fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


miðvikudagur, nóvember 30, 2005

 
það er komin lausn á fyrisjáanlegum umfram fitu/húðvanda okkar sigguláru eftir barneignir. við seljum okkur auðvitað í andlit. hverjum manni fegurðaraukandi að ganga um með rassana af okkur í framan.

einum grindkvalnum í hópnum mínum verður tíðrætt um "ljóskuna" sem hún er hjá. ekki er ég viss um að sú góða kona væri ánægð með þá nafngift. ég er svo andstyggileg í mér að ég leiðrétti hana ekki heldur hlæ illyrmislega innra með mér í hvert skipti sem hinar verða vandræðalegar á svipinn og senda svona "hver ætlar að segja eitthvað" augnarráð á milli sín.

pistil dagsins á hún raritet mín. eins og talað út úr mínu hjarta. maður hefur forheimskast svo með aldrinum að það er ekki nokkru lagi líkt.

|



mánudagur, nóvember 28, 2005

 
fyllibytta deyr

hvað í ósköpunum gengur fólki eiginlega til? á meðvirkni heimsins sér engin takmörk? maður sem dæmdur hefur verið fyrir ölvunarakstur og stofnað þar með lífi fjölda fólks í hættu, verið fjarlægður af lögreglu út af heimili sínu vegna ofbeldis og hótana gegn fjölskyldu sinni, á að baki áratuga ofneyslu og rugl sem hefur lagt fjölskyldulíf sitt í rúst fengi sennilega á dv fyrirsögnina: "drykkjurútur deyr úr ofdrykkju, fjölskyldan fegin hvíldinni" væri hann íslendingur, og engum þætti skrítið. annars staðar fær auminginn hins vegar forgangsmeðferð um líffæraígræðslu þrátt fyrir að vitað sé að maðurinn muni eyðileggja hana með sukki innan skamms tíma meðan alvarlega veikt fólk af "eðlilegum" ástæðum mátti bíða lengur og hann fær viðlíka útför og táraflóð og prinsessa fólksins hér um árið.

endalaus bréf og samúð til fjölskyldunnar sem sjálfsagt skálar í kampavíni bak við tjöldin dauðfegin að losna við byttuna af bakinu. og hvers vegna? jú, vegna þess að einusinni var hann góður í fótbolta. átti stuttan feril vegna ofdrykkju og fór ekkert nema niður á við allar götur síðan, það fyrir nokkuð opnum tjöldum.
mér finnst þetta með ólíkindum, þessi hæsta stigs aumingjadýrkun. svipað virðist vera að gerast með heróínfíkilinn pete doherty. sem er í raun ennþá furðulegra þar sem hann hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut sem er merkilegur.


fólk er yfirhöfuð fífl. það bara hlýtur að vera.


|

 
afhverju kemur þetta mér ekkert sérstaklega á óvart?

The Movie Of Your Life Is A Black Comedy

In your life, things are so twisted that you just have to laugh.
You may end up insane, but you'll have fun on the way to the asylum.

Your best movie matches: Being John Malkovich, The Royal Tenenbaums, American Psycho



verst að mér er bara alveg hætt að þykja hún sérstaklega fyndin.

|



sunnudagur, nóvember 27, 2005

 
ók trommuleikaranum til keflavíkur í dag, hann flýgur utan til frekari undirbúnings heimsfrægðar. ætlaði að eyða deginum í að jóla heimilið en datt í staðin niður í að klára roklandið hans hallgríms. það voru ekki slæm skipti. í hallgrími eigum við thor og laxness í sama manninum, hann hefur hæfileikann til að nota blæbrigði tungumálsins af snilld, orðskrýða þar sem þarf og beita lúmsku og beittu háði í ádeilum sínum á samfélagið. ólíkt sumum *hóst,hóst* drekkir hann manni ekki í orðagjálfri og lýsingarorðafljótum, hann verður heldur aldrei langdreginn. tímafirrtu nútímafólki skal líka bent á að ma'r þarf að lesa miklu færri bækur til að komast yfir heildarsafnið, sem er ge'gt kúl.

