nú ætlaði ég aldeilis að nörda með hina flottu dagsetninguna á árinu. skrifa færslu kl 20:07 þann 20.07.2007. eeeen, þar sem við erum að fara út að borða verður fólk bara að ímynda sér að ég hafi nennt að sitja við á réttu augnabliki. svo gleymdi ég að láta póstinn áframsenda mér potter. fuss. ég næ henni þá ekki fyrr en á miðvikudaginn. vei þeim sem eyðileggur fyrir mér plottið. | fangor 19:21
miðvikudagur, júlí 11, 2007
ég er ekki ólétt, bara svo það sé á hreinu. ég er bara alveg búin að steingleyma hvað mér þótti teljast til stórfrétta eftir síðustu færslu. varla hefur það verið merkilegt.
ég er komin austur í sveitasæluna með úlfhildi, jg þraukar einn í bænum en þokast austur á helginni. sé einhver til svæðis á akureyri verða hraundrengirnir á akureyri-græna hattinum á föstudagskvöldið og gamla bauk á húsavík laugardagskvöld.
við mægður þ.e. ég og mamma erum uppgefnar eftir að hafa þvælst með úldhildi milli staða síðustu daga. það tók smástund að barnhelda vinaminni en í dalskógunum er ennþá allt fullt af verkfærum, rusli og stórhættulegum stigum. það stendur allt til bóta en hjálpi mér hvað það er erfitt að geta ekki litið af barninu eitt augnablik. hún er farin að þramma um allt og er forvitnari en andskotinn, hvaðan sem hún hefur það nú...
ylfa klukkaði mig. ég nenni ekki að hlaupa eftir fleirum (hljóp yfir mig í æsku) en ætla engu að síður að telja upp fánýtisfróðleiksmola: ég er menntuð húsmóðir ég kann upphafstefin úr 4 metallicu lögum á gítar humar með hvítlauk er uppáhalds maturinn minn ég skráði mig úr þjóðkirkjunni og borga til háskóla íslands ég var einu sinni austurlandsmeistari í kúluvarpi ég verð ennþá myrkfælin við vissar aðstæður það hefur engum tekist að skilgreina mig sem einhverja ákveðna týpu (vandamál lífs míns) innst inni er ég 150 kílóa blökkukona og syng bassa í gospelkór.
það eru bara stórfréttir á hverju strái. fjölskyldan hefur stækkað, hraunliðar ættleiddu gunnar ben . tóm hamingja á öllum vígstöðvum og við bjóðum hann velkominn í fjölskylduna. ég er enn að leita eftir æfingahúsnæði undir hraun og hálfvita. nokkur í sigtinu sem ég kanna næstu daga. kemst reyndar ekki til að skoða fyrr en örlítið seinna í mánuðinum þar sem við úlfhildur ætlum að leggja land undir fót. við rúntum austur með mömmu á morgun. jg mætir næsta sunnudag. þeir sem eiga leið um austurlandið mega endilega líta við hjá okkur, við verðum ýmist á seyðisfirði eða egilsstöðum en báðir staðir einkar vinalegir heim að sækja. ég hef í leikferðina miklu þann 27. júlí, verð til svæðis fram að verslunarmannahelgi en þá sýnum við á hornafirði. þannig að: allir að drífa sig austur þegar sólin fer með mér (víst) og kíkja í kaffi/grill/rauðvín.
hinar stórfréttirnar ætla ég að geyma aðeins lengur.
er einhver í bænum sem getur stompað stuttlega með jg á sunnudaginn? láta vita á morgun asap ef svo er. stutt atriði á landsmóti umfí sem fer fram í kópavoginum þessa dagana. | fangor 23:51
mánudagur, júlí 02, 2007
úgáfutónleikar ljótu hálfvitanna tókust afskaplega vel og voru þeir hin besta skemmtan sem og partíið á eftir. diskurinn er klárlega skyldueign. sá sem á hann ekki...tapar. ég vona bara að þeir hljóti ekki sömu örlög og sólstrandagæjarnir hér um árið. það hættir nefnilega alveg að vera fyndið og skemmtilegt þegar 16.ára aulatrúbadorar eru að misþyrma partílögunum sem maður á nostalgískar minningar við 6 árum seinna. gera reyndar enn ef út í það er farið. ekki ýkja langt síðan ég heyrði einhvern spila rangan mann. * urgl*. nokkrir góðir gestir hafa dottið inn úr veðurblíðunni síðustu daga mér til mikillar kátínu. lýsi hér með eftir fleirum. fólk má gjarnan grípa með sér á grillið og bjóða sér í mat eins og gestirnir sem skemmtu okkur í dag. að lokum lýsi ég eftir svandísi. | fangor 21:18