fangor flúði til netheima


skrítna fólkið:

hr. muzak
snorgill
skotta
sigga lára
siggadís
loki
jódís
heiða skúla
bróðir minn í fjarskanum
rósa elísabet
maría mágkona
varrius
gambrinn
eva
yfirnorn ásta
tröllatíkin
áslaug
gummi erlings
gben
þrási metal
valkyrjan fyrir vestan
breki
júlljúll

hljómsveitirnar mínar:

hraun
ampop
hálfvitarnir

fluguveggurinn:

siggi pönk
stebbi páls
pallih
matarkonan
ari páll og lilja
kiddi
davíð þór

skemmtilegt:

nornabúðin
foreyska poppsidan
baggalútur
nornaklúbburinn naflaló
leikir
allur heimsins matur
wulff morgenthaler
nördadót
hugleikur
athyglisýkin

letihaugar:

eðlukonan dísa
guðfinna
halla
hæfileikarinn
raritet
nornirnar






eldri skrif:

 


fimmtudagur, nóvember 30, 2006

 
nú eru bara tvær vikur þar til ég kemst úr landi. hef meiri áhuga á að pakka niður fyrir þá ferð en flutningana. svei því.

í barnafréttum er það helst að úlfhildur stefanía hefur tekið skriðtæknina í þjónustu sína, reyndar orðnar nærri tvær vikur síðan en nú er hún farin að komast upp á lappirnar eftir að ég keypti mottur undir grísinn. parketfötlun ku nefnilega hrjá ungabörn nútímans, þau hætta að reyna að komast upp á fæturna vegna sleipunnar á parketinu en draga sig áfram í staðin. fyrir utan nýfengin hreyfanleika er hún orðin afar ræðin, hún samkjaftar ekki heilu og hálfu dagana. það er þó ekki orðið dagljóst hvað hún er að tala um.

nýr leikfélagi bættist í hópinn um helgina, hún metalía ingveig málmstín. við óskum þránni og berglindi innilega til hamingju með hana.

|



laugardagur, nóvember 25, 2006

 
mig langar í kött


my pet!




svo ég �ttleiddi þennan bara.

|



föstudagur, nóvember 24, 2006

 
ég er á því að mannanafnanefnd sé til óþurftar og fari oftar en ekki eftir geðþótta en ekki lögunum sem um hana gilda. dæmi:

"2. Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.“

Í flestum tilvikum getur mannanafnanefnd tekið ákvörðun á grundvelli þessa."


samkvæmt mínum skilningi þýðir þetta að curver má heita það ef honum sýnist svo. hvað lýst ykkur?

|

 
útgáfutónleikar ampop verða á gauknum í kvöld sökum forheimsku nasaliða sem tvíbókuðu salinn fram á kvöldið. strákarnir þurfa að færa sig fyrir upptökum á hemma gunn sem fram fara á nasa í dag. ég hrín á bókara nasa og vona að viðkomandi finni kúk í hverjum vasa sínum næstu vikuna.

tónleikarnir í kvöld verða hins vegar engu síðri þó húsnæðið breytist, við skemmtum okkur að sjálfsögðu eins og vindurinn.

í öðrum fréttum er það helst að ég er haldin framkvæmdafælni á háu stigi þegar kemur að niðurpökkun. eins og ég var búin að hlakka til að henda dóti þá kem ég mér ekki í að byrja á þessu. ég fer úr landi yfir nær mánaðarímabil þann 13.des, kem heim 10 jan. við fáum nýja húsið þann 15.jan og eigum að afhenda vesturgötuna 1.feb. jg fer í viku tónleikaferðalag til bandaríkjanna 25 janúar.
jólatörn kringlunnar hefst í næstu viku, frá byrjun desember verður opið til tíu á kvöldin. allt skólafólkið sem vinnur aukavinnu í desember er í prófum fram í miðjan mánuð. þetta þýðir að fast starfsfólk verslana er í nauðungarvinnu í verslunum 10-12 tíma á dag í hálfan mánuð því verslunum í kringlunni er ekki heimilt að hafa aðra opnunartíma en stjórnin ákveður og það fæst ekkert aukastarfsfólk. ég hvet ykkur öll til að sniðganga kvöldopnun kringlunnar fram í miðjan desember. ef fólk er í baráttuhug fyrir mannréttindum verslunarfólks má senda stjórn kringlunnar mótmælabréf.

