fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


miðvikudagur, desember 15, 2004

 
og allt í einu kom miðvikudagur. jólatónleikar voru með eindæmum skemmtilegir, fullt út úr dyrum og sérlegur gestaleikari eddi lár fór á kostum á rhodesinn. ég söng. það heyrðist reyndar takmarkað í mér út í sal,(sem gæti bara hafa verið kostur) en mér tókst þó að standa og halda andlitinu, svona mestmegnis:þ

var að koma af sýningu leikfélags hafnarfjarðar á birdy. þrælfín sýning, heldur mónótínísk á köflum en það skrifast held ég aðallega á leikstjóra. leikarar stóðu sig vel, snorri og stebbi kútur þó með eindæmum frábærlega. ekki vissi ég að litli bróðir væri svona mikill fugl í sér. þá er þarf ekki að hugsa meira um jólagjöfina, hann fær poka af fuglafóðri...

var að lesa ljóðabókina hennar evu, hún er frábær og ég hvet alla til að fjárfesta í henni fyrir jólin. hún má sko alveg vera mitt þjóðskáld, enda tími til kominn að endurreisa ljóð í hefðbundnum bragarháttum. miðað við almenna hringsækni listarinnar ætti akkúrat að að vera komið að þeirri tísku aftur. uppáhalds ljóðið mitt í dag heitir við fardagafoss. frábært hjá þér eva, til hamingju.

bókabúðarnördahlutinn af mér er að var að lesa karitas-án titils, eftir kristínu marju baldursdóttir. hún er góð. fantavel skrifuð, og skilur mikið eftir. söguslóðir eru meðal annars á borgarfirði eystri, sem gefur hluta bókarinnar aukið vægi fyrir þá sem til þekkja.

á eftir ljóðunum hennar evu las ég klisjukenndir birnu önnu í dag, hún er skemmtileg, mikið af kunnuglegum hugleiðingum og persónum. háskólasamfélagið og konur á hennar aldri virðast höfundi hugleiknar. ( og þetta segi ég blákalt framan í póstmódernistana með sínar sjálfstæðu textapælingar..þvuh,hí á ykkur bara! ) bókin skilur nú svosem ekki mikið eftir sig, en hún ekki leiðinleg aflestrar. ég held að ég geti sagt að hún sé svona fullorðins dís sem hefur þrátt fyrir allt ekki þroskast neitt að ráði.

af gefnu tilefni, ég mælti með börnunum í húmdölum fyrir börn á öllum aldri helst til snemma. hún er nefnilega alls ekki við hæfi barna yngri en 12 ára! þegar dregur nær endalokunum nær hryllingurinn yfirtökum, og hér er komin fyrsta íslenska splatter-bókin að ég held. hún er þrælgóð, en ekki gefa litlum börnum hana, frekar fólki með sterkar taugar yfir tólf ára. ég bíð spennt eftir næstu bók þessa höfundar; jökuls valssonar. hann er hinn efnilegasti.

annað er ekki í fréttum.

|


Comments: Skrifa ummæli


Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com