fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


fimmtudagur, desember 23, 2004

 
síðasti dagur fyrir heimferð í kvöld. flýttum förinni vegna slæmra veðurhorfa. fyrir kl. 7:30 þarf ég að vera buin að skrifa 30 jóladiska og pakka inn öllum jólagjöfunum, koma þeim á rétta staði á höfuðborgarsvæðinu. þeir sem búa í jaðarbyggðum eru vinsamlegast beðnir að láta mig vita ef þeir fara í bæinn eða kringluna í dag svo ég geti afhent diska. ég er nebblega ekki ökufær, því miður. er meira svona eins og zombie af þessum bölvuðu lyfjum

kisi er uppskorinn og líður vel, nú þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að hann verði batteríislaus á víðavangi :þ

fangor-jólazombietré

|



miðvikudagur, desember 22, 2004

 
....hahaha...ha,ha,ha. ég var að koma heim af bráðavaktinni eftir fimm tíma dvöl. kvalræðið lét á sér kræla aftur með offorsi, ég fæ heiladrepandi verkjalyfin mín, sem ég byrjaði að taka aftur í gær og vitiði hvað?

ég er búin að þróa með mér svæsið lyfjaofnæmi! fékk ofsakláða dauðans og marbletti par excelans sem ná yfir um það bil 30% af líkamanum. nú lít ég út eins og jólatré, gul og rauð og blá. frábært. nú þarf bara að komast að því hvaða lyf nákvæmlega geta drepið mig ef ég passa mig ekki, hahaha, jibbíkóla, húrra.

kæri jóli. ég veit að ég hef verið vond kona. komið illa fram við fólk, þó að ég hafi reynt að bæta fyrir það síðar meir. ég hef fengið allt upp i hendurnar án lítillar fyrirhafnar, á frábæra fjölskyldu og vini, hamingjusamt hjónaband, íbúð og pakka. ég veit að gæðum heimsins er misskipt, en heldurðu að við gætum komist að einhverskonar samkomulagi? ég fæ heilsuna aftur og skal í staðin vera afskaplega þæg og góð, elska náungann ( meiraðsegja asnana sem ég þekki ekki neitt ) og reyna að láta gott af mér leiða í hvívetna. ég held að ég taki gæfu minni ekki sem sjálfsögðum hlut, en ég skal vera þakklátari fyrir það sem ég hef. og deila því með örðum eins og ég get. ha, plís? ég eiginlega nenni ekki meir.

fangor-jólatré par ekselans.

|



þriðjudagur, desember 21, 2004

 
þrítugsafmæli snorgils var hin besta skemmtan, kraftflimtingar með miklum ágætum og dansiball á eftir. þeir sem misstu af ódauðlegri útgáfu hraunverja af purple rain með jólabjöllum verða bara að bíta í það súra.

kvalræðið lét aftur á sér kræla í dag með látum, vonandi verður það yfirstaðið fyrir jól. annars fer ég í mál. við einhvern. og sveiþví bara.

ég ætla að klára að syngja inn á jólaplötuna á morgun svo vinir og vandamenn fá jólakortið í ár, þó kannski ekki fyrr en á þollák en örvæntið ekki, hún birtist.
( ef einhver gleymist fær hann nýjárskort )

yfirnorn ásta á ammli í gær (20 des, hún er 25:Þ), til hamingju með það mín kæra. kvalræðið kom í veg fyrir heimsókn, en úr því skal bætt á morgun þar sem ég hef fengið aumingjavottorð gegn frekari vinnu fyrir jól, og skal á lappir.

kisi minn fer í batteríisskipti í dag, gangi honum vel. þeir sem eru aflögufærir með góðar hugsanir beini þeim til hans svo allt gangi vel og batni fljótt.



|



föstudagur, desember 17, 2004

 
auðvitað gleymdi umboðsmaðurinn að auglýsa tónleikana í kvöld með ampop. og giggið í smekkleysubúðinni kl 17.00 fyrir þá sem eru að miðbæjarrottast. semsagt:

í kvöld er idol að venju, svo er stúdentakjallarinn á tónleika með úlpu og ampop. mæta takk...

