fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


þriðjudagur, nóvember 30, 2004

 
ég er komin heim, set inn ferðasöguna á morgun. merkileg svona tónleikaferðalög.

bið alla sem ég þekki að senda mér sms á morgun, kvitta undir með nafni takk. ég er nefnilega komin með nýjan síma og á ekki eitt einasta símanúmer lengur, þökk sé minniseyðandi eiginleikum gsm-símaskrárinnar. þeir sem vilja þekkja mig, alltént:þ

ég mun hefja störf aftur á morgun, í fyrsta skipti síðan í september. þeir sem vilja veita mér áfallahjálp geta komið á ungann upp úr 4...

|



fimmtudagur, nóvember 25, 2004

 
london er finasta borg. ekkert undan henni at kvarta. fyrir utan rummunginn sem stal simanum minum i tubinu, er semse simalaus og fotlud sem er hrikalegt.allir kontaktar og minnisatridi thurrkud ut. allir ad senda mer nofn i sms thegar eg kem heim aftur og fae nyjan.

erum komin til bath sem er dasamlega fallegur og spes baer.her er allt lifraent,pinulitlar budir med servorum og frabaerir local stadir. vid sitjum nuna a stad sem er med risastorum opnum arni og kosiheitum,einn karakter ur grimmsavintyrunum i horninu sem frikadi jon geir ut thegar hann taladi vid hann:)

her mun eg setja upp baekistodvar fyrir komandi bretlandstura. thegar drengirnir verda ordnir rikir og fraegir...

|



laugardagur, nóvember 20, 2004

 
og allt í einu kom helgi. fór í gær á óvænt hraungigg á rósenberg sem var með miklum ágætum. bæði uppáhaldslögin mín voru flutt eins og svavari og gumma einum er lagið. ó hvað þetta band er dásamlegt! ( og ég er ekki hlutdræg ). annað gigg í kvöld.


annars ber helst til tíðinda að við hjónakornin förum með ampop til london í fyrramálið, eldhress eftir gigg á rósenberg (takk svavar..:þ) og verðum úti í viku. þeir drengir ætla að spila 3 gigg í london og eitt í bath, þar sem okkur gefst vonandi tími til að skoða skrýtnu drúidasteinana. einnig vonast ég til að þeir verði heimsfrægir og ríkir. þá ætla ég nefnilega að gerast rithöfundur, bókmenntarýnir og allsherjarbóhem. það má samt ekki koma niður á hraungiggunum. sé fram á skemmtileg skipulagsmál eftir áramótin þar sem ég mun sjá um bókanir fyrir ampop líka eftir áramót, hægt en örugglega breytist ég í einar bárðar og verð loksins á forsíðu séð og heyrt sem umboðsmaður stjarnanna. *pósa fyrir myndavélina og alla ímynduðu aðdáendurna*
skotta og ástþór, ég hlakka til að sjá ykkur!


|



miðvikudagur, nóvember 17, 2004

 
þvílíkar dásemdir í veðrinu í dag. óð snjó í ökkla og fékk mér kakó á unganum í góðum félagsskap. fylltist nýjum þrótti og orku við þessi veðrabrigði og vona að þau endist sem lengst og hér muni ríkja alvöru vetur í stað grámyglunnar sem hefur tröllriðið húsum síðustu "vetur" í reykjavík.

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

|



þriðjudagur, nóvember 16, 2004

 
með geðbólgnum társtokknum baráttukveðjum:

Take the quiz: "Which American City Are You?"

San Francisco
Liberal and proud, you'll live your lifestyle however you choose in the face of all that would supress you.

og hananú!

|



mánudagur, nóvember 15, 2004

 
kæri yfirhjúkrunarfræðingur deildar 21a landspítala-hringbraut.

mig langar til að koma á framfæri til þín og annara hjúkrunarfræðinga deildarinnar nokkrum athugasemdum.

