óttist eigi, mér líður mun betur í dag, hef svo ég viti ekki drepið neinn ennþá, átti indæla helgi og stefni að því að keyra austur næsta fimmtudag, 4 daga frí og heimsókn í litla húsið mitt á seyðisfirði. húrra! sól skín í heiði og fangor frískast í sundlaugum borgarinnar. stefni að því að synda jafnvel smá eftir vinnu...hehe.
hitti einmitt berglindi og rósu elísabet í árbæjarlauginni. mikið óskaplega er þetta fallegt barn. ekki laust við að fangor hafi gefið frá sér klakhljóð. ef ekki væri fyrir allt vesenið sem fylgir þessu væri ég alveg til í að leggjast í barneignir undireins ....;þ