hananú!! skrýtið fólk veður hér um alla ganga. það er líklega rétt að taka fram að hér mun aldrei fara fram vitsmunaleg umræða um eitt eða neitt, enda tilgangleysið ávallt í fyrirrúmi í fangoriu. allra síst er síðunni ætlað að gefa rétta mynd af mér, enda fangor mitt alter-egó síðan ég var role-play nörd í gamla daga. ( og er enn...coming to think of it...enginn flýr sin innri nörd ) ekki það að kommentin hér að neðan gefa vissulega tilefni til vangaveltna um sýndarveru baudrillards, eða kenningar zizek um ímyndadýrkun. en slíkt er ekki í boði hér. þeir sem áhuga hafa á vitsmunalegri umræðu, flæðandi tilfinningum eða rökhugsun er bent á t.d svavar , æsu, sigga pönk , kistuna eða feministann. þeir sem áhuga hafa á dægradvöl og ýmis konar vitleysu geta haldið áfram að skoða tilveruna. eða leikið sér á popcap.
fangor er gamaldags og kýs að halda uppi vitsmunalegum umræðum við vini sína í eigin persónu, yfir kaffibolla eða rauðvínsglasi. þeir sem treysta sér í slíkt geta rekist á fangor og félaga á kaffihúsum borgarinnar. rétt er þó að taka fram að ég tala helst ekki við fólk sem mér finnst leiðinlegt. snobbhænsn sem ég er. á það við hvort heldur blogg eða raunheimaspjall......:þ
ómægod!! segiði mér að þessi kona sé ekki til í alvöru....ég tárfelli yfir hnignun dna-laugarinnar. allir að fylgja fordæmi svandísar og næla sér í erlend gen til að hressa upp á þetta......:þ
þessi linkur var ritskoðaður af nafnlausu skoðanalögreglunni..., það er víst ljótt að stríða. ;þ
óttist eigi, mér líður mun betur í dag, hef svo ég viti ekki drepið neinn ennþá, átti indæla helgi og stefni að því að keyra austur næsta fimmtudag, 4 daga frí og heimsókn í litla húsið mitt á seyðisfirði. húrra! sól skín í heiði og fangor frískast í sundlaugum borgarinnar. stefni að því að synda jafnvel smá eftir vinnu...hehe.
hitti einmitt berglindi og rósu elísabet í árbæjarlauginni. mikið óskaplega er þetta fallegt barn. ekki laust við að fangor hafi gefið frá sér klakhljóð. ef ekki væri fyrir allt vesenið sem fylgir þessu væri ég alveg til í að leggjast í barneignir undireins ....;þ
fangor auglýsir eftir þrítugum bókmenntafræðingi sem sást síðast þriðudaginn 22.apríl á leiðinni í fiskbúð.....bókmenntafræðingurinn er temmilega hár í loftinu, var síðast þegar til hans sást sætur í bleiku og sumarlegur um hárið.
vegfarendur eru beðnir að láta vita ef þeir hafa séð til bókmenntafræðingsins, eða dularfullra fisksala með svarta poka á bakinu á hlaupum um vesturbæinn......:þ
grrrrrrrr!!!! aaargh! grenj, spliff, berj! haha, ég að sleppa öllum verkjalyfjum og viðbótarhormónum og dóti.....rrrrrrrrrrriiiiiiiggghhht! ekki góð hugmynd. það er hollast að verða ekki á vegi mínum í dag.
vonandi kemst ég seinnipartin í lónið til að slaka á. vei þeim sem á einhvern hátt kemst upp á milli mín og verkja/vöðvaslakandi lyfja fram að því.
veit ekki alveg hvaða dagur er í dag. finnst eins og það sé mánudagur, en hef þó grun um að föstudagur sé nærri lagi. hvar hafa dagar lífs míns nöfnum sínum glatað? ætli ég lagist eitthvað við líter af kaffi og sígó? látum á reyna
viðbótarhormónaleysi hefur nokkuð definative up's and down's.
seinniparturinn af þessum degi fer í niðursveiflurnar. úff!
þegar fangor kom heim úr vinnu í gær mættu honum 3 menn með sófasett. sem þeir báru inn í stofuna mína. vesturgatan er núna sjálfstætt ríki sófanna, sem þýddi að kvöldið í gær fór í að endurskipuleggja stofuna mína. og núna finnst mér allt skrýtið og ég á ekki lengur heima í stofunni minni. sem er afleitt. hreint afleitt. og ekki snefill af aukaorku til að endurskipuleggja meira. damn!