ég hef frá 12 ára aldri verið með sjúkdóm sem kallast fjölblöðrumyndun á eggjastokkum. einnig er ég með svokallað legslímuflakk auk ítrekaðra samvaxta milli líffæra í kviðarholi.þegar ég var 12 ára missti ég annan eggjastokkinn vegna þessa. það olli mér engum teljandi vandræðum þar til ég komst á tvítugsaldurinn, en þá jókst blöðrumyndun og áðurgreint legslímuflakk til muna. ég lifði svosem með því, 2-3 dagar í mánuði þar sem ég rétt stóð á löppunum vegna sársauka en stóð þó. síðustu 3 árin hefur hinsvegar farið svo að ég hef 6 sinnum farið í skuraðgerðir vegna þessara vandamála, og síðasta árið hef ég farið 3.sinnum, þar sem breytingar hafa orðið á þessum blöðrumyndunum sem valda því að þær springa ekki við tíðir eins og venjulega gerist heldur blæðir inn í þær og út í kviðarholið. slíkt er læknisfræðilega viðurkennt að valdi gríðarlegum sársauka. einnig hefur legslímuflakk og samvaxtarmyndum verið mikil. hvers vegna þetta hefur breyst veit ég ekki, og ekki þeir 2 kvensjúkdómalæknar sem hafa annast mig þennan tíma. frá byrjun september þessa árs hef ég verið óvinnufær vegna þessara vandamála, og hef farið í 2 skurðaðgerðir vegna þessa, þar af aðra inni á landspítala, þar sem ég dvaldi í ykkar umsjón. viku eftir þá aðgerð fékk ég aftur blöðrur, sem ekki hurfu, og var ég lögð inn hjá ykkur vegna þess að mér var ekki vært vegna verkja, til að ég gæti vengið verkjalyf í sprautuformi. svo var ég send heim með 100 töflu pakka af parkódín forte sem hefur verið nánast daglegur félagi minn núna í 2 mánuði. ég hefði svosem getað verið lengur á spítalanum eins og læknirinn minn bauð mér, en ég taldi að ég gæti allt eins grenjað í sófanum mínum eins og hjá ykkur, eins lengi og ég gæti hvílst og hreyft mig í smátíma á hverjum degi án þess að liði yfir mig af sársauka. þegar svo er hins vegar komið að 24.tíma sólarhringsins getur einstaklingur sig hvergi hrært né heldur sofið vegna verkja, er kominn tími til að leggja fólk inn á spítala. það sagði allavega læknirinn minn sem bauð mig velkomna þegar sársaukinn væri orðinn óbærilegur. sem ég þáði. það er ekki leggjandi á aðra fjölskyldumeðlimi að horfa upp á ástvin sinn í slíku ástandi dögum saman og fá ekkert að gert, auk þess sem ég hafði ekki úthald í meira.

þegar ég kom til ykkar var tekið vel á móti mér í fyrstu, ég fékk mínar sprautur og verkjalyf, sem kom svo í ljós að virkuðu ekki jafn vel og lengi og ætlast var til. það þarf svo sem ekki að koma á óvart að manneskja sem hefur verið á verkjalyfjum í lengri tíma myndi með sér þol gegn þeim. það stendur í bókunum, ég meiraðsegja vissi það. hins vegar virtust hjúkrunarfræðingar deildarinnar ósáttir við þessa stöðu mála. meira að segja svo ósáttir, að á 2. njótt innilegu minnar lá ég stútfull af morfínskyldu lyfi með augasteina eins og títuprjónshausa en fann samt sem áður fyrir miklum sársuka. þetta taldi ein af líknandi höndum deildarinnar vera skírt dæmi um það að ég væri annaðhvort móðursjúk eða morfínfíkill að ná mér í næsta fix, þetta væri nú bara ekki hægt og hún vissi bara ekkert hvað hún ætti að gera við mig. þetta væri í hæsta máta óeðlilegt ástand og ég ætti að leita mér annarar aðstoðar.