þetta allt saman leiðir til þess að ég þarf að vera búin að pakka eins og vindurinn áður en ég fer út því jg verður að vinna allan sólarhringinn í desember. ég bara nenni því ekki!

|



miðvikudagur, nóvember 22, 2006

 
bætum þessu við til dundurstunda.
mér þykir orðið "bræðingur " henta ágætlega yfir "fusion" eldamennsku. hef oft velt fyrir mér betra orði yfir að deita en hef ekki dottið niður á það ennþá.

nýja platan hans jóns geirs er komin út eins og alþjóð veit. útgáfutónleikarnir eru á nasa föstudaginn komandi og eins hollt að kaupa miða strax á miða.is hafi fólk hug á að berja drengina augum ásamt strengja- og blásarasveit.

gaman saman

|

 
það er allt of mikið að gera. leyndarmálið mikla var nú bara þessi viðurkenning til okkar hugleikara en það virðist hafa misfarist. barnið vex og dafnar. þar til ég hef tíma má lesa þetta , þessi hugmynd er auðvitað snilld. svo er vika hugleikskrar tungu á varríusi, ljómandi skemmtileg.

við skrifum meira niður eftir augnalok.

|



fimmtudagur, nóvember 16, 2006

 
daddaraaa! minn ástkæri hugleikur fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir almennan frábærleik. á slíkum stundum er við hæfi að hneigja höfuð sitt og virka auðmjúkur. eeeen...ég ætla bara að reka nefið upp í loft og monta mig. nenenenene, ég er í svalasta leikfélaginu, nenenenene...:Þ.


|

 
þá er búið að skíra barnið, athöfnin var yndisleg og fór fram í stofunni okkar. sætasti prestur sunnan heiða sá um athöfnina og vakti almenna lukku og aðdáun langammanna sem er nú ekki lítið afrek í ljósi þess að þær eru báðar kirkjufíklar til áratuga. myndir verða settar inn fljótlega.

stórt leyndó í farteskinu sem opinberast væntanlega í dag...

nasi gras á víst ammæli í dag. óskum landsmönnum öllum til hamingju með það. af því tilefni væri auðvitað við hæfi að linka inn á málvilling vikunnar en síðast þegar ég linkaði inn á málfatlaðan einstakling var ég sökuð um að leggja fólk í einelti svo ég ætla að sleppa því. hugmyndin er góð, engu að síður.

heilsur

|



föstudagur, nóvember 10, 2006

 
aargh! stendur ekki hópur af einhverju sjálfskipuðu húsaverndunarpakki með kyndla í garðinum mínum. týbískt velmeinandi pakk sem er að fatta fimm árum of að það standi til að færa húshelvítið úr garðinum . ó vei ó vei. svei því að húskofinn sem er að grotna hér niður engum til gagns verði færður eitthvert þar sem fólk getur skoðað hann og hann gerður upp. æ nei. þá þurfum við upp í árbæ til að skoða hús sem við höfum ekki haft nokkurn áhuga á fram að þessu og stendur inni á einkalóð sem fólki er ekki heimilt að ráfa um að vild. æji bara. þá sér kannski einhver húsið loksins. best að fara að mótmæla þegar framkvæmdir eru hafnar og skoða húsið í svartamyrki. ekki láta sér detta í hug að spyrja húsráðendur um leyfi til að halda hópfund með kyndlum sem fýkur glóð úr í garðinum þeirra. það er auðvitað ekki praktíst. einn þeirra stóð og meig í garðinn minn. svo dirfist þetta lið að fara að brúka kjaft við mig þegar ég spyr í fyrsta lagi hvað þau séu að gera og í öðru lagi hvers vegna þau láti sér detta í hug að vaða inn á einkalóðir með eld án leyfis. þetta er svo yfirmáta frekt og tillitslaust að það er með ólíkindum . viss um að þetta fólk gekk líka grenjandi um og mótmælti kárahnjúkavirkjun. fimm árum of seint. ef þau láta sjá sig hér aftur án leyfis siga ég lögreglunni á þau. svona framkoma er ekki í boði í mínu partíi takk.

brjál!

|



fimmtudagur, nóvember 09, 2006

 
annað skítaveður á leiðinni. fari það allt og veri. mér leiðist fátt meira en rok og rigning. má ég þá biðja um almennilega stórhríð eða hríðarbyl með ofankomu upp á meter eða meira. það kveikir einhvernvegin á íslendingnum í mér. vatnsviðrið fær mig hins vegar alltaf til að velta fyrir mér hvers vegna í ósköpunum fólk hangir á þessu skeri í veðurfarslegri útlegð. svo ekki sé minnst á þá gastrónomísku, þó það horfi nú reyndar til betri vegar í þeim efnum.

