsvegar gera mér grein fyrir því innan nokkurra sekúndna að ábendingin hafi verið rétt og setja plástur á puttann eða bruna með hlutaðeigandi á slysadeildina. og skammast mín.

ég vil biðja ykkur vini mína og aðra sem fyrir mér verða að sýna mér þolinmæði, ég reyni eftir fremsta megni að hafa hemil á þessu öllu saman og þetta tekur væntanlega enda. einhverntíman. en kraftar alheimsins hjálpi okkur á meðan.

fangor- ótímabæri jóðsýkissjúklingurinn

|



miðvikudagur, maí 18, 2005

 
bitli á ammli í dag. þeir sem vilja gera grín að því að hann er að verða 35 bráðum
(og ég sem er enn ekki 30) og og bjóða hann velkominn í siðmenninguna eftir langar fjarvist eru hvattir til að mæta í höfuðvígi vort andarungann upp úr 9 og drekka vökva bitla til samlætis. það á við þá sem þekkja hann nú þegar og þá af vinahópnum sem eiga eftir að kynnast honum. eða langar að hitta skemmtilegt fólk svona aþþíbara.

ég er móðguð við litlusystur rannveigar. ég mætti undirbúningsnefndinni fyrir gæsapartíið hennar á unganum, þar sem md ofurkona settist auðvitað hjá mér þar sem enginn annar var mættur. hélt auðvitað að mér hefði verið boðið. en-úbbs. alveg óvart ekki. "aþþí að 'ðetta voru bara gömlu vinkonurnar síðan úr þolló og frænka og eitthvað" og við elfa og heiða getum þá séð um 4 manna gæsapartýið fyrst rannveig vill fá tvö. afþví að það hefði ekki verið sniðugt að hafa bara eitt fyrir alla.

jei. og ég má alveg vera móðguð við litlusystur þó ég hafi ekki verið með hor í þorlákshöfn. ég hef hinsvegar ælt þar eftir ferð með herjólfi en það dugar víst ekki til. (ég tek fram að ég var ekki móðguð sérlega lengi, gerði meirasvona hnuss og svei bara afþví að ég hef ekki farið í dramatíska fýlu við neinn svo lengi.)

við jg, kisi og ásta ætlum að grilla humar í sólinni, drekka hvítvín og fagna sumarkomu. rannveigu er boðið.

|



þriðjudagur, maí 17, 2005

 
allt að gerast með hækkandi sól. undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti ég að vera einbeitt og dansandi í sumrinu sem kom með rónanum á austurvöll í dag. en, skuggum slær á lífið. mig langar líka til að hanga heima hjá mér öll kvöld og spila carcassonne og drekka rauðvín með fallega fólkinu mínu. svo datt í í leikinn hans litla kúts, þrátt fyrir einbeittan baráttuvilja og tilraunir til að leiða hann hjá mér. svei attan bara.

það er því eins gott að veðrið verði með miklum ágætum á næstunni, annars kem ég mér ekki út úr húsi.

|



mánudagur, maí 16, 2005

 
dagurinn fór í sund/sólbað og menningarheimsókn í önnur sveitarfélög. fórum með ástu og snorgil í bíltúr til stokkseyrarbakka þar sem ölli og hans ektaspúsa voru að fjárfesta í húsi og 2. pólverjum. drukkum kaffi í garðinum og höfðum það notalegt í nýslegnu grasinu. hinum megin við götuna er andapollur, kindur með nýborin lömb og nokkur hross. sumsé hin prýðilegasta sveit.

í framhaldi af færslunni hér að neðan:

You scored as Postmodernist. Postmodernism is the belief in complete open interpretation. You see the universe as a collection of information with varying ways of putting it together. There is no absolute truth for you; even the most hardened facts are open to interpretation. Meaning relies on context and even the language you use to describe things should be subject to analysis.

Postmodernist

100%

Cultural Creative

94%

Existentialist

88%

Idealist

81%

Romanticist

69%

Materialist

50%

Modernist

44%

Fundamentalist

31%

What is Your World View?
created with QuizFarm.com


ævintýrið um artífartann í múmíndal verður hugsanlega skrifað lengra ef viðbrögð verða góð.

|



laugardagur, maí 14, 2005

 
við litli kútur erum búin að menningarsnobbast eins og vindurinn í dag, röltandi á milli opnana listahátíðar í kjölfar óla forseta. áfram skal haldið í kvöld á opnunarhátíðinni, þaðan förum við yfir á rósenberg til að sjá robin nolan tróið. þeir sem misstu af þeim síðast eru hvattir til að láta sjá sig.