þetta varð til þess að ég fylltist umsvifalaust gríðarlegri skömm og sektarkennd fyrir að vera veik, fannst ég vera aumingi af versta tagi sem legðist upp á önnum kafið starfólk deildarinnar sem hefði betri hluti við tíma sinn að gera en sinna svona aumingjum eins og mér. þegar maðurinn minn kom stuttu seinna að mér hágrátandi og skjálfandi í rúminu reiddist hann svo mjög að hann átti orðaskipti við viðkomandi hjúkrunarfræðing sem enduðu þannig að hún kom til mín og bað mig afökunar, útskýrði fyrir mér að fólk gæti myndað lyfjaþol eftir langvarandi neyslu þeirra, og tók af mér skýrslu, sem hafði einhverra hluta vegna verið rangt fyllt út og engar tilhlýðlegar skýringar gefnar á veru minni á þessari deild aðrar en þær að ég væri að koma aftur á stuttum tíma vegna verkja. af því hafði hún og fleiri aðilar dregið þá ályktun að eitthvað væri bogið við veru mína þarna.hún ákvað svo að gefa mér sterkari lyf sem krabbameinssjúklingurinn innar á ganginum var að fá, sem dugðu til að steinrota mig klukktíma seinna. ég vaknaði síðan í hnipri til fóta í rúminu mínu daginn eftir, fékk lækni sem sagði að þetta gengi ekki lengur og ákvað að setja mig á hormónalyf sem drepa niður alla starfsemi í móðurlífinu. ég fékk sprautu í magann, spurði hvort ég mætti þá bara fara og því var jánkað. enginn spurði mig neins, ég var ekki formlega útskrifuð svo ég viti til, og enginn athugaði um líðan mína eftir nóttina. ég tók saman föggur mínar og skreiddist út.

nú spyr ég þig, kæri yfirhjúkrunarfræðingur: hvernig væri að í stað þess að hengja upp plaggöt með skrítlum af starfi deildarinnar, og þá sérstaklega hjúkrunarkonunni lindu sem virðist hafa átt skrautlegan feril, væru sett upp þau kjörorð sem hanga á flestum öðrum deildum spítalans; aðgát skal höfð í nærveru sálar.. því að sjúklingar sem hafa verið sprautaðir niður með lyfjum í yfir sólarhring hafa ekki orku til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar ráðist er á þá með ómaklegum athugasemdum sprottnum af vanþekkingu á ástandi viðkomandi, sem þó er til á skýrslum stofnunarinnar. samskipti starfsmanna deildarinnar mættu vera þeim mun betri þar sem ein vaktin virðist varla vita hvað hin gerir, og í þessi 3. skipti sem ég hef þurft að leita til ykkar hef ég ítrekað orðið vitni að rifrildum og pirringi milli starfsfólks sem augljóslega er yfirkeyrt af vinnuálagi, undirmannað og ekki allt of hresst með niðurskurði spítalans. þetta get ég allt vel skilið, það er ekki gott að vinna við þessar aðstæður en það ætti ekki að bitna á því fólki sem til ykkar þarf að leita.

eftir þessa áras sem ég varð fyrir af hálfu starfsmanns deildarinnar, stóð ég um tíma á gangi deildarinnar með svo mikinn ekka að ég gat ekki talað. grátbólgin og útúrdópuð. ein kona lét sér detta í hug að athuga hvað væri að angra mig, og hvort hún gæti hjálpað mér eitthvað. aðrir starfsmenn litu á mig og gengu framhjá. þessi kona var sjúkraliði. hún var eina manneskjan sem tók í hendina á mér og reyndi að róa mig niður. vinaleg snerting í eyðimörkinni.

