fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


miðvikudagur, júní 11, 2003

 
fangor lofaði ferðasögu........ hvað getur maður svo sem sagt um fegurð vestfjarðanna? að ferðast undir vestfirsku ölpunum í góðu veðri er óviðjafnanlegt, þar er kraftur og mystík við hvern stein. fyrir hina adrenalínþyrstu er tilvalið að keyra þorskafjarðarheiðina í þoku, vegurinn (slóðinn) hverfur algerlega sýnum og þú veist ekki hvort næsta beygja leiðir þig beint fram af fjallinu eða inn á veginn aftur. magnað alveg.

svo er ísafjörður frábær staður. þar blómstrar menningarlífið og listsköpun í hverju horni. allir jákvæðir og duglegir að sækja þá viðburði sem boðið er upp á, oftar en ekki af heimamönnum sjálfum. sem er meira en sagt verður um pakkið í mínum heimabæ. þó ísafjörður hafi vinninginn hvað menningu og viðhald húsa hefur dýrafjörðurinn ennþá vinninginn hvað náttúrufegurð varðar. því vestar sem haldið er frá ísafirði, því fegurra verður landslagið. þeir sem ætla sér að upplifa vestfirsku alpana ættu því að taka baldur yfir breiðfjörð og rúnta þaðan, í stað þess að dragnast um draugfúlt ísafjarðardjúpið, með þessum lágreistu hæðum endalaust sem ísfirðingar kalla fjöll. hnuss bara. fjöllin eru hinumegin, og þeir virkilega huguðu ættu náttúrulega bara að keyra barðaströndina eins og hún leggur sig. þar er gnótt fegurra staða til að setjast út í náttúruna og fíla grasið. fara í berjamó. jafnvel stunda heimaleikfimi...:þ þó ber að varast vefi fjallaköngulóarinnar, hún getur skotið saklausum sálum sem rekast í vef hennar skelk í bringu. hún er nebblega stór. og ótrúlega fljót að spretta fram, ef maður potar óvart vefnaðinn. önnur skorkvikindi eru þó í lágmarki, sem er þakkarvert. (enda köngulærnar stórar og feitar)


afrek dagsins eru þegar hér er komið við sögu þau að fangor stökk fram úr rúminu klukkan sjö að GMT, og fór í ræktina. !!! húrra fyrir mér !


|


Comments: Skrifa ummæli


Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com