ætla að forða mér eitthvert þar sem ég á ekki á hættu að urra á saklausa kúnna....grrrrrrrrrr......
taddaraaaah..! kvenrembubrandari í dag. fann hann á síðu icelily here goes:
Þetta er ævintýrið sem við stelpurnar hefðum átt að lesa þegar við vorum litlar!
Once upon a time, in a land far away, a beautiful, independent, self-assured princess happened upon a frog as she sat, contemplating ecological issues on the shores of an unpolluted pond in a verdant meadow near her castle. The frog hopped into the princess' lap and said:
Elegant Lady, I was once a handsome prince, until an evil witch cast a spell upon me. One kiss from you, however, and I will turn back into the dapper, young prince that I am and then, my sweet, we can marry and set up housekeeping in your castle with my mother, where you can prepare my meals, clean my clothes, bear my children, and forever feel grateful and happy doing so.
That night, as the princess dined sumptuously on a repast of lightly sauteed frog legs seasoned in a white wine and onion cream sauce, she chuckled and thought to herself:
fangor er snúinn aftur úr fríinu. dásamlegt frí, mæli með þessu við alla!
líður alveg ótrúlega lifandi, laus við prikið. er farin að hallast að því að geðlægðir mínar hafi heldur magnast upp af hormónum, heldur en að vera viðvarandi vandamál. það passar nokk við tímasetningar. fuss og svei! blanda af fríi og hormónaleysi er sumsé uppskriftin að léttri lund......
bíð áslaugu velkomna í lesendahópinn. bíð eftir tvíburabloggi frá henni.
mikið að gera í vinnu, enginn tími til að eyða í vitleysu. á meðan: gung-ho!
biblíófílar athugið: í dag er opið í bóksölunni til 4, og það er útsala....
elfuálfur og gunni járnsmiður mættu til leiks á vesturgötuna í gær ásamt yfirnorn. hlaust af hin besta skemmtan, sem hefði staðið lengur hefði ég ekki þurft að mæti til vinnu í dag. kvöldið í kvöld er fremur óljóst. starfsmannapartý hjá jg, sem ég verð líklega að mæta í. hann kálfurinn var þó búinn að gleyma því þegar hann skipulagði partý, að hann á að vera að taka upp plötu í kvöld með boðsmiðunum...- alltaf gott að skipuleggja sig ;þ svo ég veit ekki alveg hvernig ég eyði tíma mínum. en ég er afskaplega ginkeypt fyrir spileríi.
er orðin prik-frí, nú er bara að bíða og sjá hvernig líkaminn bregst við því. vara ykkur við almennum geðsveiflum og skringilegheitum næstu vikur. ef ég fer mikið að urra og sýna klærnar er jg búinn að koma upp lásakerfi utan á nýja fataherberginu, hægt verður að rétta mér mat gegn um lúgu ef með þarf :Þ
upp er runninn föstudagur, ákaflega skýr og fagur.......og það sem mig langar út að leika mér í vorinu. slíkt verður þó að bíða betri tíma.
hádegisfyrirlestur í odda í dag hjá dagnýju um íslenska lesbíudrauminn. verður án efa þrælgaman. þeir sem hafa tök á því endilega koma og hlusta.
loki er kominn með nýja síðu. hún er ósköp fín. mig langar í svona fínt dót.eða kannski ekki. veittekki.
það er ekki laust við að ég finni til smá kvíða fyrir priktökuna. hef grun um að það verði öllu verra að fjarlægja draslið heldur en það var að koma því fyrir. og ef þetta fylgir hefðinni " fangor frík virkar aldrei eins og annað fólk og eitthvað skrítið kemur fyrir í hverri læknisheimsókn " má ég eiga von á því að sitja uppi með 4 cm. langan örvef sem blikkar og spilar jólalög....*andvarp* maður getur alltaf á sig örum bætt, svosem.
fangor saknar fólksins sem flutti í grafarvoginn. elvuálfurinn minn hefur ekki sést nema rétt í mýflugumynd til að horfa á formúlu. og gunni járnsmiður ekki heldur. bæta úr því. spilakvöld á vesturgötunni í kvöld. kannski þau láti sjá sig og ég geti loks afhent þeim innflutningsgjöfina sem var keypt fyrir löngu,löngu síðan og gleymist alltaf að afhenda :Þ. kannski.
fór á tónleika með dr.gunna í gær með unnustanum og pabba. pabbi rokk, skemmti sér bara vel. ég ætla að kaupa nýju plötuna þegar hún kemur út, þrælskemmtileg lög, svona gamaldags pönkrokk, alveg frábært.á þeim tónleikum bar til tíðinda að ég hitti braga og kalla en bragi hefur ekki sést á almannafæri svo vikum skipti. það var skemmtilegt.
