fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


sunnudagur, október 31, 2004

 
ó það var svo gaman um helgina. fór að sjá lisu ekdahl, borðaði hreindýr að hætti kisa og sat 2 af bestu giggum hrauns á rósenberg í góðra hópi. það mega strákarnir mínir eiga að þeir eru skemmtilegasta band íslands, og allt fólkið sem kepptist við að lofa þá á laugardagskvöldið hefur fullkomlega rétt fyrir sér. þá er bara að byrja að herja á árshátíðarmarkaðinn, þið ykkar sem vinnið hjá fyrirtækjum sem halda jólaskemmtanir og árshátíðir, ég treysti á að þið plöggið okkur inn til að spila...stefnum á að gera hraun að vinsælasta partýballbandi landsins. svo ekki sé nú minnst á tónlistina hans svavars sem verður bara fallegri með hverri hlustun, og verður spiluð sem víðast.

ég hélt upp á nýfengna heilsu með því að drekka rauðvín í lítratali og brjóta niður það litla mótstöðuþrek sem eftir var, hef því setið og skolfið úr þynnku meira og minna í dag. skál fyrir því.

halldóra kíkti í heimsókn í dag, og við rumpuðum saman texta í einþáttung sem hún var að semja sem einstaklingsverkefni við skólann. hann verður settur í pappír og skilað inn í einþáttungasafn bandalagsins eftir helgi. textinn er eingöngu samansettur úr vemmilegum íslenskum ástarlagatextum, og virkar hinn fyndnasti í nýju samhengi. að minnsta kosti hlógum við eins og vitleysingar, hvort sem það var vegna þynnku eða að við vorum ennþá í glasi verður svo að koma í ljós...

ég verð með gamla settið hjá mér næstu dagana, gamli maðurinn er að leggjast í rannsóknir á lansann og við mamma ætlum að föndra eins og vindurinn og versla jólaskraut á tærgesen.. ég er líka búin að finna mér jólalag til að syngja á væntanlegri jólaplötu hrauns. sem verður þetta árið tekið upp í réttri tóntegund fyrir mig:þ. já, ég er komin í jólaskap. en það dettur sjálfsagt niður hið snarasta þegar ég mæti næst á vinnustað eiginmannsins, þar sem nú eru haldnir danskir barrokkdagar. sem standa til 1.des, þá verður þetta dót sem búið er að hengja upp þar að jólaskrauti. og hananú.

fangor-umboðsmaður stjarnanna

|



föstudagur, október 29, 2004

 
þá er tími væmni liðinn í bili. þar sem líkami minn hefur tekið stórkostlegum framförum síðustu daga verður fagnað á viðeigandi hátt, hefðbundið idol áhorf með fastagestum og tónleikadjamm með hraun á rósenberg frá 11-3ish, vinum og vandamönnum boðið til leiks og samfögnuðar að venju.

snillingur vikunnar er tvímælalaust hún eva vinkona mín. hvet alla þá einhleypu karlmenn sem ég þekki til að sækja um, og óska þeim góðra stunda.

var að panta mér far til london 21 nóv. á 99 krónur. heim aftur 29. ætla að fylgja eiginmanninum á tónleikaferð til frægðar og frama. vonast til að skotta og ástþór verði viðleikanleg, og ég verði ekki fyrir vonbrigðum með london. þangað hef ég nefnilega aldrei komið. *skríkj af kátínu*

|



fimmtudagur, október 28, 2004

 
svo maður haldi nú áfram að leka væmni yfir skjái samborgaranna:


saknisakn!!

og hananú. ég er farin í jólaföndur í grafarvoginn.


|

 
kostir þess að hafa náð sambandi við alnetið á heimilinu koma strax í ljós. hvað gerir kona sem ekki getur með nokkru móti sofnað nema laumast hljóðlega fram í stofu, fylgjast með tunglmyrkvanum og blogga?