ég er með svo alvarlegt tilfelli af ljótunni að ég stend í allsherjar fegrunum. augnhár og brúnir lituð í dag, gerfibrúnka á smettið í kvöld til að draga úr draugalegum áhrifum. nýtt hár á morgun. íðilfegurð skal náð að nýju!

|



miðvikudagur, nóvember 08, 2006

 
athyglivert. ég velti fyrir mér: er þetta svo daglegt brauð að lögreglan gangi almennt með græjur á sér til að efnagreina mat með tillitil til fíkniefnainnihalds ? ef maturinn manns er skrítinn á bragðið dettur manni þá fyrst í hug að hann innihaldi marijúana? hef svosem ekki borðað það svo ég veit ekki hvort bragðið er svona rosalega áberandi. þykir þetta skrýtið í allar áttir.

engilbarnið mjakaði sér af stað áðan og nældi sér í væna rykhrúgu undan kamínunni. deginum verður því eitt í
stórhreingerningar á gólfum svo þau verði hæf til skriðs. og átu...

|



mánudagur, nóvember 06, 2006

 
hann gummi hefur oft grafið upp skemmtilega hluti en þetta hlýtur að vera jólagjöfin í ár.

fjölskyldan trítlaði í útvarpshúsið í dag til að syngja kór fyrir jólastundina okkar. það var hin besta skemmtan. við jg fundum samnjörð í sunnudagskrossgátuna og stefnum á lið fyrir næsta krossgátukvöld á næsta bar. annars þykir mér með ólíkindum að ekki finnist fleira áhugafólk um þessa krossgátu í kunningjahópnum. nýjasta talning er tveir, eva og gunnar ben. eru einhversstaðar fleiri í skápnum með áhuga á gátunni góðu sem ekki hafa gefið sig fram?

engilbarnið verður skírt á ammæli föðurins. einhverjum verður boðið í afganga daginn eftir ef einhverjir verða.


|



föstudagur, nóvember 03, 2006

 
voru ekki örugglega allir búnir að skrifa undir?. eins og ég elska færeyjar þá hef ég oft sagt að þar finnist eitt geðklofnasta samfélag sem ég þekki. giftingar eru til dæmis algengar hjá ungu fólki, oft um 18-20 ára því ekki vill fólk lifa í synd. svo heldur það framhjá villt og galið því það er auðvtiað ekki tilbúið til skuldbindinga svona ungt. það er því ekki litið sérstaklega miklu hornauga að halda framhjá, svona meira að hlaupa af sér hornin. nema að þú haldir framhjá með sama aðilanum oftar en einu sinni. það er alveg bannað...og svo staða samkynhneigðra. ég á vin í færeyjum sem er þekktur tónlistarmaður. á tímabili gekk sá orðrómur um eyjarnar að hann væri hommi. það er það versta sem hent getur mannorð karlmanns í færeyjum ef sá orðrómur kemst af stað. ef þér er illa við einhvern er ljómandi ráð að bera hommsku upp á viðkomandi. ef hann getur ekki borið það af sér með fullnægjandi hætti neyðist hann til að flýja land til að geta lifað eðlilegu lífi. fyrir nokkrum árum sat á færeyska þinginu maður sem hafði nauðgað 16 ára gamalli stúlku. það þótti fólki svona heldur óþægilegt, en samt var ekki hægt að gera neitt í því. ég veit ekki alveg hvernig því máli lyktaði, það er eins og mig rámi í að hann hafi á endanum verið dæmdur, en í skilorðsbundið fangelsi.

við jg vorum að aðstoða tvær færeyskar pönkhljómsveitir sem komu hingað í hljómleikaferð , og redduðum þeim útvarpsviðtali. það var á sunnudagsmorgni, um ellefuleytið og þeir voru beðnir að spila lag í útsendingunni. þegar það kom til umræðu kom skelfingarsvipur á söngvarann, sem var með aflitað svart hár, tattú og málaður í anda marylin mansson. " en það er messutíð !" sagði hann með angist í röddinni. þá spilar maður nefnilega ekki pönk....

við úlfhildur erum einar heima og þiggjum félagsskap til spila eða spjalls vilji einhver líta við seinnipart eða í kvöld.

|



fimmtudagur, nóvember 02, 2006

 
foreldrar mínir eru í heimsókn og ég er eftirlitsaðili með frændsystkynum mínum í kópavoginum svo lítið hefur verið um setur við tölvuna. jg skreppur til köben á morgun til að spila kokteil fyrir straum/burðarás annað kvöld. kemur aftur heim á laugardaginn. gott að einhverjir eiga peninga til að eyða í listamenn..:Þ

|



Powered By Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com