fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


sunnudagur, nóvember 30, 2008

 
ég vil heilsu til handa barninu mínu. takk. er einhver til í að finna lækningu við kvefi snöggvast?
ég hlakka til að sjá evu bera davíð út úr seðlabankanum á morgun. aukakúlstig fyrir að halda á honum út í skrifborðsstólnum...

|



sunnudagur, nóvember 23, 2008

 
ég skemmti mér hið prýðilegasta á leiklistarnámsskeiði þessa dagana og reyni þess á milli að beita hugarorkunni til að draga úr horstreyminu úr nösum dóttur minnar. það er búið að taka úr henni nefkirtlana og setja rör í eyrun en hún virðist framleiða yfirgengilegt magn af vökva. ekki man ég til þess að hafa verið kvefuð vikum þegar ég var barn. nú virðist það algengara en ekki að litlir krakkar séu veikir svo mánuðum skipti, endalaust með í eyrum, hálsi, nösum og lungum. hvernig stendur eiginlega á þessu? nú hélt ég að við byggjum við nokkuð gott andrúmsloft, ekki er mikil mengun alla jafna, ekki er hún að drukkna í ryki, engin gæludýr á heimilinu. "sum börn eru bara veik fyrstu árin, svo jafna þau sig" er sagt við mann af heilbrigðisstarfsfólki eins og það sé þá bara ekkert eðlilegra. það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því andskotinn hafi það. fyrir utan það að kerfið býður ekki upp á að barnið manns sé veikt lengur en tíu daga á ári.
ég á semsagt barn sem er búið að vera veikt meira og minna síðasta árið. það er ekkert alvarlegt. (og ég þakka auðvitað guði fyrir það) það er bara með ferlega slæmt kvef. endalaust. hún er alveg merkilega þolgóð yfir þessu öllu saman en þetta er alveg að gera mig brjálaða, svo ég tali nú ekki um launalausa þar sem ég er löngu búin með veikindadagana mína. það er nú líka svo ljómandi í þessu þjóðfélagsástandi.
þetta var pirringur vikunnar.

|



sunnudagur, nóvember 16, 2008

 
þetta er væntanlega allt að koma...?

|



miðvikudagur, nóvember 12, 2008

 
ég mótmæli harðlega heitinu "flísbylting". flís er c.a 100% gerfiefni svo mér þykir það einhvern vegin óviðeigandi í þessu samhengi,, ég sé fyrir mér eftirmælin nokkrum áratugum seinna þegar gervigóðærið sem endaði í kreppu var leyst með gerfiefnabyltingunni...svei bara. heldur langar mig að taka þátt í lopabyltingunni. íslenska ullin hefur hlýjað okkur gegnum aldirnar, endist vel, er falleg og má brúka til margra hluta auk þess sem hún hentar vel til útflutnings. ég kýs heldur að klæðast fallegri lopapeysu en flísi, það er eitthvað svo...norskt. hvað næst, hokrum við í hyttum upp um öll fjöll? hjólaskíði? maður spyr sig.
svo er víst viðeigandi samkvæmt varríusi að játa góðærissyndir sínar. mínar eru eftirfarandi:
ég keypti mér íbúð í miðbænum fyrir hækkun sem ég seldi fyrir raðhús í sveitinni þegar íbúðaverð í miðbænum rauk upp í heimskulegar hæðir. fékk þrjúhundruð þúsund á milli og eyddi þeim í vitleysu eins og ferðalög innanlands og almennan viðlegubúnað handa barninu mínu. ég hef farið til útlanda í boði foreldra minna síðustu þrenn jól. hef keypt mér bækur í óhófi. (það ku hægt að borða bækur svo nú flokkast þetta sem fyrirhyggja, er það ekki annars?) ég hef borðað góðan mat og drukkið góð rauðvín í talsverðu magni eins og sést á mér. stærsta góðærissyndin mín telst vera jeppinn sem við keyrum á en hann keyptum við í félagi við foreldra mína og seldum eldri bílinn uppí. hann er tjónabíll og því á afar hagstæðu verði á sínum tíma. nú getum við ekki selt hann fyrir sparneytnari bíl því samkvæmt nýjum reglum má ekki færa til lán eða lána vegna tjónabíla. ( við fjárfestum því í strætókorti sem gildir í þrjá mánuði. það kostar nefnilega minna en að fylla einusinni á jeppann.)
þarmeð telst það upptalið, held ég.

ástæða þess að ég er vakandi á ókristilegum tíma? "vaxandi cron. verkir í æxlunarfærum" eins og það var orðað á kvittuninni sem ég fékk eftir síðustu aðgerð. ég hef einhvernvegin aldrei litið á eggjastokkinn minn sem æxlunarfæri beint, en íslenskukunnáttu minni hefur hrakað svo ört eftir að ég byrjaði að vinna á leikskólanum að það er líklega ekkert mark á mér takandi hvort eð er. þannig.

|



laugardagur, nóvember 01, 2008

 
gott versl!

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com