þá er bara að næla sér í næsta skammt. hef augastað á nýju bókinni hennar steinunnar sigurðardóttur.

|



föstudagur, nóvember 25, 2005

 
löng runa af ritskoðuðum blótsyrðum

fari það allt til helvítis bara. eyddi síðusta sólarhring inni á meðgöngudeild landspítalans. sem er reyndar hin prýðilegasta, alúðlegt starfsólk og mannsæmandi aðstaða fyrir aðstandendur. sem er meira en sagt verður um horngrýtis deildina á neðri hæðinni eins og komið hefur fram. mæli eindregið með því fyrir þá sem hyggjast láta leggja sig inn á sjúkrahús að skoða hvar deildin er staðsett. það virðist nokkuð gild regla að því hærra uppi sem deildin er þeim mun betri sé aðstaðan og starfsfólkið. furðulegt það.

innlögn hafði það í för með sér að fella þurfti niður fulla sýningu á jólaævintýrinu. sem er grábölvað. ekki hægt að henda inn aukasýningu annað kvöld, vona að úr verði bætt í vikunni. tekið skal fram að ég mun ekki missa út fleiri sýningar, þó ég þurfi að þræða hækjuna upp í rassgatið á mér til að standa upprétt. það kemur í hlut höfunda að finna ástæður fyrir því....

|



fimmtudagur, nóvember 24, 2005

 
enn ein vikan horfin í ómælisdjúp.

átti allt of langan dag í gær. langur vinnudagur, sýning og útgáfutónleikar hjá hæfileikabúntinu mínu. sem er flottastur og flinkastur eins og fram hefur komið. vitaskuldir.

verð næstu daga að gjalda fyrir það, vampýrinn sér til þess. hann krefst þess að ég sofi minnst 10 tíma, ella þurfi ég ekki að mála baugana á tomma litla. þeir eru að verða svona "au natúrell". gaman að því.

eðaldrengurinn hann loftur laumaði til mín eintaki af roklandi. það lofar svo sannarlega góðu.

|



mánudagur, nóvember 21, 2005

 
ekki þótti hrund leiðinlegt á sýningunni ef mark má taka á rýni í morgunblaði dagsins. við hjónakorn getum greinilega verið sátt við okkar hlut.

deginum eyddum við í almenna aflsöppun, kíktum í kaffi til áslaugar og barnahópsins í fjöllunum og litum við í nýju hljóðfæraversluninni á grettisgötunni. þar fæst margt girnilegra hluta, ó sei,sei já. vona að mér áskotnist eitthvað skotsilfur á næstunni. sem reyndar er ekkert útlit fyrir, svo ég læt mig dreyma.

|



sunnudagur, nóvember 20, 2005

 
við erum frumsýnd! gleðin flóði út úr dyrum tjarnarbíós og fólk táraðist í taumum., gleði og hamingja. hörður hefur sett álit sitt á leiklistarvefinn og við bíðum spennt eftir áliti hrundar.

morgundeginum verður eytt í afslöppun, ó já. ætla að liggja og lesa fram eftir degi, ekki seinna vænna að fara að byrja á feast for crows, nógu lengi var ég búin að bíða eftir bókarhelvítinu. svo er loftur búinn að lofa mér roklandi hallgríms til að glugga í, hlakka mikið til enda hallgrímur einn af mínum uppáhalds höfundum.

í bland við gleðina sem fylgir því að vera komin með sýningu á fjalirnar líð ég sálarkvalir yfir því að vera ekki að surfa jólabókaflóðið. fyrsta skipti í 5 ár. sem er auðvitað agalegt, en á móti kemur að það verður þá hægt að gefa mér einhverjar innlendar bækur í jólagjöf..:Þ

|



föstudagur, nóvember 18, 2005

 
áhugafólk um jólaævintýrið athugið:

það er að verða uppselt á nokkrar af seinni sýningunum. fyrstu 3 sýningarnar eru vænlegastar vilji fólk vera öruggt um miða. nú dugar ekki að draga lappirnar. það eru ennþá nokkrir miðar lausir á frumsýninguna á laugardaginn, hvet ykkur eindregið til að koma á hana ef þið getið. það verður gaman, ó sei,sei já.

miðasalan er hér.