ég hef annars uppgötvað hvað það er sem gerir ástina. hafa ýmsir verið að spyrja mig undanfarið hvernig maður skilgreini slíkt. þegar kona stendur á stofugólfi í of stóru norsku föðurlandi með klauf, (kuldi er versti óvinur nýuppskorinna móðurlífa) í slitnum bleikum hlýrabol, fyrir framan myndarlegan karlmann og fær athugasemdina " veistu það ástin mín, þú ert sexý í hverju sem er. " óforvarhendis. og knús á eftir. það fær hjartað mitt til að slá hraðar. og ég veit að ég er elskuð.

maðurinn sem hugsar um þig, gefur þér að borða og sættir sig við almennt handónýti þitt til lengri eða skemmri tíma, heldur um ennið á þér þegar þú gubbar og fær þig til að hlæja, huggar þegar þú grætur og leyfir þér að gera slíkt hið sama þegar hann þarf á að halda. sættir sig við almennar geðbólgur og skapbrigði, deilir með þér áhugamálum og vinum, báðir leyfa hinum að hafa sín áhugamál sem ekki eru sameiginleg í friði. maðurinn sem hægt er að tala við um vandamálin og leysa úr þeim í stað þess að skella hurðum eða taka þöglu meðferðina. maðurinn sem þú getur hugsað þér að vakna hjá á hverjum morgni, og breytast með honum í ellilífeyrisþega.
þegar ofangreint ástand er til staðar, myndast mín skilgreining á sannri ást.
"as you wish"

|



miðvikudagur, október 27, 2004

 
litli kútur var tilnefndur til edduverðlauna fyrir fína dúkkulísumyndbandið sitt. allir að kjósa á vísi, þeir sem ekki hafa séð myndbandið geta séð það hér, go stebbi go!
annars er þráðlaust net orðið að veruleika, líkamsræktarkort fyrir helgi. *sést ekki næsta hálfa árið*

|



laugardagur, október 23, 2004

 
ég er uppskorin, upprisin að hálfu og sýni öll merki jákvæðra batahorfa. húrra fyrir því. enn er ég þó ekki tilbúin til útivistar, svo að ég neyðist til að sleppa margt smátt og airwaves og fleiru. *grunt*

á móti kemur að ég hef eignast nýjan lífsförunaut: og stefnir í eldheitt ástarsamband okkar á milli. næst á dagskrá er að koma upp þráðlausu neti á vesturgötuna. sem gæti reyndar þýtt að ég fari aldrei aftur úr húsi. sem hljómar svo sem ekkert illa í ljósi nýjustu veðrabrigða, kuldahrolla og almennu hitafarsóþoli mínu sem hefur tekið sig upp. hef hafið rannsóknir á því hvaða skilyrði þarf fyrir að gerast ellilífeyrisþegi á spáni. er handónýt líkamlega, þoli illa kulda, elska síestusiði þeirra spánverja...sé helstu annmarka vera þá að mig vanti nokkur ár uppá. en það er auðvitað tími lýtaaðgerða, ég ætti kannski að fara og láta hrukka mig upp, soga fitu úr brjóstunum, teygja húðina til um nokkra sentimetra og lita hárið á mér grátt. hmmm. ætti að verða auðvelt að tileinka sér talsmátann sem fylgir þessum lífsstíl; jú, það er nú ótrúlegt hvað maður er, en þetta hefst nú allt saman...osfrv. *hugs*

|



sunnudagur, október 17, 2004

 
undanfarið hef ég velt fyrir mér öllu þessu fólki sem ég hef umgengist í gegn um tíðina og hitti ekki lengur á reglulegum basis. slíkt er jú fullkomlega eðlilegt, tímarnir breytast og mennirnir með. sumra tími er liðinn, en það eru þó nokkrir sem ég sakna alltaf dálítið, og hef sett í gang "operation contackt lost ppl" til að athuga hvernig heimurinn hefur farið með þá einstaklinga. meðal þeirra sem ég umgekst ( umgekkst? umgengst? hjálpi mér málvitund minni fer ört hrakandi, verð að hætta á þessum lyfjum öllum meðan enn vottar á heilastarfsemi..!) hvað mest og sé mikið eftir er hann sveinn birkir sem má nú finna í linkasafninu hér við hliðina.með eindæmum greindur og skemmtilegur drengur. við brölluðum margt saman, og ekki allt fallegt. en skemmtilegt var það, heldur betur. ætla að athuga hvort ég get grafið birki upp einhversstaðar. fleiri eru á listanum, sjáum til hverja fleiri hægt er að draga upp úr hattinum.

í ótengdum fréttum er annars fátt, við kisi fórum á leiksýningu í gær í boði nönnu frænku. leikritið böndin milli okkar er hreint út sagt með ólíkindum vont stykki, ég dauðfann til með leikurunum að þurfa að reyna að gera eitthvað úr þessu. þau standa sig reyndar mjög vel,bjarga því sem bjargað verður og rúnar freyr á stjörnuleik í aðalhlutverki en almáttugur, það hljóta að vera fleiri handrit á borðum þjóðleikhússins sem hægt er að draga fram. svei attan barasta. sest niður og skrifa þennan einsöngleik hið snarasta. sýnist ekki þurfa mikið til að fá uppsettar sýningar..hmm.

