fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


sunnudagur, maí 28, 2006

 
við mæðgur erum komnar heim af spítalanum. næstu dagar fara mestmegnis í svefn, ég er dálítið eins og draugur eftir spítaladvölina og þarf að ná upp birgðum af blóði og járni. við þyrftum eiginlega að skella upp sýningu af jólaævintýrinu til að nýta þetta veiklulega útlit mitt til hins ýtrasta. er nokk viss um að geta komið út tárunum á hörðustu nöglum með almennri veiklun og aumingjun. úlfhildur stefanía dafnar vel og er til fyrirmyndar í alla staði, utan smávægilegra byrjunarörðugleika við máltíðir. það stendur allt til bóta.

pabbanum heilsast betur, hann náði sér í einhverja foráttu kvefpest og gekk um á sængurkvennaganginum með skurðlæknagrímu fyrstu dagana til að dreifa ekki bakteríum yfir alla nýju einstaklingana. hann er í skýjunum eins og gefur að skilja og dekrar okkur mægðurnar í hvívetna. nýjar myndir af barninu verða settar inn um leið og ég finn út hvernig ég hleð þeim inn í tölvu litla kúts, sem heilsast einnig með ágætum. hann var viðstaddur fæðingu frænku sinnar allt fram að skurði og stóð sig eins og hetja.

ég skrifa upp söguna seinna, styttri útgáfan hljóðar upp á 21 tíma í fæðingu, þar af 10 tíma án inngripa, eftir einn og hálfan tíma af rembingi var reynt að nota sogklukku og síðan skorið þegar ljóst var að barnið vildi hvergi. lái henni hver sem vill þegar einhver kerlingargribba togar í hausinn á manni með drullusokk. ég er sátt við allt ferlið utan þessarar sogklukkutilraunar, ég vissi sem var að hún væri tilgangslaus. *andvörp* svo er maður auðvitað lurkum laminn og lengur að jafna sig á öllu draslinu þegar svona fer. er ægilega glöð með að sjá að maginn á mér lítur núna út eins og ég sé bara komin sex mánuði á leið, hlaupkenndur og með þetta fína örakerfi sem er farið að minna á vegakort.

ég tek á móti útvöldum í heimsóknir, þeir sem vilja komast í þann hóp mega senda sms. formleg frumsýning verður bráðum.

|


Comments: Skrifa ummæli


Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com