fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


fimmtudagur, ágúst 31, 2006

 
ég er ekki búin að vera í bænum nema rétt um sólarhring og allt komið á fullt aftur. ég stjórnarfundaði með hugleik valdi mér þátt til að leikstýra, gekkst inn á að leika í öðrum og sé fram á skemmtilega tíma. sé fram á að mitt höfundareinkenni sem leikstjóra verði að leikstýra eingöngu þáttum eftir júlíu hannam...;þ

barnið mitt krúttfríður kvaran fór í sína fyrstu sprautu í dag og lét sér ekki bregða fremur venju. hún fékk skoðunarmiða og þarfnast ekki frekara viðhalds ef að líkum lætur fyrr en eftir tvo mánuði.

það er svo merkilegt hvernig fólk flækist inn og út úr i tilveru manns. þegar við vorum að fara í gegn um allt draslið af háaloftinu heima fann ég nokkur bréf sem gamall og góður vinur minn hafði skrifað mér í grunnskóla og byrjun menntaskólaáranna auk ógrynna af tímaglósum sem innihéldu mestmegnis samræður okkar á milli um lífið og tilveruna sem var ákaflega skemmtileg oftast nær, í það minnsta alltaf athygliverð. mér þótti dálítið merkilegt að ég skildi hafa geymt þetta dót, við höfum ekki haft samband í lengri tíma eins og gengur. en ég hitti hann fyrir tilviljun í dag og áttaði mig þá á því að ég hef saknað hans. og annara reyndar líka, allt of margt sniðugt fólk sem ég er búin að týna einhversstaðar. þessi tiltekni einstaklingur er alltaf ein af uppáhalds manneskjunum mínum, þó að ég hitti hann nánast aldrei.
og það er svo skemmtilegt þegar maður man afhverju.


|



miðvikudagur, ágúst 30, 2006

 
öðruvísi mér áður brá. hér í gamla daga börðumst við leikfélagarnir um á hæl og hnakka til að sníkja undanþágur frá fyrstu morguntímum í me þegar frumsýningar lme stóðu fyrir dyrum og fólk að vinna fram á nætur. það var sjaldnast sem slíkt leyfi fékst gefið. nú ber svo við að fyrsti tíminn í me er felldur niður. svo að nemendur geti vakað yfir sjónvarpinu.... ég veit ekki alveg hvort ég á að hlæja eða gráta. auðvitað viljum við hag magna sem mestan og þjóðin sameinast í atkvðæasprengjuherferð. því miður lítur út fyrir að hinir illu kanar hafi séð við herbrögðum íslensku þjóðarinnar. kosningakerfið hjá msn hrundi. oh sveiðíbara.

ég er annars afturkomin.

|



laugardagur, ágúst 26, 2006

 
það líður að heimför og er út í það er farið, jólum.

jg skilar sér á morgun, er ekki búin að ákveða hvort við úlfhildur förum strax eða á mánudagskvöldið. hlakka til að sjá snjáldrin á þeim sem eru höfðuborgarsvæðis og bíð spennt eftir að komast í handritasafn hugleikska heimsveldisins þar sem mig langar í þátt til að leikstýra.

|



mánudagur, ágúst 21, 2006

 
elsku bestu svandís og jónatan, til hamingju með fallega drenginn ykkar. berglindi og markúsi ber líka að senda hamingjuóskir. nú getum við sigga lára aldeilis farið að plotta framtíð dætranna. þær fá auðvitað ekkert val um að giftast út fyrir hópinn, tengdasynirnir eru fæddir..:Þ

við komum í bæinn næstu helgi, sunnudaginn líklegast. þá er að drífa sig að lesa nýju höfundarverkin hjá hugleikska heimsveldinu og velja stykki til að leikstýra. jibbíkóla...

|



laugardagur, ágúst 19, 2006

 
ég var hreinlega búin að gleyma því hvað mér þykir gaman að dansa eins og vindurinn. það gerði ég svikalaust í kvöld ásamt þeim halldóru, skottu og kristrúnu. ég var líka búin að gleyma því hvað hljómsveitin mín er æðisleg og hvað svavar er ofboðslega góður söngvari. jafnvel þegar hann er raddlaus.

ég er óðum að verða að mér aftur.

lífið er gott.

|



miðvikudagur, ágúst 16, 2006

 
og enn er tími afmæla. í dag eigum við ektahjón brúðkaupsafmæli. humarfylltar grísalundir í kvöldmat. *smjatt*

|



þriðjudagur, ágúst 15, 2006

 
jæks.

hammó með ammó égsjálf.

|



mánudagur, ágúst 14, 2006

 
heimilisfólk fylgist með rock star supernova af miklum áhuga. magni stendur sig eins og hetja og á allt gott skilið. hvort það er gott að vinna með mönnum eins og tommy lee er svo aftur önnur saga. eftir því sem fækkar í keppninni verður baráttan um atkvæðin harðari og það hlýtur að koma að því að magni lendi í þremur neðstu sætunum þegar færri verða eftir. ef svo fer er auðvitað nauðsynlegt að vanda lagavalið. væri ekki sterkur leikur að taka eitthvað íslensk rokk? á mínu heimili er það engin spurning. hann hlýtur, nei, verður að taka fjöllin hafa vakað. mætti jafnvel þýða textann " mountains have been avake for a thousand years, if you stare into the rock then you can see the tears.." það meiraðsegjarímar! áfram ísland...:Þ

annars er klukkan orðin rosalega margt. alltof jafnvel. ég verð þrítug á morgun. jæks.

|



föstudagur, ágúst 11, 2006

 
ég málaði allan heiminn elsku mamma...og svo fór ég bara að leika við manninn minn og stefán, halldóru og guðjón. atvinnuleikhús á austurlandi er orðið að veruleika, hér er frú Norma.

ég kem ekki í bæinn til að verða þrítug en fljótlega upp úr því..

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com