í tilefni listahátíðar verður hér birt brot úr óútkominni bók tove janson; múmínsnáðinn og artífartinn:

"hana nú?" sagði múmínpabbi hissa. hvers vegna hefur hann komið sér fyrir á þvottasnúrunni þinni múmínmamma? "hann segist vera að varpa nýju ljósi á veruleika okkar hér í dalnum" dæsti múmínmamma. "og nú verð ég að nota veröndina undir þvottinn." í sömu andrá kom múmínsnáðinn hlaupandi og sagði ákafur: "hlustiði bara! hann hefur tekið saumavélina hennar múmínmömmu , pípuhatt múmínpabba ásamt greiðu snorkstelpunnar og límt á snúrurnar!" "jæja" andvarpaði múmínmamma. "hlusta á hvað?"
þau litu forvitnislega í átt að þvottasnúrunum þar sem artífartinn sat ábúðarfullur á svip ofan á snúrunum með eigur múmínfjölskyldunnar límdar í kring um sig.

"druuuun,drrruuunnn, drun..blíng" tónaði artífartinn. "veruleikinn er óraunverulegur, drun,drun. ekkert hefur lengur merkingu, allt má sjá í nýju ljósi, druun,druuuun...eigur ykkar verða aldrei samar aftur, þær hafa verið helgaðar listinni og þið þar með orðin þáttakendur í gjörningi verksins, druun,drun.."

"einmitt það" sagði snúður hugsandi, dró fram flautuna sína og hóf að spila smádýrin kátu. "ssss!" urraði artífartinn. "ekkert gamaldags tónleikahald hér. hvar eru umbúðirnar? hver er tilgangurinn með þessu eiginlega? tónlist er öll löngu samin og spiluð. hlustaðu á pípuhattinn slást við saumavélina, horfðu á mig á snúrunum. hér er listin sjáðu." hrópaði hann móðgaður til snúðs

"nei nú er ég búin að fá nóg!" æpti mía litla og togaði lopahúfu artífartans langt niður fyrir augu.

|



föstudagur, maí 13, 2005

 
samkvæmt reglunum er óhappadagur í dag. sjáiði bara veðrið.

stefna kvöldsins verður sett á rauðvínsdrykkju og spil. ef það gefst illa verður haldið til snorgils og horft á stóru mennina spila boltaleik upp úr miðnætti.

fyrir aðdáendur joss wheedon:

Inara
You are Inara, the registerred Companion. you are
sexy, sensual and skilled, yet have trouble
admitting to your emotions. You swing both
ways.


Which Firefly character are you?
brought to you by Quizilla

vér óskum gestum og gangandi góðrar helgar. ( ofstuðla-smofstuðla)

|



miðvikudagur, maí 11, 2005

 
ykkur til skemmtunar ( mér aðallega reyndar ) bjó ég til próf:

Take my Quiz on QuizYourFriends.com!
I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!
gleðjið mig nú og kannið málið.

í öðrum fréttum er það helst að líf mitt gæti endað á mánudaginn. ég fæ víst nýtt í staðin, en það er samt óhugnaleg tilfinning.

|



þriðjudagur, maí 10, 2005

 
þetta hefur nú alveg farið framhjá mér..

viðburðarík helgi, gaman á rósenberg og gestum þökkuð samveran.

ég fór á frumsýningu hjá hugleik, og get hiklaust mælt með "enginn með steindóri". sýningar verða þéttar svo allir að drífa sig í möguleikhúsið.

annars er ég með fréttir sem krefjast kaffispjalls. bíð til setu á unganum eftir hádegi á morgun, vonast til að einhver geti droppað við hjá mér.

|



miðvikudagur, maí 04, 2005

 
sjúkrahúsdvölin var ekki með öllu ill í þetta skiptið. ég laumaðist milli hæða á meðan verkjalyfin voru fersk og fékk að skoða litla kút. hann er dásamlega fallegur og foreldrarnir í skýunum eins og við er að búast.

ég er komin heim. ef einhver nennir að kíkja við og hella upp á kaffi er það vel þegið.

|



sunnudagur, maí 01, 2005

 
elfa eignaðist strák kl. 14:38, 14 merkur og 49 cm. sem er ágætt, hann átti nú 2 vikur eftir í kúlunni samkvæmt planinu. það gekk vel og heilsast móður og kríli ágætlega. þau gunni fá allar mínar hamingjuóskir. hlakka strax til fyrsta afmælisins þar sem nallinn verður sunginn hástöfum, elfu til gleði.

ég fór ásamt fríðum flokki og lék afmælisgest í 3. tíma. að standa og hanga var akkúrat það sem ég þurfti á að halda í dag, ég er aðframkomin af þynnku. auðvitað held ég upp á fyrsta verkjalausa daginn minn í nokkra mánuði með því að drekka bæði hvítvín og rauðvín í óhóflegu magni til að ég geti eytt næsta degi í þynnkudrullu. auðvitað. en gaman var það, ó já.

svavar átti skúbb dagsins þegar hann las 1. maíræðu ögmundar jónassonar upp í fjölskyldugarðinum, klukkutíma á undan ömma. þeir hraunverjar sáu sumsé um barnaskemmtun í garðinum í dag, allir þunnir fram úr hófi eftir gaman gærkveldsins.

fram þjáðir menn í þúsund löndum...

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com