ótengd er svo snilld yfirnornar ástu, sem þrátt fyrir yfirlýsingar mínar virðist hafa tekist að kenna mér að prjóna. bæði slétt og brugðið. þá er bara að læra að telja út, og gera trix svo ég geti búið eitthvað til. einhverjir hafa verið með athugasemdir í þá átt að menntaða húsmóðirin ég ætti nú að hafa komið sér upp þessari kunnáttu á námstíð sinni við hússtjórnarskólan á hallormsstað, en ég svara því jafnan til að ég sé jú einmitt menntuð húsmóðir og þurfi því ekki að starfa við slíkt. í það minnsta er ég löglega afsökuð frá stórhreingerningum og þessháttar verkum eins og er. ég helli þó upp á kaffi ef ég er beðin fallega. og hita vatn í te jafnvel, ef vel liggur á mér. og reyni að vera til viðtals.

þá er bara stóra spurningin, um hvað á einsöngleikurinn að vera? ætti ég að nýta nýfengna öryrkjareynslu mína eða skrifa um brennandi þjóðfélagsmál? syngjandi húsmóður í sófa? sykursjúkan kött? það er margt í mörgu.

|



fimmtudagur, október 14, 2004

 
sjá dagar koma, ár og aldir líða...og svo framvegis.

hitti snillinginn hana evu aftur eftir allt of langan tíma, hef ákveðið að hætta að tína fólkinu mínu svona út um hvippin og hvappinn. ég þekki svo margt fólk sem er skemmtilegt með afbrigðum og ég hitti allt of sjaldan. í kvöld er til dæmis fundur hjá nýstofnuðu félagi brottfluttra héraðsungmeyja sem ég hlakka mikið til að sækja. það er ekki eins og ég hafi annað að gera þessa dagana en að spjalla við fólk.þetta gæti alveg flokkast undir hið forkveðna að rækta garðinn sinn, og það hef ég hugsað mér að stunda af kappi, eftir því sem hreyfingar leyfa. það ku öllum hollt.

það hefur hvarflað að mér að ég ætti kannski að skrifa þessa ba-ritgerð sem ég er með í hausnum á meðan ég bíð eftir líkamlegum framförum. kannski það. eða jafnvel eyða nokkrum dögum í að sannfæra ástu um að það sé ekki hægt að kenna mér að prjóna svo vel sé. nú eða skrifa einsöngleik. sem mér finnst einkar áhugaverð hugmynd.

hver vill fá aðalhlutverk?


|



fimmtudagur, október 07, 2004

 
guðmundur góði hafði svosem ekkert merkilegt í fréttum. enn er allt í hakki og blæðir inn hér og út þar og grær hvert við annað. ég fer í uppskurð 19 október, og lagast vonandi eftir það, amk. um einhvern tíma. svo taka við einhverjar meðferðir með hormónum og hverskyns skemmtilegheitum. gaman að því.

en hvað sem því líður, ég þarf að leita mér að nýrri vinnu eftir áramótin, elskulegt fyrirtækið mitt sagði mér upp störfum. tekur þá við enn ein ferilsskráarsendingin, "can act, can dance, can swing sword a little". sjáum hvort eitthvað skemmtilegt birtist mér.

er annars tiltölulega sátt við lífið. hef það bara fínt, svona þannig. ég þekki auðvitað besta fólk í heimi sem heldur mér frá félagslegri einangrun og almennum aumingjaskap. ég væri löngu farin yfir um af geðbólgum ef ekki væri fyrir allt sniðuga fólkið sem kemur og leikur við mig. aldrei nógsamlega þakkað, eins og segir í kvæðinu.og það þrátt fyrir að sumu fólki sem ég þekki finnist kommúnulíferni vesturgötunnar hið kyndugasta. veit þó ekki betur en þáttakendur allir séu hinir kátustu með fyrirkomulagið..:þ

fangor-aumingi með attitjúd

|



þriðjudagur, október 05, 2004

 
enn er allt við það sama. þakka vinum og vandamönnum andlegan stuðning og skemmtilegheit. hitti snorgilinn minn í fyrsta skipti í allt of langan tíma, hann er hinn spengilegasti og með eindæmum skemmtilegur að vanda. fer og hitti guðmund hinn góða í dag, sé til hvað verður fréttnæmt eftir þá heimsókn...

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com