fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


miðvikudagur, september 29, 2004

 
umræður um þagnarmúrinn sem fólk leyfir ofbeldismönnum að fela sig á bak við gerir mig brjálaða. það á ekki að þegja yfir mönnum sem maður veit að berja og nauðga. hvað þá ef maður þarf að hitta þá á förnum vegi reglulega. bölv og ragn, hrýn ég á og mæli um að þeim verði eitthvað að aldurtila, þeim hljótist satansýktir bakteríustofnar sem éta þá upp að innan, hægt og rólega. og hananú!

annars er fátt í fréttum. allt við það sama. ef einhverjir vilja koma og horfa í idol á föstudag og hylla lágmenningarguðina er samsæti heima.

|



þriðjudagur, september 28, 2004

 
helgin var með miklum ágætum. gestkvæmt var á vesturgötu, og skemmtanir með almennum ágætum. fyrsti kafli í sáluhjálparbók fangors hefur verið skráður. þeir sem vilja nýta sér hann verða að hafa samband. ekki er talið við hæfi að birta niðurstöður og efnistök á internetinu.

fór yfir vinahópinn í fljótu bragði og kynnti eigulega menn fyrir austkonum.vakti það mikla kátínu og gladdi hjörtu. fleiri eigulegir menn eru á skrá, og verður þeim boðið til kynningar fljótlega...:þ

ég er komin í mánaðarlangt veikindaleyfi, í það minnsta. krossa fingur og tær og vonast til að ég haldi vinnunni þrátt fyrir það.*svitn*

bóknair fyrir hraun eru nokkrar, sniglahátíð, rósenberg, mh. nánar auglýst þegar nær dregur.

ég er gersamlega að tapa vitinu af aðgerðarleysi og almennum aumingjaskap. ætti auðvitað að leggjast í hannyrðir og tiltektir, jafnvel skrifa ba ritgerð meðan tími gefst til. verst að ég er handónýt prjónakona. kannski ég ætti að reyna að æfa mig? setja upp hannyrðaverksmiðju? takmarkast við eitthvað sem þarfnast ekki uppisetu og mikillar hreyfingar.hmmm....

bið að heilsa öllum vinum mínum til sjávar og sveita, hérlendis sem útlendis, hlakka til að sjá alla um jólin.

fangor-verðandi prjónakona

|



föstudagur, september 24, 2004

 
það var og. snorra finnst ómaklega að sér vegið í kaflanum hér að neðan. það er leiðinlegt, og biðst ég hér með afsökunar á því að hafa stungið hann í bakið. hann fyrirgefur mér semsagt ekki, og ég komin í hópinn "fólk sem ég þekki". hvet alla til að mæta á standöppið hans í stúdentakjallaranum, og fylgjast með stúdentaleikhúsinu sem mun væntanlega blómstra með árna bróður innanborðs.

flekka er komin af fjalli. nokkuð vel í holdum og virðist ætla að spjara sig ágætlega.henni fylgdi vaninhyrndur hrútur. hvað ætli það tákni?

austkonum virðist haldast illa á mönnum þessa dagana, og langt er síðan annars eins kvennablómi hefur verið á lausu samtímis. við neyðumst sennilega til að finna upp nýjan jón af því tilefni. eða kannski sigurð?

af ástandi mínu er annars lítið að frétta, ég hitti guðmund hinn góða og fékk það úrskurðað að ég þjáist ekki af móðursýki, og kvalir mínar eiga sér líkamlegar orsakir. sem er gott. það verður hins vegar ekki leyst úr þeim fyrr en 19.október, ef ekkert annað kemur upp sem setur nýtt ljós á málið. sem er öllu verra. ég mun því halda áfram áskrift minni að parkódín forte og bólgueyðandi, og vonast til að skammtímaminnið skili sér einhverntíman aftur.

ég get verið á ferðinni svona 2-3 tíma á dag, aðeins lengra úthald ef ég þarf ekki að hreyfa mig mikið. ég er því boðin og búin að rétta fram axlir og eyru austkonum til stuðnings. það er til kaffi og um 20 tetegundir. vasaklútar, 2 kettir og þægilegir sófar.

fangor-backstabbin'evil witch

|



mánudagur, september 20, 2004

 
í dag hef ég hugsað mér að "taka snorra" . þetta hugtak er vel þekkt vinahópnum, og ég veit að hann fyrirgefur mér alveg. (vondandi)hefst þá lesturinn:.