er ekki markmið hjúkrunarfræðinga að líkna og leitast við að láta sjúklingum líða vel? eða er þeirra starfssvið einungis að úthluta lyfjum á réttum tíma og pirrast yfir því að þurfa að breyta út af venjulegri lyfjagjöf? dettur starfsfólki þínu virkilega í hug að það sé einfaldasta leiðin til að ná sér í læknadóp að láta leggja sig inn á sjúkrahús? mér hefur sýnst það af umfjöllun í samfélaginu að til séu einfaldari leiðir. ekki er það maturinn eða þjónustan sem heillar mig, það get ég alveg sagt þér. ég er ekki dópisti, væri orðin það fyrir löngu ef slíkt heillaði mig. mér finnst afar óþægileg tilfinning að vera með takmarkaða heilastarfsemi sökum lyfjaáts. ég er heldur ekki alkóhólisti, þrátt fyrir að hafa gen til. það er bara ekki fyrir mig. þeir sem þekkja mig vita líka að mér finnst fátt aumkunarverðara en dópistar. ég er reyndar nikótínfíkill, ég viðurkenni það fúslega. þó ekki svo slæmur að ég léti keyra mig niður í kjallara á smókinn meðan á legu minni stóð. ég hafði bara hvorki orku til þess, né löngun. fyrir það fékk ég reyndar hrós frá ásakandi hjúkrunarfræðingnum, þegar hún loksins ákvað að athuga mín mál. húrra fyrir mér.

ég vona að ykkur takist að vinna úr niðurskurði og slæmum aðbúnaði starfsfólks ykkar svo þið hafið viðunandi vinnuaðstöðu. ég óska þess líka að starfsfólkið verði sett í endurmenntunarnámskeið um hlutverk og eðli hjúkrunar. ég veit svosem að þið eruð farin að þekkja mig, og miðað við ástand mitt er líklegt að ég lendi hjá ykkur aftur. en ég verð þá búin að taka saman sjúkraskýrslur mínar frá 12. ára aldri og aðrar upplýsingar sem að gagni koma, svona ef þið skylduð vera búin að gleyma orsökum vandræða minna. ég þess óska svo sannarlega að ég þurfi ekki að heimsækja ykkur aftur á næstunni, ég sé ekki að það sé skárra að koma frá ykkur líkamlega skárri með sár á sálinni.

bestu kveðjur,

nanna

|

 
hann á ammælídag....hann jón geir.

argentína steikhús, mmm...matur.

litli kútur fékk ekki edduna þrátt fyrir skipulagt samsæri landsbyggðarlýðsins :(

ég stend í lappirnar, húrra fyrir því.

fangor-móðursjúki morfínfíkillinn

|



fimmtudagur, nóvember 11, 2004

 
smá pælingar: að hafa eitthvað í flimtingum. fullgild og skemmtileg orðnotkun. það hefur verið registerað í orðabók fangors ásamt nýyrði sem af því er sprottið:

snorri hergill vinur vor er sumsé kraftflimtingamaður, og hefur orðið annar besti kraftflimtingamaður landsins (hefði átt að hafa sigur, en..)legg ég til að þetta orð verði tekið upp í staðin fyrir standöppari eða uppistandari, en mér finnst hið síðarnefnda vera eitthvað dót til að setja á reiðhjól.

annars er viðskiptum mínum við læknamafíuna lokið í bili, mér er ekki skemmt, hef sjaldan farið verr út úr þeim viðskiptum og ég ætla að grenja næstu 3 dagana, svo enginn láti sér nú bregða. þeir sem vilja mega líta við, en gerð er sú krafa að gestir vaski upp eftir sig þar sem eldhúsvaskurinn er ekki í sambandi og þarf að nota baðið til slíkra verka.einnig er ráðlegt að hafa með sér vasaklút. eða mæta í gúmmístígvélunum.< br>
fangor-mérerekkiskemmt

|



mánudagur, nóvember 08, 2004

 
fangor fór í óperuna til að sjá litlu flinku frænkuna um helgina. ó þvílík dásemd. ég grét úr mér augun (sem betur fer er hægt að fá servíettur í sjoppunni) og skemmti mér hið besta. mæli með því að allir sjái þessa sýningu fyrir jólin. hún er afskaplega falleg, kóreógraferingar mjög fínar, söngur í háklassa og tónlistin fín, nokkur grípandi lög enn að söngla í höfðinu á mér. snilldarhugmynd að nýta sweeney todd bakgrunninn í þetta líka. þessi sýning er þó ekki fyrir börn undir 6 ára aldri, eins og nokkrir áhorfendanna miskkildu um helgina. litlu krílin skilja ekki neitt og gráta bara af því að hún deyr...en það sem hún tóta frænka mín er falleg og flink. *öfund*. ég ætla aftur.