|



fimmtudagur, desember 16, 2004

 
af jólalögum

snillingarnir í ampop gerðu jólalag sem komst í úrslit í jólalagakeppni rásar 2 i dag. allir að kíkja á
popplandsvefinn og kjósa. hlustunaroption koma inn á morgun, og lagið verður spilað á rás 2 til 21 des. ég þarf auðvitað ekki að minna lesendur á að sveitin þarf sárlega á umfjöllun og verðlaunum að halda fyrir komandi tónleikaferðir 2005:Þ

jóladiskur hrauns er í vinnslu, og stefnir í að hann verði tilbúinn fyrir jól í þetta skiptið. þeir sem vilja eintak og telja sig í hættu á að gleymast á jólakortalistanum mínum ( ég er skelfilega léleg í jólakortabransanum, en ég elska ykkur öll samt) endilega hafa samband sem fyrst svo við getum brennt nógu marga...
fangor-umboðsmaður stjarnanna.

|



miðvikudagur, desember 15, 2004

 
og allt í einu kom miðvikudagur. jólatónleikar voru með eindæmum skemmtilegir, fullt út úr dyrum og sérlegur gestaleikari eddi lár fór á kostum á rhodesinn. ég söng. það heyrðist reyndar takmarkað í mér út í sal,(sem gæti bara hafa verið kostur) en mér tókst þó að standa og halda andlitinu, svona mestmegnis:þ

var að koma af sýningu leikfélags hafnarfjarðar á birdy. þrælfín sýning, heldur mónótínísk á köflum en það skrifast held ég aðallega á leikstjóra. leikarar stóðu sig vel, snorri og stebbi kútur þó með eindæmum frábærlega. ekki vissi ég að litli bróðir væri svona mikill fugl í sér. þá er þarf ekki að hugsa meira um jólagjöfina, hann fær poka af fuglafóðri...

var að lesa ljóðabókina hennar evu, hún er frábær og ég hvet alla til að fjárfesta í henni fyrir jólin. hún má sko alveg vera mitt þjóðskáld, enda tími til kominn að endurreisa ljóð í hefðbundnum bragarháttum. miðað við almenna hringsækni listarinnar ætti akkúrat að að vera komið að þeirri tísku aftur. uppáhalds ljóðið mitt í dag heitir við fardagafoss. frábært hjá þér eva, til hamingju.

bókabúðarnördahlutinn af mér er að var að lesa karitas-án titils, eftir kristínu marju baldursdóttir. hún er góð. fantavel skrifuð, og skilur mikið eftir. söguslóðir eru meðal annars á borgarfirði eystri, sem gefur hluta bókarinnar aukið vægi fyrir þá sem til þekkja.

á eftir ljóðunum hennar evu las ég klisjukenndir birnu önnu í dag, hún er skemmtileg, mikið af kunnuglegum hugleiðingum og persónum. háskólasamfélagið og konur á hennar aldri virðast höfundi hugleiknar. ( og þetta segi ég blákalt framan í póstmódernistana með sínar sjálfstæðu textapælingar..þvuh,hí á ykkur bara! ) bókin skilur nú svosem ekki mikið eftir sig, en hún ekki leiðinleg aflestrar. ég held að ég geti sagt að hún sé svona fullorðins dís sem hefur þrátt fyrir allt ekki þroskast neitt að ráði.

af gefnu tilefni, ég mælti með börnunum í húmdölum fyrir börn á öllum aldri helst til snemma. hún er nefnilega alls ekki við hæfi barna yngri en 12 ára! þegar dregur nær endalokunum nær hryllingurinn yfirtökum, og hér er komin fyrsta íslenska splatter-bókin að ég held. hún er þrælgóð, en ekki gefa litlum börnum hana, frekar fólki með sterkar taugar yfir tólf ára. ég bíð spennt eftir næstu bók þessa höfundar; jökuls valssonar. hann er hinn efnilegasti.

annað er ekki í fréttum.