ég þurfti að fara aftur inn á sjúkrahús. ég er farlama, fötluð og útúrdópuð alla daga vegna verkja sem virðast eiga sér yfirnáttúrulegar orsakir. jú, það er vissulega eitthvað að hér og þar,blöðrur á eggjastokk, hugsanlega eitthvað í ristlinum, en ekki nóg til þess að ég sé slefandi aumingi alla daga. þess vegna á að senda mig í fleiri rannsóknir og búið að sækja um fyrir mig á reykjalundi. og ég sem er ekki offitusjúklingur,sloppið við slys og ekki fengið hjartaáfall, ennþá. þar verður mér örugglega skipað að hætta að reykja ofan á allt annað.sveiattan. þrátt fyrir að engin nákvæm svör hafi fengist við veikindum mínum er ekki búið að úrskurða mig móðursjúka (ennþá) en ég er tilbúin með ljósrit úr læknamafíu auðar haralds til að hengja á skilti um hálsinn þegar ég leggst grenjandi á planið fyrir utan kvennadeild landspítalans og heimta fleiri verkjasprautur.

afþví að ég svo bágt get ég ekki stundað almennilega líkamsrækt, en hef þó lést umtalsvert af spítalamat og almennu lystarleysi. er það vel. verst að maður fær næringarskort af því að borða ekki neitt og ég er ekki með næringu í æð í stofunni minni-ennþá.

ég á enga peninga, og skulda heil ósköp. vonast til að jón geir meikiða í útlöndum og ég þurfi aldrei að vinna aftur nema sem eiginkona rokkstjörnu. ef það gengur ekki eftir þarf ég að endurfjármagna lán og gera alls konar vesen og það er bara leiðinlegt.

mér hundleiðist heima hjá mér yfir daginn. það má þó segja að ég sé heppin þar sem ég hef haft pólitískar þreifingar okkar systkinanna mér til dægrastyttingar á meðan þessu stendur.blessuð yfirnorn ásta matar mig á sjónvarpsefni og elskulegur litli bróðir styttir mér stundirnar svona meðan venjulegt fólk er í vinnunni. mig langar aftur í vinnuna mína.ef þessu heldur áfram á ég kannski ekki lengur vinnu *grenj*

ljósið í myrkrinu er þó auðvitað mínir stórkostlegu vinir, sem allt vilja fyrir mig gera og hringja og leika við mig. að öðrum ólöstuðum verður uppáhalds kisinn minn að fá stærsta bónuspakka ársins, þegar ég verð rík ætla ég að bjóða honum í heimsreisu og kaupa handa honum allt fínasta tölvunördadótið í heiminum. *stórtknúshandakisa*

ef einhvern langar að koma og vorkenna mér og leika við mig má banka upp á á vesturgötunni.

ég verð heima

fangor-égmábaravístgrenjasmá!


|



föstudagur, september 10, 2004

 
í fréttum er þetta helst:

ég á ekki lengur ammæli.
ég fór í skurðaðgerð enn eina ferðina, heilsast vel og er upprisin að nýju.bestu þakkir til vina og vandamanna sem sinntu hjúkrun og heimsóknum með stakri prýði.

ég hef enn ekki lokið við vegahandbókina. hún er í vinnslu.

við litli bróðir erum að undirbúa framboð til sveitastjórnarkosninga á austur-héraði: listalistann, til að vekja athygli á þeim einstaklingum sem neyðst hafa til að flytja þaðan til náms eða starfa og ekki hafa aðstöðu til að flytja heim aftur sökum aðstöðu/áhugaleysis.( við og allir vinir okkar)... börnin heim. vonumst við til að vekja upp umræður um stöðu lista- og menningarmála á héraði. ef svo ólíklega skildi vilja til að við yrðum kosin ætlar litli kútur að setjast í bæjarstjórn.

ég hef gerst umboðskona hljómsveitarinnar hrauns. óskir um viðveru hljómsveitarinnar berist hér eftir til mín.

í nátengdum fréttum eru svo tónleikar áðurnefndrar hljómsveitar í kvöld og annað kvöld á kaffi rósenberg. hér er á ferð tónleikaprógramm, frumsamið efni í bland við annað, rólegt og þægilegt. áhangendur allir hvattir til að mæta og sýna stuðning sinn í verki, frítt inn og notaleg stemming.

sláttuvélin hyggur á heimsyfirráð, og er í samstarfi við akeem hjá alþjóðahúsinu um tónlistarsköpun og ferðalög um norðurlöndin. jibbíkóla, gaman að því.

ég er ekki í virku leikfélagi í bili. veit ekki alveg hvort það stendur til bóta. ef einhver vill leika við mig má endilega hafa samband.

fleira er ekki í fréttum.

fangor-umboðsmaður stjarnanna

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com