kíkti við á spítalanum, fékk ný resept fyrir heiladrepandi og er velkomin í sprautur þegar ég þoli ekki meir. er að vinna í að finna jafnaðargeðið aftur og taka nýju hruni með höfuðið hátt, tignarleg eins og þrífætt hind með glott á vör. ég fer alltént ekki í vinnu fyrir 1 des. þangað til..hef þó amk. tíma til að lesa það sem kemur út fyrir jólin núna, svo ég ætti að vera vel inni í upplýsingasölugírnum þegar að törninni kemur. ég bara get ekki hugsað mér að vera ekki í bókabúð að skeggræða bókmenntir við allskonar fólk fyrir jólin. ég fæ mér þá bara hjólastól og sit á miðjum pallinum í íslenskudeildinni og geri atferlisrannsókn á því hvort fólk trúir orðum bókmenntafræðings með fötlun eða hvort það gerir samúðarinnkaup..:þ

ég þakka vinum og vandamönnum enn og aftur fyrir heimsóknir sem gleðja hjartað. ég er svosem ekki til mikilla gáfulegra viðræðna sökum lyfjaáts en get hellt upp á kaffi. eða gefið leiðbeiningar að kaffigræjunum. og hef endalaust gaman að því að hafa fólkið mitt í kring um mig. *elskykkuröll*.

fangor-tignarleg eins og þrífætt hind


|



föstudagur, nóvember 05, 2004

 
föstudagur til frægðar segir í kvæðinu.

uppfærðir linkar á þórunni grétu og kötu snilling í grikklandi hér til hliðar. ég áttaði mig allt í einu á því að þórunn gréta hefur ekki verið inni í langan tíma og er það auðvitað til skammar *roðn* afsöka mig.

idol á sínum stað í kvöld, rólegheitastemming og spil á dagskrá þar sem líkaminn ætlar að svíkja mig og hefja nýtt vandræðatímabil. grrrrr! ég er nú eiginlega búin að fá nóg, svona í bili. þeir sem vilja hughreysta mig eru velkomnir, blóm og súkkulaði vel þegin...:þ

fangor-aumingi af guðs náð

|



fimmtudagur, nóvember 04, 2004

 
það þarf nú varla að taka fram vonbrigði mín með úrslit kosninga. svei því alla daga.

í fréttum er fátt eitt, svo við höfum spurningu dagsins í staðin:

ætli þau hafi ekki bara étið gorm?

fangor-batnandi fólki er best að lifa, áður en það veikist aftur.

|



miðvikudagur, nóvember 03, 2004

 
auðvitað fer blogger í verkfall af umferð á kosninganótt.*grr*

|

 
komst að því síðustu 2. daga að ég hef ekki náð almennilegri heilsu, ég reyndi að halda í við móður mína og frænku í innkaupaferð og þurfti að leggjast fyrir seinnipart dags. hvort sem það stafar nú af líkamlegu ónýti eða andlegu óþoli fyrir langtíma búðarrápi.. í það minnsta get ég setið og hlustað á tónlist í mun lengri tíma:þ

þær mæðgur spunkhildur og saga litu við og glöddu hjartað, saga teiknaði af mér afbragðsfína batnimynd sem skreytir nú ísskápinn. takk fyrir það.

í öðrum fréttum er svo helst að vesturgatan vakir og vonar að kerry hafi sigur.*krossaputta*

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com