fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


föstudagur, nóvember 24, 2006

 
útgáfutónleikar ampop verða á gauknum í kvöld sökum forheimsku nasaliða sem tvíbókuðu salinn fram á kvöldið. strákarnir þurfa að færa sig fyrir upptökum á hemma gunn sem fram fara á nasa í dag. ég hrín á bókara nasa og vona að viðkomandi finni kúk í hverjum vasa sínum næstu vikuna.

tónleikarnir í kvöld verða hins vegar engu síðri þó húsnæðið breytist, við skemmtum okkur að sjálfsögðu eins og vindurinn.

í öðrum fréttum er það helst að ég er haldin framkvæmdafælni á háu stigi þegar kemur að niðurpökkun. eins og ég var búin að hlakka til að henda dóti þá kem ég mér ekki í að byrja á þessu. ég fer úr landi yfir nær mánaðarímabil þann 13.des, kem heim 10 jan. við fáum nýja húsið þann 15.jan og eigum að afhenda vesturgötuna 1.feb. jg fer í viku tónleikaferðalag til bandaríkjanna 25 janúar.
jólatörn kringlunnar hefst í næstu viku, frá byrjun desember verður opið til tíu á kvöldin. allt skólafólkið sem vinnur aukavinnu í desember er í prófum fram í miðjan mánuð. þetta þýðir að fast starfsfólk verslana er í nauðungarvinnu í verslunum 10-12 tíma á dag í hálfan mánuð því verslunum í kringlunni er ekki heimilt að hafa aðra opnunartíma en stjórnin ákveður og það fæst ekkert aukastarfsfólk. ég hvet ykkur öll til að sniðganga kvöldopnun kringlunnar fram í miðjan desember. ef fólk er í baráttuhug fyrir mannréttindum verslunarfólks má senda stjórn kringlunnar mótmælabréf.

þetta allt saman leiðir til þess að ég þarf að vera búin að pakka eins og vindurinn áður en ég fer út því jg verður að vinna allan sólarhringinn í desember. ég bara nenni því ekki!

|


Comments: Skrifa ummæli


Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com