fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


föstudagur, maí 20, 2005

 
all out of luck

það eigum við selma sameiginlegt. hún tapaði í júróvisjón, ég er búin að tapa yfirráðunum yfir líkama mínum. ég hegða mér eins og jóðsjúk kona, og ef að líkum lætur mun ég ( og vesalings fólkið í kring um mig) eiga þessi slæmheit yfir höfði sér næstu 2-4 mánuði. jafnvel lengur. úff.

ég komst nefnilega að því í gær að hormónarnir sem ég er á virka svona svipað á sálina og fyrstu 3 mánuðir meðgöngu. stanslaus þreyta, geðssveiflur og almenn leiðindi. hormónaskammtinum mínum var breytt í vikunni og ég missti alveg stjórn á aðstæðum. ég er búin að eyða síðustu 10 árum í að reyna að ná tökum á eðlislægri frekju og tilhneigingum til að valta yfir annað fólk án þess að líta til baka. með einu klikki á sprautupenna er sú vinna farin fyrir gíg. húrra fyrir læknavísindunum.

vissulega fer meðganga misjafnlega með skapið á konum, en hjá mér lýsir þetta sér í heiftarlegum skapsveiflum, þreytu og stanslausu nöldri yfir hlutum sem engu máli skipta. sem dæmi má nefna áðurnefnt hnuss yfir litlu systur hennar rannveigar. allir sem voru fyrir mér á hellisheiðinni á leiðinni til ölla. heimskt fólk sem ég sé í hverju horni þessa dagana. mennirnir sem voguðu sér að kalla mig "kjééllingu" á rósenberg í gær og horfa á brjóstin á mér. ég tjáði mig um textatúlkun og póstmódernisma á síðunni hennar evu af því að mér fannst einhver vera með asnaleg komment. andvarp. ef plön ganga eftir og ég verð ófrísk á næstunni eiga gestir og gangandi sumsé von á hverju sem er.

ég vil bara biðja ykkur fallega fólk að láta mig vita ef ég nöldra óhóflega og missi mig yfir einhverju sem skiptir engu máli, það má alveg pota í mig og biðja mig að draga andann rólega. bliðlega samt, ég get ekki garanterað að bíta ekki puttann af í skyndilegu bræðiskasti. en ég mun hinsvegar gera mér grein fyrir því innan nokkurra sekúndna að ábendingin hafi verið rétt og setja plástur á puttann eða bruna með hlutaðeigandi á slysadeildina. og skammast mín.

ég vil biðja ykkur vini mína og aðra sem fyrir mér verða að sýna mér þolinmæði, ég reyni eftir fremsta megni að hafa hemil á þessu öllu saman og þetta tekur væntanlega enda. einhverntíman. en kraftar alheimsins hjálpi okkur á meðan.

fangor- ótímabæri jóðsýkissjúklingurinn

|


Comments: Skrifa ummæli


Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com