fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


laugardagur, maí 14, 2005

 
við litli kútur erum búin að menningarsnobbast eins og vindurinn í dag, röltandi á milli opnana listahátíðar í kjölfar óla forseta. áfram skal haldið í kvöld á opnunarhátíðinni, þaðan förum við yfir á rósenberg til að sjá robin nolan tróið. þeir sem misstu af þeim síðast eru hvattir til að láta sjá sig.

í tilefni listahátíðar verður hér birt brot úr óútkominni bók tove janson; múmínsnáðinn og artífartinn:

"hana nú?" sagði múmínpabbi hissa. hvers vegna hefur hann komið sér fyrir á þvottasnúrunni þinni múmínmamma? "hann segist vera að varpa nýju ljósi á veruleika okkar hér í dalnum" dæsti múmínmamma. "og nú verð ég að nota veröndina undir þvottinn." í sömu andrá kom múmínsnáðinn hlaupandi og sagði ákafur: "hlustiði bara! hann hefur tekið saumavélina hennar múmínmömmu , pípuhatt múmínpabba ásamt greiðu snorkstelpunnar og límt á snúrurnar!" "jæja" andvarpaði múmínmamma. "hlusta á hvað?"
þau litu forvitnislega í átt að þvottasnúrunum þar sem artífartinn sat ábúðarfullur á svip ofan á snúrunum með eigur múmínfjölskyldunnar límdar í kring um sig.

"druuuun,drrruuunnn, drun..blíng" tónaði artífartinn. "veruleikinn er óraunverulegur, drun,drun. ekkert hefur lengur merkingu, allt má sjá í nýju ljósi, druun,druuuun...eigur ykkar verða aldrei samar aftur, þær hafa verið helgaðar listinni og þið þar með orðin þáttakendur í gjörningi verksins, druun,drun.."

"einmitt það" sagði snúður hugsandi, dró fram flautuna sína og hóf að spila smádýrin kátu. "ssss!" urraði artífartinn. "ekkert gamaldags tónleikahald hér. hvar eru umbúðirnar? hver er tilgangurinn með þessu eiginlega? tónlist er öll löngu samin og spiluð. hlustaðu á pípuhattinn slást við saumavélina, horfðu á mig á snúrunum. hér er listin sjáðu." hrópaði hann móðgaður til snúðs

"nei nú er ég búin að fá nóg!" æpti mía litla og togaði lopahúfu artífartans langt niður fyrir augu.

|


Comments: Skrifa ummæli


Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com