fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


mánudagur, nóvember 08, 2004

 
fangor fór í óperuna til að sjá litlu flinku frænkuna um helgina. ó þvílík dásemd. ég grét úr mér augun (sem betur fer er hægt að fá servíettur í sjoppunni) og skemmti mér hið besta. mæli með því að allir sjái þessa sýningu fyrir jólin. hún er afskaplega falleg, kóreógraferingar mjög fínar, söngur í háklassa og tónlistin fín, nokkur grípandi lög enn að söngla í höfðinu á mér. snilldarhugmynd að nýta sweeney todd bakgrunninn í þetta líka. þessi sýning er þó ekki fyrir börn undir 6 ára aldri, eins og nokkrir áhorfendanna miskkildu um helgina. litlu krílin skilja ekki neitt og gráta bara af því að hún deyr...en það sem hún tóta frænka mín er falleg og flink. *öfund*. ég ætla aftur.

kíkti við á spítalanum, fékk ný resept fyrir heiladrepandi og er velkomin í sprautur þegar ég þoli ekki meir. er að vinna í að finna jafnaðargeðið aftur og taka nýju hruni með höfuðið hátt, tignarleg eins og þrífætt hind með glott á vör. ég fer alltént ekki í vinnu fyrir 1 des. þangað til..hef þó amk. tíma til að lesa það sem kemur út fyrir jólin núna, svo ég ætti að vera vel inni í upplýsingasölugírnum þegar að törninni kemur. ég bara get ekki hugsað mér að vera ekki í bókabúð að skeggræða bókmenntir við allskonar fólk fyrir jólin. ég fæ mér þá bara hjólastól og sit á miðjum pallinum í íslenskudeildinni og geri atferlisrannsókn á því hvort fólk trúir orðum bókmenntafræðings með fötlun eða hvort það gerir samúðarinnkaup..:þ

ég þakka vinum og vandamönnum enn og aftur fyrir heimsóknir sem gleðja hjartað. ég er svosem ekki til mikilla gáfulegra viðræðna sökum lyfjaáts en get hellt upp á kaffi. eða gefið leiðbeiningar að kaffigræjunum. og hef endalaust gaman að því að hafa fólkið mitt í kring um mig. *elskykkuröll*.

fangor-tignarleg eins og þrífætt hind


|


Comments: Skrifa ummæli


Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com