það er við hæfi að orð skáldjöfursins fylgi okkur inn í helgina. þar hitti hann naglann á höfuðið að vanda.

|



miðvikudagur, nóvember 16, 2005

 
þetta var nú sérdeilis gleðilegt. "Bandaríkjamenn tóku þetta ekki í mál og sögðu þeir að þetta myndi trufla tækniþróun netsins auk þess sem ritskoðun myndi aukast vegna ólýðræðislegra ríkisstjórna."

já. einmitt. mér finnst líka að þjóðin sem leyfir sem dæmi að intellectual design kenningin sé kennd í skólum landsins´, borgar fólki morðfjár fyrir að halda fram þeirri fásinnu að smokkar verndi fólk ekki gegn kynsjúkdómum, (til að reyna að koma í veg fyrir kynlífsiðkun unglinga) leyfir ennþá að bækur séu bannaðar á skólabókasöfnum og stundar pyntingar á fólki á afskekktum stöðum víðs vegar um heiminn eigi að passa upp á að enginn ritskoði netið. það liggur auðvitað í augum úti.

|



sunnudagur, nóvember 13, 2005

 
setning dagsins er tvímælalaust "ég hef nú látið ýmislegt úr mér í ykkar eyru og ekki allt fallegt".
merkilegt hvað lítil orð eins og "út" geta verið mikilvæg. fyrsta rennsli í tjarnarbíó í dag gekk hægt og hikstandi. enn vantar allt of mikið upp á að texti skili sér og er það eiginlega dálítið stressvaldandi svona 5 dögum fyrir frumsýningu. skal skila mínum sléttum á morgun eða lýsa yfir heilabilun ella. hef jafnvel meiri áhyggjur af helvítis hækjuhokrinu, það er langt frá því að vera fullmótað þar sem hún kom inn í myndina í gær. sjúkraþjálfarinn minn dræpi mig sennilega ef hún sæi mig skakklappast svona um, enda bakið mitt um það bil að leggjast í mótmælasvelti með jólakettinum.

ammjamm. það er gaman að'essu.

|



laugardagur, nóvember 12, 2005

 
martini reynist vera af vestfirskum vampýrsættum, hann drekkur úr mér blóðið. einnig virðist hann hafa horn í síðu blóðþrýstings og er slíkur í lágmarki. ekki furða þó maður líði um með loftbólur í hausnum alla daga. ó já, það er yyyyndislegt að vera óléttur. mmmhmm.
nóg er af keppendum um fyrstu frænku, sýnist á öllu að hægt verði að skipta bróðurlega á milli. engir hafa hins vega lýst yfir áhuga á titli fyrsta frænda, sem mér þykir heldur leiðinlegra, það verður jú að gæta jafnréttis.


í kvöld afrekuðum við hjónin að éta allar tegundir af jólamat, for-aðal-og eftirrétti á 45.mínútum áður en við stormuðum í þjóðleikhúskjallarann til að flytja tónlistina úr hinu epíska stórvirki jólaævintýri. vona að krakkakvölin láti sér það nægja yfir helgina meðan ég næ upp járnbirgðunum sem hann stal af mér.





koma svo, allir á ævintýrið!


|



fimmtudagur, nóvember 10, 2005

 
hvar hafa dagar lífs míns týnt tölunum?

vikan hvarf. ég hef sterklega á tilfinningunni að það hafi gerst áður.


það er rétt rúm vika í frumsýningu. ég er ekki alveg búin að átta mig á því en geri ráð fyrir að tilfinningin komi þegar við förum loksins á svið. sem verður sléttum 6 dögum fyrir frumsýningu. jæks.

miðapantanir má trixa til hér.



martini var myndaður í morgun og var hinn hressasti. hann er farinn að skríða og trommar fyrir föður sinn eins og góðu barni sæmir. (og það áður en augun eru komin á réttan stað á höfðinu. *andvarp*) skotta hefur lýst yfir forystu í uppáhaldsfrænkukeppninni. bíð spennt eftir að öðrum þáttakendum..:þ

|



mánudagur, nóvember 07, 2005

 
ég heiti nanna og ég er nörd

jahérna. ég hélt að svona viðhorf væru á hröðu undanhaldi í nördaheimum. sennilega er ég bara orðin svona góðu vön. skemmtilegt en jafnframt sorglegt til þess að hugsa að jafnréttisbaráttan á íslandi hafi náð hvað lengst þegar kemur að nördisma kvenna. ég hef amk. ekki lent í því lengi að vera litin hornauga þegar ég segist spila hlutverkaleiki eða sit og er að lesa fantasíu/vísindaskáldsögu. fylgdist með star trek eins og það lagði sig. (utan andstyggðarinnar enterprise) enginn verið sérstaklega hissa yfir því að ég spili world of warcraft heldur.