praktískt? sniðugt? sorglegt? óþolandi? áhugavert innlegg í umræðurnar á feministanum?ég bara.....veit ekki.
enn og aftur velti ég fyrir mér hvort að tilveran ætti ekki að vera með 16 ára aldurstakmarki.
annars ber helst til tíðinda að hríma & skuggi eru bæði hjá dýralækni, verða sótt úr svæfingu og allsherjarviðhaldi kl. 3. ágætis æfing fyrir mig að sitja heima yfir veikum börnum. kaffi í boði eftir 3:20 semsagt. foreldrarnir skiluðu sér heilir á húfa frá útlandinu, sólbrún og sælleg. lögfræðingurinn skilar af sér formlegum mótmælum fyrir hönd okkar vesturgötubúa á morgun, hefst þá formlega baráttan við kerfið. á morgun kl. 18:00 að staðartíma fer ég og læt fjarlægja prikið. til að halda upp á auman handlegg verður efnt til spilakvölds á vesturgötunni föstudagskveld. allir sem teningum geta valdið hvattir til að kíkja við.
nauts, ekkert áfengi eða dónaorð í návist minnar viðkvæmu sálar!
annars fékk ég send frá snillingnum honum eysteini slúðursíðu dauðans. sá einstaklingur sem eyddi tíma sínum í að setja þetta niður á blað er lifandi sönnun þess að tíma heimsins er misskipt.
auglýsi annars eftir kaffifélaga á ljóta um fimmleytið
dagurinn er helgaður guðum leti og andleysis. ég er ekki til, og er nákvæmlega sama.
enn hefur enginn af tölvunördunum sem ég þekki haft fyrir því að athuga með tölvuna mína. og ég sem á eftir að skila skattaskýrlunni. og fresturinn rennur út í kvöld. nenni ég að gera eitthvað í því?
nei.
þrátt fyrir andlegan dauða hef ég þó ekki gengið í gegn um það sama og þessi kona
þvílík geðveiki í formúlinni í gær. illa fór fyrir mínum mönnum. þykist þó viss um að þeir komi margefldir til leiks í evrópu. deginum var eytt í eddy izzard, kúr í sófanum hjá tuma&heiðu með raritet, og át. nammi og kjúlla sem raritet galdraði fram
annars bara andleysi. og jú- þetta:
I am 76% Punk Rock I am PUNK AS FUCK! The model punk. I care not for anything. I kick ass!
movie star, movie staaaaar.....tíhí. 1. apríl er stórskemmtileg mynd. hrá og fersk, hljóðvinnslan reyndar ekki nógu góð. en sama. frábær skemmtun, teiknimyndasketsarnir af hauki inn á milli eru hrikalega fyndnir. mikið er ég glöð yfir því að hafa fengið að vera með í svona skemmtilegu prójekti. og ég er ekki eins og fífl. jibbí!!! ( linkar koma inn um leið og þeir eru tilbúnir, verður á næstu dögum.) það er líka sniðugt í þessu að haukur ákvað að frumsýna myndina á 8. stöðum úti á landi, áður er hún kemur í sýningar hér. loksins fá landsbyggðarbíófíklar að sjá eitthvað á undan helv. reykvíkingunum...hehe. gott hjá honum.
fara yfir tékklistann: gleymdi helv. skattinum! vinna í því. svo þarf ég að klára að sækja um finnska listaháskólann fyrir breka minn.
afrekalisti gærdagsins: þvottur-20 kíló búin, 10 eftir. ( jeg griner ikke! ) lögfræðingur-tékk. heimsækja yfirnorn-tékk.gefa köttum mat+lyf-tékk. kaupa hillur í fataherbergi-tékk.festa upp hillur-tékk. setja upp snaga-tékk.þrífa stofu+fataherbergi-tékk. borga dýralækninum-tékk. knúsa besta mann í heimi sem festi upp hillur og gerði allskyns trix-tékk.
listi dagsins: taka úr 2. vélum setja í 2. þrífa eldhús+baðherbergi. fara á frumsýningu. líða illa á meðan. fara í partý ef skömmin verður ekki þeim mun meiri. fara heim. taka úr 2. vélum.setja í 1.þvottur búinn. sofa. fast.
I am 80% Tortured Artist Angst, and bitter resentment drive me to create works that not a single idot will ever come close to grasping. Ah, the raw and unforgiving statements that bleed from my soul are so misunderstood.