fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


laugardagur, júní 26, 2004

 
þá er sumarið úti í bili. orkustöðvar mínar fylgja veðrinu náið eftir, og ég er í einhverju mókástandi. það kviknar vonandi á mér aftur þegar sólin lætur sjá sig á ný.

ég hef grun um að með þessu brjósklosi sem hrjáði mig í vetur hafi fylgt einhver heilaleki, í það minnsta hef ég staðið mig ítrekað að því undanfarið að horfa á fótboltaleiki í sjónvarpinu. þeir sem hafa verið samvistum við mig fram að þessu kannast við rótgróinn viðbjóð minn og fyrirlitningu á téðu sporti, og kemur það því nokkuð á óvart að ég hefi eytt í það tíma og athygli, og jafnframt haft gaman að. undarlegt það. ætli þetta sé kannski aldurinn? hormónarnir? hvað er til ráða?
þrátt fyrir almenna greindarhnignun hefi ég þó enn rænu til að láta misþyrmingu hins ástkæra ylhýra ekki umvöndunarlausa. það hlýtur að vera til íþróttafréttamaður sem ekki missir tengingar í brocasvæðinu þegar hann horfir á leik? mér lýst þessi kona sem lýsir svíþjóð-hollandi nokkuð vel. engar ambögur fram að þessu amk. það skyldi þó aldrei, að lausnin feldist í því að setja konur í stól íþróttafréttamanna? rannveigu mína í stað gulla í formúluna? hvað lýst lýðnum?

annars er allt með ágætum, hægðir í meðallagi og sprettan góð.

|


Comments: Skrifa ummæli


Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com