þeir sem sitja í höfuðborginni og leiðist í fjölskylduboðum er velkomið að líta við í kaffi og tengdóbakaðar smákökur um hátíðarnar. við hjónarkornin verðum til viðtals, spila og rauðvínsdrykkju ef vel liggur á okkur.
ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, farsældar og friðar.
fór með úrvalsliði á tónleika guðjóns sigvalda tileinkaða Tom Lehrer í gærkveldi. sá maður hefur meðal annars gert þetta lag. og "poisoning pidgeons in the park". mikil snilld.
tónleikarnir voru frábærir og fullt út úr dyrum.
seinnipart stefna fangor og kisi á húsgagnaveiðar. jibbí skibbí | fangor 13:13