|



föstudagur, desember 10, 2004

 
Jólatónleikar Hraunverja á Rósenberg í kvöld

já kæru landsmenn, það er komið að því. Í kvöld verður haldin jólagleði, flutt verða lög af síðustu jólaplötu sveitarinnar og nokkur af þeirri nýju. vinir og vandamenn munu stíga á stokk ( þar á meðal ég sjálf ef ég dey ekki úr míkrófónafóbíu )og gleðja hjörtu gesta og gangandi með nýstárlegum flutningi. og textum. og lögum, ef út í það er farið, hverjum datt til dæmis í hug að exit music for a film væri svona gullfallegt jólalag nema svavari og stebba...?

hvet alla til að mæta, þeir sem ekki hafa séð hraun nú þegar eiga auðvitað að skammast til að kíkja við, og fyrir fastagestina verður nýtt og skemmtilegt dót á boðstólum. doddi er búinn að baka piparkökurnar og jólabjór á góðu verði. tónleikarnir munu hefjast um 10:30, síðan leysist kvöldið upp í vitleysu að venju um hálfeittleitið.

skamm fær leikfélag hafnarfjarðar fyrir að asnast til að frumsýna á sama tíma. ætla að fara á sýningu á sunnudagsvköldið, maður má nú ekki missa af litla kút takast á við stórhlutverk eins og fuglamanninn. en kommon, frumsýning rétt fyrir jól? þetta er nú bara ekki hægt.

|



þriðjudagur, desember 07, 2004

 
jólagjafageðveikin hefur heltekið þjóðina. aumar búðarlokur hljóta að smitast með einum eða öðrum hætti. mig langar í svona, og svona, svo langar mig líka í þetta, og þetta líka. og svona dót. jólageðveiki, jólagræðgi. bara svona til að prófa eitthvað nýtt. sá galli er hins vegar á að ekki er hægt að panta þetta dót í gegn um amazon og toys'r us, út af einhverjum zone-reglum. grrrr. okkur evrópubúum er gróflega mismunað á leikjasviðinu. steini, gunnhildur...hafið þið nokkuð betra að gera en að skjótast fyrir mig í toys'r us..?:þ

|



laugardagur, desember 04, 2004

 
það er allt of langt síðan ég hef tekið bjánalegt próf á netinu. best að skella því inn. ég hef endurheimt krafta og lífsgleði eftir langa við og mun skella mér skoppandi út á samkvæmislífið í kvöld,drengirnir í hraun eru á hressó og ég á öllum fjórum hindarfótunum:þ. er að lesa börnin í húmdölum eftir jökul valsson, alvöru hrollvekju fyrir börn á öllum aldri. sú fyrsta sinnar tegundar sem ég hef lesið amk. ekki verið að leita í íslenska þjóðsagnaarfinn eins og mikið virðist vera í tísku núna. bókin er skemmtilega skrifuð og blandar realískum elementum vel inn í söguna. veruleiki barnanna í húmdölum er raunsær og átakanlegur á köflum, og ógnin sem að þeim steðjar er gæsahúðarvaldandi. á morgun mun ég hefja lestur á áritunarmanninum. stefni að sakleysingjum ólafs jóhanns á mánudag. ó það er gaman að vera bókabúðarormur í desember..

You are 80% Leo







fangor-the flaming lion

|



miðvikudagur, desember 01, 2004

 
ferðasagan verður að bíða betri tíma. vinnan kallar, ég verð að ná mér í þekkingu hið snarasta, allir að koma og versla jólabækurnar hjá mér eftir ca. viku... sit og les yfir hryllingsheima reykjavíkur í samfylgd stefáns mána. þar er ekki gott að búa. svei mér ef ég þekki ekki fólk sem hefur búið þar. og þvælist jafnvel inn ennþá. ekki langar mig að vita hversu mikið af þessari bók er byggt á raunverulegum sögum frá dóptvíburanum á hrauninu. ojbara. holl lesning amk. og ágætis skemmtan enn sem komið er. á morgun ætla ég að leggjast yfir ólaf jóhann og sakleysingjana

bætti við link hér til hliðar, annar maður sem týndist úr lífinu mínu ( var reyndar rekinn en það er önnur saga, batnandi fólki...osfrv.) óperudraugurinn

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com