hananú!! skrýtið fólk veður hér um alla ganga. það er líklega rétt að taka fram að hér mun aldrei fara fram vitsmunaleg umræða um eitt eða neitt, enda tilgangleysið ávallt í fyrirrúmi í fangoriu. allra síst er síðunni ætlað að gefa rétta mynd af mér, enda fangor mitt alter-egó síðan ég var role-play nörd í gamla daga. ( og er enn...coming to think of it...enginn flýr sin innri nörd ) ekki það að kommentin hér að neðan gefa vissulega tilefni til vangaveltna um sýndarveru baudrillards, eða kenningar zizek um ímyndadýrkun. en slíkt er ekki í boði hér. þeir sem áhuga hafa á vitsmunalegri umræðu, flæðandi tilfinningum eða rökhugsun er bent á t.d svavar , æsu, sigga pönk , kistuna eða feministann. þeir sem áhuga hafa á dægradvöl og ýmis konar vitleysu geta haldið áfram að skoða tilveruna. eða leikið sér á popcap.
fangor er gamaldags og kýs að halda uppi vitsmunalegum umræðum við vini sína í eigin persónu, yfir kaffibolla eða rauðvínsglasi. þeir sem treysta sér í slíkt geta rekist á fangor og félaga á kaffihúsum borgarinnar. rétt er þó að taka fram að ég tala helst ekki við fólk sem mér finnst leiðinlegt. snobbhænsn sem ég er. á það við hvort heldur blogg eða raunheimaspjall......:þ