fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


sunnudagur, febrúar 04, 2007

 
ég fann internetið

eða öllu heldur fann ég beininn minn ofan í kassa og kjartan kom mér í samband við umheiminn aftur. ég hef ekki getað andað síðustu tvær vikurnar fyrir flutningstengdu veseni. næst þegar við flytjum (sem verður yfir götuna í hús með bílskúr) pakka ég öllu í litamerkta kassa og set þá á viðeigandi staði og enginn sem ekki veit nákvæmlega hvernig ég vil hafa hlutina kemur nálægt dótinu mínu. ekki svo að skilja að ég sé ekki þakklát fyrir aðstoðina sem við fengum, þetta hefði aldrei tekist hefði einvalalið ekki slegið um okkur skjaldborg, hjálpað til við að pakka þessum 5 tonnum af dóti sem við eigum niður og flutt það á í nýja húsið. ber þar helst að nefna tengdó og yfirnorn ástu sem stóðu vaktina lengst allra. verður þeim boðið til veislu um leið og allt kemst í nothæfara ástand. þeim sem aðstoðuðu á flutningsdaginn mikla fá bjór. í það minnsta. þvílíkt magn af drasli, ég hefði ekki trúað því hversu mikið þetta reyndist vera. hef enda staðið við að henda hlutum og gefa föt í rauðakrossinn síðustu vikuna. í dag komst skikk á herbergin með aðstoð kjartans, rannveigar og iðunnar aspar svo ég get farið að taka upp úr einhverju af kössunum. öllum sem buðust til að aðstoða þakka ég fyrir að hugsa til okkar þó þeir hafi ekki komist er það hugsunin sem gildir. þeir sem ekki buðust til, tjah, þeir eru einfaldlega ekki á jólakortalistanum og ég vona að þeim sé kalt á tánum. annars er yndislegt að vera komin út á land. rak mig á það fyrir helgina að fá ekki keypt millistykki í bænum. næsta raftækjabúð, húsasmiðjan í grafarholti. hefur sýnst að það sé viðkvæðið oftar en ekki. of stutt til reykjavíkur til að borgi sig að halda hér úti þjónustu. í þjónustukjarnanum má finna dýralækninn, söðlasmiðinn, bónus, ríkið, apótekið og vídeóleiguna hlið við hlið. hvað þarf maður svosem meira...?

---

(Blogger er með stæla þannig að Nanna sendi mér þetta til að pósta fyrir sig. Ásta)

|


Comments: Skrifa ummæli


Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com