ég man þá tíð að ég var ein af örfáum konum sem verslaði í nexus (sem var þá ennþá fáfnir-spilabúð). ég varð aldrei vör við neina fordóma hjá ljúflingunum þar, það var frekar svona barnsleg gleði yfir því að það væri til kona sem nennti að spila. auðvitað lenti maður í því að þurfa að sanna sig á köflum, einstaka drengir virtust halda að ævintýri yrðu sjálfkrafa bleik, loðin og leiðinleg þegar stelpa fengi að vera með. yfirleitt var þeim misskilningi fljótt eytt. síðan hef ég bara verið svo sérlega heppin með alla yndislegu nördana mína að þeim þykja kvennördar jafn sjálfsagðir og súrefni. jafnvel ívið meira heillandi...:þ. það eina sem mér finnst pirrandi við að vera kvenkyns nörd er árátta annara slíkra til að ganga út í öfgar í nördismanum til að sanna sig fyrir karlpeningnum. nördaprinsessur geta verið sorgleg fyrirbrigði, eins og sannaðist hér um árið.

ég er að hugsa um að gera á þessu vísindalega könnun næst þegar ég hef tíma til að eyða í vitleysu.

fangor-huxi

|



föstudagur, nóvember 04, 2005

 
ég var spurð að því hvaðan setningin í þriðjudagsfærslunni hér fyrir neðan væri komin, hún hljómaði svo kunnuglega. hún er komin úr míns eigins kolli, á að verða upphafssetningin í skáldsögunni sem ég ætla að skrifa þegar ég er orðin stór. þetta með kunnugleikann lofar auðvitað góðu, ef líkt gildir um tónlistarsmíð og ritun skáldskapar. ég hlýt að hafa dottið niður á smell...:þ

æfingar á jólaævintýri standa í fullum blóma. helginni verður varið í tónlistaræfingar og studíóupptökur, geisladiskurinn verður seldur á sýningum og á betri bandalagsskrifstofum landsins.

þann 14.okt næstkomandi verður ástkær eiginmaður minn, jón geir jóhannson þrítugur. blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja gleðja hann er bent á að hafa samband við mig.

gleðilegan flöskudag börnin mín, gangið hægt um gleðinnar dyr, það er trekkur.

*hmmm. smávægilegar leiðréttingar: ammli jóns er auðvitað 14.nóvember, og það ku vera 2.s í jóhannsson.*

hann ásgeir félagi minn er mikill snillingur. er að hugsa um að feta í fótspor hans til að redda fjárhagnum fyrir horn. 15 millur fyrir að kalla mig hnakkamellu...

|



fimmtudagur, nóvember 03, 2005

 
langt er síðan sá ég hann... loksins er netsamband orðið stöðugt og geðheilsan fer snarbatnandi. eftir 1 1/2 tíma stríð við þjónustuver símans og afar óheppilegt og ósanngjarnt geðvonskukast tekið út á saklausri afgreiðslustúlku í símabúðinni í kringlunni leystist netsambandsvandamálið. enn sem komið er amk, sjö, níu, þrettán.

ég er fokvond yfir umræðunni um misnotkun óléttra kvenna á hinu margumrædda og meingallaða heilbrigðiskerfi landsins. þessi umræða er á svipuðu plani og umræðan um fjölgun öryrkja, sem meðal annars má sjá hér. . þó að til séu örfáar konur sem hugsanlega misnota kerfið, eins og annar hver íslendingur gerir komist hann mögulega upp með það,(þá á ég við allan ríkispakkann ss. skattkerfið) eru þær miklu mun fleiri sem vinna jafnvel fram á síðasta dag. og þykir fínt. sú áhersla á að óléttar konur eigi að haga sér eins og ekkert hafi í skorist þar til þær fara á fæðingardeildina finnst mér fáránleg. öldungis hreint. og það sem mér finnst verst við hana er að sú krafa virðist koma jafnt frá báðum kynjum. auðvitað er gott ef slíkt er möguleiki, konan fyllt fítonskrafti eftir níu mánaða innanát, þyngdaraukningu og hormónasveiflur. frábært alveg hreint. en það er barasta sjaldnast þannig.

mér finnst kominn tími til að fólk fari að velta sér upp úr hlutum sem eru í alvörunni að á þessu landi.

|



þriðjudagur, nóvember 01, 2005

 
það er undarlegt að úthöfin með alla sína ægikrafta, leyfi tunglinu að stjórna flóði og fjöru

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com